Ewa Pajor kom Wolfsburg í forystu strax á 12. mínútu og hún var aftur á ferðinni tuttugu mínútum síðar þegar hún skoraði annað mark liðsins.
Jill Roord breytti stöðunni í 3-0 stuttu fyrir hálfleik og þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Það var svo miðvörðurinn Dominique Janssen sem gulltryggði sigur Wolfsburg þegar hún skoraði fjórða mark liðsins á 69. mínútu.
Niðurstaðan varð því 4-0 sigur Wolfsburg og Sveindís og stöllur hennar fögnuðu bikarmeistaratitlinum.