Blaðamenn DV og Fréttablaðsins brutu ekki siðareglur Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júní 2022 14:51 DV og Fréttablaðið eru bæði í eigu Torgs ehf. en eru með aðskildar ritstjórnir. Vísir/Vilhelm Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamaður DV, og Sigurjón Björn Torfason, blaðamaður Fréttablaðsins, brutu ekki siðareglur Blaðamannafélags Íslands með umfjöllun um meint ofbeldi innan Orkuveitu Húsavíkur. Þann 23. apríl síðastliðinn birtist frétt á vef DV undir fyrirsögninni: „Viðkvæmt ofbeldismál skekur Orkuveitu Húsavíkur og bæjarskrifstofur – Skvetti sjóðandi kaffi yfir fatlaðan starfsmann“ og sama dag birtist frétt á vef Fréttablaðsins undir fyrirsögninni: „Segir ofbeldismál þaggað niður á Húsavík“. Skvetti sjóðandi vatni yfir samstarfsmann Þar var fjallað um árás á fatlaðan mann á kaffistofu í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Vinnufélagi mannsins veittist að honum og skvetti yfir hann sjóðandi kaffi þar sem honum mislíkaði það sem maðurinn sagði. Samkvæmt frétt DV er málið í ferli innanhúss hjá Orkuveitunni og sagt í góðum farvegi. Í grein DV var rætt við bróður þolanda árásarinnar sem var misboðið þegar árásarmaðurinn mætti aftur til vinnu eftir stutt leyfi. Fréttablaðið fjallaði um málið og vísaði beint í umfjöllun DV. Þar komu því fram sömu atriði og í frétt DV. Hvorki sá sem varð fyrir kaffinu né sá sem skvetti því voru nafngreindir í umfjöllun miðlanna tveggja. Kvartaði þar sem enginn hafði samband Sá sem skvetti kaffinu taldi fréttirnar ganga gegn hagsmunum hans og kærði umfjöllunina til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hann kvartaði yfir því að enginn hafi haft samband við sig við vinnslu fréttarinnar. Í svari Ágústs Borgþórs til siðanefndar kemur fram að í grein DV séu öll meginatriði málsins rétt og segir að engin ástæða hafi verið til þess að fá leyfi gerenda til að birta greinina. Hagsmunum gerendans hafi verið gætt og hann ekki nafngreindur. Í svari Sigurjóns Bjarnar og Fréttablaðsins segir að ekkert í kæru mannsins fjalli um greinina á vef Fréttablaðsins. Vildi að fréttirnar yrðu fjarlægðar Maðurinn krafðist þess að fréttirnar yrðu fjarlægðar þar sem hann hafi haft skaða af birtingu þeirra. Þá taldi hann Ágúst Borgþór ekki hafa farið eftir 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Niðurstaða siðanefndar BÍ var sú að blaðamennirnir hefðu ekki brotið siðareglur við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Þann 23. apríl síðastliðinn birtist frétt á vef DV undir fyrirsögninni: „Viðkvæmt ofbeldismál skekur Orkuveitu Húsavíkur og bæjarskrifstofur – Skvetti sjóðandi kaffi yfir fatlaðan starfsmann“ og sama dag birtist frétt á vef Fréttablaðsins undir fyrirsögninni: „Segir ofbeldismál þaggað niður á Húsavík“. Skvetti sjóðandi vatni yfir samstarfsmann Þar var fjallað um árás á fatlaðan mann á kaffistofu í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Vinnufélagi mannsins veittist að honum og skvetti yfir hann sjóðandi kaffi þar sem honum mislíkaði það sem maðurinn sagði. Samkvæmt frétt DV er málið í ferli innanhúss hjá Orkuveitunni og sagt í góðum farvegi. Í grein DV var rætt við bróður þolanda árásarinnar sem var misboðið þegar árásarmaðurinn mætti aftur til vinnu eftir stutt leyfi. Fréttablaðið fjallaði um málið og vísaði beint í umfjöllun DV. Þar komu því fram sömu atriði og í frétt DV. Hvorki sá sem varð fyrir kaffinu né sá sem skvetti því voru nafngreindir í umfjöllun miðlanna tveggja. Kvartaði þar sem enginn hafði samband Sá sem skvetti kaffinu taldi fréttirnar ganga gegn hagsmunum hans og kærði umfjöllunina til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hann kvartaði yfir því að enginn hafi haft samband við sig við vinnslu fréttarinnar. Í svari Ágústs Borgþórs til siðanefndar kemur fram að í grein DV séu öll meginatriði málsins rétt og segir að engin ástæða hafi verið til þess að fá leyfi gerenda til að birta greinina. Hagsmunum gerendans hafi verið gætt og hann ekki nafngreindur. Í svari Sigurjóns Bjarnar og Fréttablaðsins segir að ekkert í kæru mannsins fjalli um greinina á vef Fréttablaðsins. Vildi að fréttirnar yrðu fjarlægðar Maðurinn krafðist þess að fréttirnar yrðu fjarlægðar þar sem hann hafi haft skaða af birtingu þeirra. Þá taldi hann Ágúst Borgþór ekki hafa farið eftir 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Niðurstaða siðanefndar BÍ var sú að blaðamennirnir hefðu ekki brotið siðareglur við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira