Forseti Barcelona líkir PSG við þrælabúðir Atli Arason skrifar 26. maí 2022 07:00 Messi, Neymar og Mbappe, leikmenn PSG, eru í þrælabúðum að mati Laporta. Getty Images Joan Laporta, forseti Barcelona, virðist ekki vera hrifinn af PSG en forsetinn telur að leikmenn liðsins séu þrælar. „Leikmenn sem hafa skrifað undir hjá liði eins og PSG eru búnir að skrifa undir þrældóm sinn. Fyrir peninga,“ sagði Laporta við L‘Esportiu de Catalunya, staðbundinn miðill í Katalóníu. Kylian Mbappe skrifaði undir nýjan risa samning við PSG um helgina og neitaði þar með skiptum yfir til Real Madrid í sumar. Sögusagnirnar fóru strax á kreik að Parísar liðið muni losa sig við leikmenn í kjölfarið en eitthvað þarf liðið að gera til vera réttu megin við núllið í fjárhagsreglugerð UEFA, FFP. Laporta ræddi þá m.a. möguleikann á endurkomu Neymar aftur til Barcelona. „Hver elskar ekki Neymar? Hann er framúrskarandi leikmaður. Allir þessir leikmenn sem mögulega myndu koma aftur til Barcelona verða samt að koma frítt. Við erum ekki í aðstöðu til þess að borga háar fjárhæðir í félagaskipti,“ sagði Laporta en Barcelona hefur verið í fjárhagskrísu síðustu ár eftir að hafa eytt of háum fjárhæðum í launagreiðslur og félagaskipti undanfarin áratug. Laporta gagnrýndi einnig PSG fyrr að gera Mbappe að launahæsta leikmanni heims með nýja samningi hans við liðið. Laporta líkir aðferðum PSG við mannrán. „Þetta eyðileggur markaðinn. Leikmönnum verður rænt fyrir peninga. Þetta eru afleiðingar þess þegar heilt ríki er á bak við knattspyrnufélag. Þessi þróun er ekki sjálfbær fyrir fótboltann,“ sagði Joan Laporta, forseti Barcelona. Barça president Laporta tells @lesportiucat on Neymar: "Who doesn't love Neymar? He's exceptional player... but all these players to return to Barça one day should come for free". 🇧🇷 #FCB"Players who have signed for clubs like PSG, have almost signed their slavery. For money". pic.twitter.com/z3URK6AIfU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2022 Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Leikmenn sem hafa skrifað undir hjá liði eins og PSG eru búnir að skrifa undir þrældóm sinn. Fyrir peninga,“ sagði Laporta við L‘Esportiu de Catalunya, staðbundinn miðill í Katalóníu. Kylian Mbappe skrifaði undir nýjan risa samning við PSG um helgina og neitaði þar með skiptum yfir til Real Madrid í sumar. Sögusagnirnar fóru strax á kreik að Parísar liðið muni losa sig við leikmenn í kjölfarið en eitthvað þarf liðið að gera til vera réttu megin við núllið í fjárhagsreglugerð UEFA, FFP. Laporta ræddi þá m.a. möguleikann á endurkomu Neymar aftur til Barcelona. „Hver elskar ekki Neymar? Hann er framúrskarandi leikmaður. Allir þessir leikmenn sem mögulega myndu koma aftur til Barcelona verða samt að koma frítt. Við erum ekki í aðstöðu til þess að borga háar fjárhæðir í félagaskipti,“ sagði Laporta en Barcelona hefur verið í fjárhagskrísu síðustu ár eftir að hafa eytt of háum fjárhæðum í launagreiðslur og félagaskipti undanfarin áratug. Laporta gagnrýndi einnig PSG fyrr að gera Mbappe að launahæsta leikmanni heims með nýja samningi hans við liðið. Laporta líkir aðferðum PSG við mannrán. „Þetta eyðileggur markaðinn. Leikmönnum verður rænt fyrir peninga. Þetta eru afleiðingar þess þegar heilt ríki er á bak við knattspyrnufélag. Þessi þróun er ekki sjálfbær fyrir fótboltann,“ sagði Joan Laporta, forseti Barcelona. Barça president Laporta tells @lesportiucat on Neymar: "Who doesn't love Neymar? He's exceptional player... but all these players to return to Barça one day should come for free". 🇧🇷 #FCB"Players who have signed for clubs like PSG, have almost signed their slavery. For money". pic.twitter.com/z3URK6AIfU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2022
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira