Metin sem gætu fallið á morgun Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2022 13:31 Karim Benzema, Carlo Ancelotti og Alisson gætu allir skráð sig á spjöld sögunnar annað kvöld. Getty Það ræðst annað kvöld hvort Liverpool eða Real Madrid landar Evrópumeistaratitlinum í fótbolta karla. Met gætu fallið á Stade de France leikvanginum í París þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Liverpool mætir til leiks eftir að hafa unnið enska bikarinn og deildabikarinn en með miklum naumindum misst af enska meistaratitlinum. Real fagnaði spænska meistaratitlinum fyrir mánuði síðan. Real Madrid getur bætt eigið met yfir flesta Evrópumeistaratitla en félagið hefur unnið 13 slíka, þar af fjórum sinnum á síðastliðnum átta árum. Liverpool hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2019. Tölfræðiveitan Squawka er svo í startholunum með það að benda á forvitnilegar staðreyndir og met sem gætu fallið á morgun og nefnir nokkur dæmi: It's Liverpool against Real Madrid in the #UCLfinal Here are some tweets you see on Saturday. @Betfred | #UCL pic.twitter.com/9hLzYhoUht— Squawka (@Squawka) May 26, 2022 Ef Real Madrid vinnur verður Carlo Ancelotti fyrsti knattspyrnustjóri sögunnar til að vinna fjóra Evrópumeistaratitla. Hann hefur unnið keppnina tvisvar með AC Milan og svo með Real Madrid árið 2014. Ef Liverpool vinnur verður liðið það fyrsta til að vinna Real Madrid í úrslitaleik frá því að nafni keppninnar var breytt í Meistaradeild Evrópu árið 1992. Ef Karim Benzema skorar slær hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í einni og sömu útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Benzema hefur þegar skorað tíu mörk og jafnað met Ronaldos en Benzema skoraði þrjú mörk í einvíginu við Manchester City, fjögur í einvíginu við Chelsea og þrjú gegn PSG. Ef Alisson heldur marki sínu hreinu verður hann fyrstur til að ná að gera það í fleiri en einum úrslitaleik frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992. Ef Gareth Bale skorar mark jafnar hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Bale hefur skorað þrjú mörk í úrslitaleikjum, þar af tvö gegn Liverpool í 3-1 sigrinum 2018. Ef Sadio Mané skorar verður hann kominn með 16 mörk í útsláttarkeppnum í Meistaradeild Evrópu, fleiri en nokkur leikmaður ensks félags hefur skorað. Hann deilir núna metinu með Frank Lampard. Ef Luka Modric skorar munu tveir 36 ára leikmenn hafa afrekað það að skora í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Paolo Maldini hefur gert það og það var einmitt gegn Liverpool. Ef enskur leikmaður skorar verður það í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá því að Wayne Rooney skoraði gegn Barcelona árið 2011. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Liverpool mætir til leiks eftir að hafa unnið enska bikarinn og deildabikarinn en með miklum naumindum misst af enska meistaratitlinum. Real fagnaði spænska meistaratitlinum fyrir mánuði síðan. Real Madrid getur bætt eigið met yfir flesta Evrópumeistaratitla en félagið hefur unnið 13 slíka, þar af fjórum sinnum á síðastliðnum átta árum. Liverpool hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2019. Tölfræðiveitan Squawka er svo í startholunum með það að benda á forvitnilegar staðreyndir og met sem gætu fallið á morgun og nefnir nokkur dæmi: It's Liverpool against Real Madrid in the #UCLfinal Here are some tweets you see on Saturday. @Betfred | #UCL pic.twitter.com/9hLzYhoUht— Squawka (@Squawka) May 26, 2022 Ef Real Madrid vinnur verður Carlo Ancelotti fyrsti knattspyrnustjóri sögunnar til að vinna fjóra Evrópumeistaratitla. Hann hefur unnið keppnina tvisvar með AC Milan og svo með Real Madrid árið 2014. Ef Liverpool vinnur verður liðið það fyrsta til að vinna Real Madrid í úrslitaleik frá því að nafni keppninnar var breytt í Meistaradeild Evrópu árið 1992. Ef Karim Benzema skorar slær hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í einni og sömu útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Benzema hefur þegar skorað tíu mörk og jafnað met Ronaldos en Benzema skoraði þrjú mörk í einvíginu við Manchester City, fjögur í einvíginu við Chelsea og þrjú gegn PSG. Ef Alisson heldur marki sínu hreinu verður hann fyrstur til að ná að gera það í fleiri en einum úrslitaleik frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992. Ef Gareth Bale skorar mark jafnar hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Bale hefur skorað þrjú mörk í úrslitaleikjum, þar af tvö gegn Liverpool í 3-1 sigrinum 2018. Ef Sadio Mané skorar verður hann kominn með 16 mörk í útsláttarkeppnum í Meistaradeild Evrópu, fleiri en nokkur leikmaður ensks félags hefur skorað. Hann deilir núna metinu með Frank Lampard. Ef Luka Modric skorar munu tveir 36 ára leikmenn hafa afrekað það að skora í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Paolo Maldini hefur gert það og það var einmitt gegn Liverpool. Ef enskur leikmaður skorar verður það í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá því að Wayne Rooney skoraði gegn Barcelona árið 2011.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira