Fótbolti

Rosengård enn ó­sigrað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar eru ósigraðar.
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar eru ósigraðar. Twitter @fotbollskanal

Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård unnu 3-0 útisigur á Eskilstuna United í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Meistaralið Rosengård hefur farið frábærlega af stað og stefnir á að verja titil sinn. Liðið hefur vart stigið feilspor þegar tíu umferðir eru liðnar. Liðið hefur unnið sjö leiki, gert þrjú jafntefli og ekki enn tapað leik.

Það tók liðið þó sinn tíma að brjóta ísinn í kvöld. Stefanie Sanders kom liðinu ekki yfir fyrr en klukkutími var liðinn af leiknum. Stundarfjórðung síðar tvöfaldaði Emma Berglund forystu gestanna og stefndi í að það yrði lokamark leiksins.

Í blálokin var boltinn í netinu í þriðja sinn, að þessu sinni var það leikmaður Eskilstuna sem skilaði boltanum í eigið net. Lauk leiknum því á endanum með 3-0 sigri Rosengård.

Guðrún lék allan leikinn í hjarta varnarinnar.


Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×