„Litum aldrei á hann sem miðjumann“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. maí 2022 07:01 Fabinho er einn af mikilvægustu leikmönnum Liverpool. vísir/Getty Uppgangur brasilíska miðjumannsins Fabinho er stórmerkilegur en hann er í dag lykilmaður í öflugu liði Liverpool sem mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina. Fabinho var eitt sinn á mála hjá Real Madrid og hefur tími hans hjá spænska stórveldinu verið rifjaður upp í tengslum við stórleik helgarinnar. Átján ára gamall var Fabinho lánaður til Real Madrid frá portúgalska smáliðinu Rio Ave. Ansi merkileg félagaskipti þá sérstaklega í ljósi þess að Fabinho var nýbúinn að skrifa undir sex ára samning við portúgalska félagið. Fabinho hafði verið fenginn til Rio Ave frá heimalandi sínu þar sem hann hafði þó aldrei spilað aðalliðsleik. Leikmannahópur Rio Ave þetta tímabilið var ansi áhugaverður þar sem liðið hafði innanborðs markverðina Jan Oblak og Ederson sem í dag eru tveir af bestu markmönnum heims. Hvað um það. 18 ára gamall Fabinho var sendur til spænska stórliðsins Real Madrid á láni tímabilið 2012/2013 þar sem hann lék þó aðallega með varaliði félagsins, Real Madrid Castilla. Fabinho (lengst til vinstri) var á mála hjá Real Madrid í eitt ár.vísir/Getty „Hann var mjög feiminn en ég var fljótur að sjá að hann hefði hæfileika,“ segir Alberto Toril, sem þjálfaði Castilla þetta tímabil. „Þegar hann kom til okkar var hann í undarlegri leikstöðu miðað við hvaða týpa af fótboltamanni hann er. Hann spilaði sem hægri bakvörður með alla sína 190 sentimetra,“ segir Toril. Fabinho þykir í dag einn allra besti varnarsinnaði miðjumaður heims en í þeirri stöðu í varaliði Real Madrid þetta tímabil var landi hans sem hefur sannarlega fest sig í sessi hjá Real Madrid, sjálfur Casemiro. Eins og Toril bendir á var enginn að spá í því að Fabinho gæti spilað sem miðjumaður. „Hann spilaði stundum sem miðvörður en aldrei sem miðjumaður. Það leit enginn á hann sem miðjumann á þessum tíma þó við værum ekki alveg vissir hver hans framtíðar leikstaða væri,“ segir Toril. Sem bakvörður fékk Fabinho þó eitt tækifæri með aðalliði Real Madrid þar sem þáverandi stjóri liðsins, Jose Mourinho, gaf honum einn leik í La Liga í 6-2 sigri á Malaga. Eins og fyrr segir hafði Fabinho gert langtímasamning við Rio Ave í Portúgal en hann spilaði þó aldrei leik fyrir það félag. Eftir tíma sinn hjá Real Madrid gekk hann í raðir Monaco, fyrst sem lánsmaður og síðar var hann keyptur. Þar átti hann hægt og rólega eftir að þróast yfir í þann öfluga miðjumann sem Liverpool lagði mikið á sig til að klófesta sumarið 2018. Óvíst er með þátttöku Fabinho í leiknum á morgun en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Þó eru taldar meiri líkur en minni á að hann spili. Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar Sjá meira
Fabinho var eitt sinn á mála hjá Real Madrid og hefur tími hans hjá spænska stórveldinu verið rifjaður upp í tengslum við stórleik helgarinnar. Átján ára gamall var Fabinho lánaður til Real Madrid frá portúgalska smáliðinu Rio Ave. Ansi merkileg félagaskipti þá sérstaklega í ljósi þess að Fabinho var nýbúinn að skrifa undir sex ára samning við portúgalska félagið. Fabinho hafði verið fenginn til Rio Ave frá heimalandi sínu þar sem hann hafði þó aldrei spilað aðalliðsleik. Leikmannahópur Rio Ave þetta tímabilið var ansi áhugaverður þar sem liðið hafði innanborðs markverðina Jan Oblak og Ederson sem í dag eru tveir af bestu markmönnum heims. Hvað um það. 18 ára gamall Fabinho var sendur til spænska stórliðsins Real Madrid á láni tímabilið 2012/2013 þar sem hann lék þó aðallega með varaliði félagsins, Real Madrid Castilla. Fabinho (lengst til vinstri) var á mála hjá Real Madrid í eitt ár.vísir/Getty „Hann var mjög feiminn en ég var fljótur að sjá að hann hefði hæfileika,“ segir Alberto Toril, sem þjálfaði Castilla þetta tímabil. „Þegar hann kom til okkar var hann í undarlegri leikstöðu miðað við hvaða týpa af fótboltamanni hann er. Hann spilaði sem hægri bakvörður með alla sína 190 sentimetra,“ segir Toril. Fabinho þykir í dag einn allra besti varnarsinnaði miðjumaður heims en í þeirri stöðu í varaliði Real Madrid þetta tímabil var landi hans sem hefur sannarlega fest sig í sessi hjá Real Madrid, sjálfur Casemiro. Eins og Toril bendir á var enginn að spá í því að Fabinho gæti spilað sem miðjumaður. „Hann spilaði stundum sem miðvörður en aldrei sem miðjumaður. Það leit enginn á hann sem miðjumann á þessum tíma þó við værum ekki alveg vissir hver hans framtíðar leikstaða væri,“ segir Toril. Sem bakvörður fékk Fabinho þó eitt tækifæri með aðalliði Real Madrid þar sem þáverandi stjóri liðsins, Jose Mourinho, gaf honum einn leik í La Liga í 6-2 sigri á Malaga. Eins og fyrr segir hafði Fabinho gert langtímasamning við Rio Ave í Portúgal en hann spilaði þó aldrei leik fyrir það félag. Eftir tíma sinn hjá Real Madrid gekk hann í raðir Monaco, fyrst sem lánsmaður og síðar var hann keyptur. Þar átti hann hægt og rólega eftir að þróast yfir í þann öfluga miðjumann sem Liverpool lagði mikið á sig til að klófesta sumarið 2018. Óvíst er með þátttöku Fabinho í leiknum á morgun en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Þó eru taldar meiri líkur en minni á að hann spili.
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar Sjá meira