Klopp hefur áhyggjur af grasinu: „Vona að enginn skrifi um að Klopp sé að væla yfir vellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2022 09:01 Jürgen Klopp fylgist með æfingu sinna manna á nýja grasinu. Matthias Hangst/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist hafa áhyggjur af ástandinu á grasinu á Stade de France þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld þegar Liverpool mætir Real Madrid. Hann gerir sér þó grein fyrir því að það hafi áhrif á bæði lið og vonar að fólk haldi ekki að hann sé að væla yfir vellinum. Eins og var greint frá hér á Vísi í gærkvöldi var nýtt gras lagt á völlinn í vikunni. Það hefur því ekki fengið mikinn tíma til að jafna sig og Klopp segir að það gæti verið slæmt fyrir leikinn. „Yfirleitt þegar ég segi að völlurinn líti út eins og ný þá eru það góðar fréttir,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „En völlurinn er nýr síðan í gær og það eru ekki bestu fréttirnar. En það hefur jafn mikil áhrif á bæði liðin.“ Hann segir að þó að grasið sé splunkunýtt hafi það ekki áhrif á æfingaáætlun liðsins. „Við æfum eins og venjulega. Þetta er okkar stóra stund á tímabilinu. Ég sá dómarana taka sína æfingu og boltinn skoppar eðlilega. Maður getur samt séð línurnar í vellinum og það er ekki eðlilegt.“ „Einhverjum þótti það góð hugmynd að koma með völlinn deginum fyrir leikinn - það er áhugavert. En þetta hafði ekki áhrif á tilfinningu mína fyrir leiknum. Við hefðum spilað þennan leik á petanque-velli. Ef bæði lið eru sátt þá er ég sáttur.“ Þrátt fyrir að stærsti leikur ársins sé framundan hjá Klopp og hans mönnum þá var stutt í grínið hjá Þjóðverjanum og hann sagðist vona að enginn myndi skrifa grein um að hann væri að væla yfir vellinum. „Ég vona að enginn skrifi grein um að Klopp sé að væla yfir vellinum. Ég er ekki að því. Þetta gæti bara verið aðeins öðruvísi,“ sagði Klopp að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Eins og var greint frá hér á Vísi í gærkvöldi var nýtt gras lagt á völlinn í vikunni. Það hefur því ekki fengið mikinn tíma til að jafna sig og Klopp segir að það gæti verið slæmt fyrir leikinn. „Yfirleitt þegar ég segi að völlurinn líti út eins og ný þá eru það góðar fréttir,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „En völlurinn er nýr síðan í gær og það eru ekki bestu fréttirnar. En það hefur jafn mikil áhrif á bæði liðin.“ Hann segir að þó að grasið sé splunkunýtt hafi það ekki áhrif á æfingaáætlun liðsins. „Við æfum eins og venjulega. Þetta er okkar stóra stund á tímabilinu. Ég sá dómarana taka sína æfingu og boltinn skoppar eðlilega. Maður getur samt séð línurnar í vellinum og það er ekki eðlilegt.“ „Einhverjum þótti það góð hugmynd að koma með völlinn deginum fyrir leikinn - það er áhugavert. En þetta hafði ekki áhrif á tilfinningu mína fyrir leiknum. Við hefðum spilað þennan leik á petanque-velli. Ef bæði lið eru sátt þá er ég sáttur.“ Þrátt fyrir að stærsti leikur ársins sé framundan hjá Klopp og hans mönnum þá var stutt í grínið hjá Þjóðverjanum og hann sagðist vona að enginn myndi skrifa grein um að hann væri að væla yfir vellinum. „Ég vona að enginn skrifi grein um að Klopp sé að væla yfir vellinum. Ég er ekki að því. Þetta gæti bara verið aðeins öðruvísi,“ sagði Klopp að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira