Finna til mikillar ábyrgðar Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 28. maí 2022 20:09 Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, og Baldur Kristjánsson, varaformaður. Vísir Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool og Real Madrid eigast við fer fram í kvöld. Hérlendis má finna fjölda stuðningsmanna Liverpool sem vona ekkert heitar en að lið þeirra vinni. Stemningin var rífandi þegar fréttamaður leit við hjá stuðningsmönnum Liverpool skömmu fyrir leik en fjöldinn allur af stuðningsmönnum liðsins fylgjast nú saman með leiknum. Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, sagði taugarnar vera merkilega rólegar þegar stutt var í úrslitaleikinn og að hann fyndi fyrir bjartsýni. „Við erum líka komnir með reynslu, þetta er fjórði leikurinn á stuttum tíma. Maður er farinn að haga deginum þannig að taugarnar þjáist ekki of mikið. Ég held að af þessum skiptum höfum við aldrei verið slakari,“ sagði Baldur Kristjánsson, varaformaður Liverpool-samfélagsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vona að þetta sé ekki nokkurs konar værukærð eða eitthvað svoleiðis en ég vil bara kalla þetta reynslu,“ bætti Sóli við. Báðir segjast þeir finna til mikillar ábyrgðar þegar kemur að því að leiða stóran hóp Liverpool-stuðningsmanna á Íslandi. Sóli segir að það hafi verið mjög stór ákvörðun að taka formennskuna að sér árið 2018. Hann hafi misst töluna á því hversu margir titlar hafa safnast í verðlaunagripaskáp liðsins eftir að þeir Baldur tóku við en segir þá slaga upp í tíu titla. „Við erum bara hættir að telja en jú vissulega er ákveðin pressa á hverju ári þegar við setjumst niður og tökum stjórnina með okkur. Þá er það bara þannig að ef við skilum ekki titli þá munum við segja af okkur,“ segir Baldur. Þið ætlið að íhuga stöðu ykkar ef leikurinn tapast í kvöld? „Sko. Ekkert endilega þessi leikur, við vorum að tala um titlalaust samfélag. Þá myndum við segja af okkur en við þurfum samt að íhuga það mjög vel því við getum ekki skilið eftir höfuðlaust samfélag, það er ábyrgðarhlutur,“ segir Sóli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Félagasamtök Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira
Stemningin var rífandi þegar fréttamaður leit við hjá stuðningsmönnum Liverpool skömmu fyrir leik en fjöldinn allur af stuðningsmönnum liðsins fylgjast nú saman með leiknum. Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, sagði taugarnar vera merkilega rólegar þegar stutt var í úrslitaleikinn og að hann fyndi fyrir bjartsýni. „Við erum líka komnir með reynslu, þetta er fjórði leikurinn á stuttum tíma. Maður er farinn að haga deginum þannig að taugarnar þjáist ekki of mikið. Ég held að af þessum skiptum höfum við aldrei verið slakari,“ sagði Baldur Kristjánsson, varaformaður Liverpool-samfélagsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vona að þetta sé ekki nokkurs konar værukærð eða eitthvað svoleiðis en ég vil bara kalla þetta reynslu,“ bætti Sóli við. Báðir segjast þeir finna til mikillar ábyrgðar þegar kemur að því að leiða stóran hóp Liverpool-stuðningsmanna á Íslandi. Sóli segir að það hafi verið mjög stór ákvörðun að taka formennskuna að sér árið 2018. Hann hafi misst töluna á því hversu margir titlar hafa safnast í verðlaunagripaskáp liðsins eftir að þeir Baldur tóku við en segir þá slaga upp í tíu titla. „Við erum bara hættir að telja en jú vissulega er ákveðin pressa á hverju ári þegar við setjumst niður og tökum stjórnina með okkur. Þá er það bara þannig að ef við skilum ekki titli þá munum við segja af okkur,“ segir Baldur. Þið ætlið að íhuga stöðu ykkar ef leikurinn tapast í kvöld? „Sko. Ekkert endilega þessi leikur, við vorum að tala um titlalaust samfélag. Þá myndum við segja af okkur en við þurfum samt að íhuga það mjög vel því við getum ekki skilið eftir höfuðlaust samfélag, það er ábyrgðarhlutur,“ segir Sóli.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Félagasamtök Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira