Klopp hefur áhyggjur af grasinu: „Vona að enginn skrifi um að Klopp sé að væla yfir vellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2022 09:01 Jürgen Klopp fylgist með æfingu sinna manna á nýja grasinu. Matthias Hangst/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist hafa áhyggjur af ástandinu á grasinu á Stade de France þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld þegar Liverpool mætir Real Madrid. Hann gerir sér þó grein fyrir því að það hafi áhrif á bæði lið og vonar að fólk haldi ekki að hann sé að væla yfir vellinum. Eins og var greint frá hér á Vísi í gærkvöldi var nýtt gras lagt á völlinn í vikunni. Það hefur því ekki fengið mikinn tíma til að jafna sig og Klopp segir að það gæti verið slæmt fyrir leikinn. „Yfirleitt þegar ég segi að völlurinn líti út eins og ný þá eru það góðar fréttir,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „En völlurinn er nýr síðan í gær og það eru ekki bestu fréttirnar. En það hefur jafn mikil áhrif á bæði liðin.“ Hann segir að þó að grasið sé splunkunýtt hafi það ekki áhrif á æfingaáætlun liðsins. „Við æfum eins og venjulega. Þetta er okkar stóra stund á tímabilinu. Ég sá dómarana taka sína æfingu og boltinn skoppar eðlilega. Maður getur samt séð línurnar í vellinum og það er ekki eðlilegt.“ „Einhverjum þótti það góð hugmynd að koma með völlinn deginum fyrir leikinn - það er áhugavert. En þetta hafði ekki áhrif á tilfinningu mína fyrir leiknum. Við hefðum spilað þennan leik á petanque-velli. Ef bæði lið eru sátt þá er ég sáttur.“ Þrátt fyrir að stærsti leikur ársins sé framundan hjá Klopp og hans mönnum þá var stutt í grínið hjá Þjóðverjanum og hann sagðist vona að enginn myndi skrifa grein um að hann væri að væla yfir vellinum. „Ég vona að enginn skrifi grein um að Klopp sé að væla yfir vellinum. Ég er ekki að því. Þetta gæti bara verið aðeins öðruvísi,“ sagði Klopp að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Eins og var greint frá hér á Vísi í gærkvöldi var nýtt gras lagt á völlinn í vikunni. Það hefur því ekki fengið mikinn tíma til að jafna sig og Klopp segir að það gæti verið slæmt fyrir leikinn. „Yfirleitt þegar ég segi að völlurinn líti út eins og ný þá eru það góðar fréttir,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „En völlurinn er nýr síðan í gær og það eru ekki bestu fréttirnar. En það hefur jafn mikil áhrif á bæði liðin.“ Hann segir að þó að grasið sé splunkunýtt hafi það ekki áhrif á æfingaáætlun liðsins. „Við æfum eins og venjulega. Þetta er okkar stóra stund á tímabilinu. Ég sá dómarana taka sína æfingu og boltinn skoppar eðlilega. Maður getur samt séð línurnar í vellinum og það er ekki eðlilegt.“ „Einhverjum þótti það góð hugmynd að koma með völlinn deginum fyrir leikinn - það er áhugavert. En þetta hafði ekki áhrif á tilfinningu mína fyrir leiknum. Við hefðum spilað þennan leik á petanque-velli. Ef bæði lið eru sátt þá er ég sáttur.“ Þrátt fyrir að stærsti leikur ársins sé framundan hjá Klopp og hans mönnum þá var stutt í grínið hjá Þjóðverjanum og hann sagðist vona að enginn myndi skrifa grein um að hann væri að væla yfir vellinum. „Ég vona að enginn skrifi grein um að Klopp sé að væla yfir vellinum. Ég er ekki að því. Þetta gæti bara verið aðeins öðruvísi,“ sagði Klopp að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira