Ari Freyr spilaði allan leikinn sem vinstri vængbakvörður en Sveinn Aron Guðjohnsen kom inná sem varamaður á 83. mínútu fyrir Elfsborg og Hákon Rafn Valdimarsson vermdi varamannabekkinn allan leikinn hjá Elfsbogarliðinu.
Lærisveinar Milosar Milojevic hjá Malmö tryggðu sér svo sigur í sænska bikarkeppninni í fyrsta skipti í 32 ár með því að leggja Degerfors að velli með tveimur mörkum gegn engu.
Hallbera Guðný Gísladóttir var svo á sínum stað í vinstri bakverðinum hjá Kalmar þegar liðið fékk 5-1 skell á móti Hammarby í sænsku efstu deildinni kvennamegin.