50 þúsund ferðamenn mæta í Grundarfjörð í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2022 21:03 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, sem mun hafa meira en nóg að gera með sínu fólki að taka á móti ferðamönnum í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Grundfirðingar eiga von á miklu lífi og fjör í bænum í sumar því þangað eru væntanlegir fimmtíu þúsund ferðamenn með skemmtiferðaskipum. Bæjarstjórinn lofar að vel verið tekið á móti gestunum og þeir hafi nóg að skoða og borða á Snæfellsnesinu. Umsvif hafnarinnar í Grundarfirði er alltaf að aukast en í sumar verða það ferðamennirnir, sem munu mæta á staðinn í tugþúsunda tali. „Já, við eigum von á um fimmtíu þúsund gestum í sumar. Við vorum með tuttugu og þrjú þúsund gesti síðasta heila sumarið fyrir covid, sem var 2019 og við erum að reikna með 54 skipum næsta sumar með 65 þúsund gesti, þannig að það verður nóg að gera,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. En hvað ætlar Björg og hennar fólk í Grundarfirði að gera fyrir alla þessa ferðamenn? „Já, það vill svo til að Snæfellsnes er allt undir og það er nóg að skoða. Það er náttúrulega fyrst og fremst náttúran og góður matur, þannig að við finnum fullt að gera fyrir þetta fólk.“ Björg segir að Grundarfjörður sé að færast upp um deild hvað varðar móttöku skemmtiferðaskipa og gesta þeirra í höfninni, ásamt fiskiskipum vegna mikilla framkvæmda við höfnina á síðustu árum. Það verður meira en nóg að gera í Grundarfirði í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma með skemmtiferðaskipum á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við tökum því dálítið alvarlega hvernig að við ætlum að þjónusta ferðamennina, því við ætlum ekki að missa frá okkur gesti út af því að þjónustan sé ekki nógu góð, þetta er alveg áskorun,“ segir Björg. Það er þó eitt vandamál í Grundarfirði talandi um alla ferðamennina, sem eru á leiðinni þangað. „Já, mig vantar fólk í störf, fléttið endilega upp á heimasíðunni okkar og komið til okkar,“ segir Björg. Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Umsvif hafnarinnar í Grundarfirði er alltaf að aukast en í sumar verða það ferðamennirnir, sem munu mæta á staðinn í tugþúsunda tali. „Já, við eigum von á um fimmtíu þúsund gestum í sumar. Við vorum með tuttugu og þrjú þúsund gesti síðasta heila sumarið fyrir covid, sem var 2019 og við erum að reikna með 54 skipum næsta sumar með 65 þúsund gesti, þannig að það verður nóg að gera,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. En hvað ætlar Björg og hennar fólk í Grundarfirði að gera fyrir alla þessa ferðamenn? „Já, það vill svo til að Snæfellsnes er allt undir og það er nóg að skoða. Það er náttúrulega fyrst og fremst náttúran og góður matur, þannig að við finnum fullt að gera fyrir þetta fólk.“ Björg segir að Grundarfjörður sé að færast upp um deild hvað varðar móttöku skemmtiferðaskipa og gesta þeirra í höfninni, ásamt fiskiskipum vegna mikilla framkvæmda við höfnina á síðustu árum. Það verður meira en nóg að gera í Grundarfirði í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma með skemmtiferðaskipum á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við tökum því dálítið alvarlega hvernig að við ætlum að þjónusta ferðamennina, því við ætlum ekki að missa frá okkur gesti út af því að þjónustan sé ekki nógu góð, þetta er alveg áskorun,“ segir Björg. Það er þó eitt vandamál í Grundarfirði talandi um alla ferðamennina, sem eru á leiðinni þangað. „Já, mig vantar fólk í störf, fléttið endilega upp á heimasíðunni okkar og komið til okkar,“ segir Björg.
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira