Hinn 21 árs gamli Vinícius Jr. hefur verið á Spáni síðan 2018 er Real keypti hann á 38 milljónir punda. Varð hann um leið dýrasti leikmaður sögunnar sem ekki hafði náð sjálfræðisaldri.
Vinicíus Jr. hefur síðan þá verið að vinna sig hægt og bítandi inn í byrjunarlið Real. Á síðustu leiktíð kom hann alls við sögu í 49 leikjum hjá Real, skoraði hann 6 mörk og lagði upp 7 á samherja sína.
Það var svo á þessari leiktíð sem Brasilíumaðurinn sprakk gjörsamlega út á vinstri væng Real. Alls lék hann 52 leiki, skoraði 22 mörk og lagði upp 20 til viðbótar. Þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Vinícius value has skyrocketed since last summer pic.twitter.com/FFFKjNMRI0
— B/R Football (@brfootball) June 2, 2022
Er það ástæðan fyrir því að verðmæti leikmannsins fór úr 44 milljónum Bandaríkjadala upp í 100 milljónir Bandaríkjadala. Engar líkur eru á að Real myndi selja Vinicíus Jr. en fari svo að eitthvað lið myndi falast eftir kröftum hans myndi Real eflaust vilja tvöfalda þá upphæð.