Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2022 13:36 Margrét Lilja segir verulegt áhyggjuefni hversu dræm kosningaþátttakan sé. Máni, auk Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins, sem hvatti fólk til að mæta ekki á kjörstað hljóti að teljast sigurvegari kosninganna. Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. „Við verðum að rýna í þetta. Hvað veldur því að 40 prósent kjósenda í Reykjavík sýna sig ekki á kjörstað?“ segir Margrét sem telur þetta helstu tíðindi nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. „Og Framsókn vann!“ segir Margrét sem telur það ekki endilega ótengt. Sé litið til slagorða Framsóknarmanna í tveimur síðustu kosningum þar sem í raun er verið að skírskota til þessa afstöðuleysis. Þetta er bara kjaftæði og ég tek ekki þátt Ýmsir hafa velt þessu fyrir sér. Meðal annarra Hrafn Jónsson pistlahöfundur með meiru en hann skrifar á Twittersíðu sína: „Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafi áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.“ Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafir áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 15, 2022 Margrét segir þetta verulega sorglegt. Kjörsókn er lág í Reykjavík og víða til að mynda á Suðurnesjum þar sem hún náði ekki fimmtíu prósentum. Þar býr hátt hlutfall innflytjenda. „Þetta er bara hræðilegt,“ segir Margrét sem treystir sér ekki til að slá neinu föstu um hvað veldur þessari dræmu kjörsókn. Til þess þurfi hún að sjá gögn þar sem farið er í saumana á þessu og skoðað hvernig þetta er til að mynda milli mismunandi hópa. „Ég held að þetta sé blanda af mörgu. Stjórnmálin eru ekki að ná til innflytjenda, ekki til unga fólksins og svo erum við með hóp af fólki sem segir að þetta sé kjaftæði og það taki ekki þátt í þessu.“ Hæpið að kenna Eurovision um Margrét segir að vafasamt sé að skella skuldinni á Eurovision, þetta séu lýðræðislegar kosningar sem ekki taki langan tíma að afgreiða. Ef svo sé þá er eitthvað mikið að. En staðan sé sú að þessi 40 prósent eru hærri tala en það sem tveir stærstu flokkarnir í borginni eru að bera úr býtum. 1 af hverjum 58 íslendingum er í framboði. Það hefur enginn þeirra neitt að segja og þeir eru í viðtali um ástina. Ég skil 100% alla sem nenna ekki að fara á kjörstað. Þetta er orðin ævintýraleg þvæla.— Máni Pétursson (@Manipeturs) May 11, 2022 Margrét Lilja segist hafa rekið í það augu á samfélagsmiðlum að Máni Pétursson sjónvarps- og umboðsmaður hafi þar verið að hvetja fólk til að mæta ekki. „Ég var að velta því fyrir mér að slá því fram á Facebook að Máni væri hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna,“ segir Margrét á léttum nótum. En Máni hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að honum þyki ekki mikið til frambjóðenda og framboðanna koma. En Margrét Lilja ítrekar mikilvægi þess að fram fari rannsókn á þessari löku mætingu kjósenda. Hún segist hafa litið til talna um kosningaþátttöku 2018, hún hafi verið dræm þá og enn verri nú. Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Við verðum að rýna í þetta. Hvað veldur því að 40 prósent kjósenda í Reykjavík sýna sig ekki á kjörstað?“ segir Margrét sem telur þetta helstu tíðindi nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. „Og Framsókn vann!“ segir Margrét sem telur það ekki endilega ótengt. Sé litið til slagorða Framsóknarmanna í tveimur síðustu kosningum þar sem í raun er verið að skírskota til þessa afstöðuleysis. Þetta er bara kjaftæði og ég tek ekki þátt Ýmsir hafa velt þessu fyrir sér. Meðal annarra Hrafn Jónsson pistlahöfundur með meiru en hann skrifar á Twittersíðu sína: „Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafi áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.“ Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafir áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 15, 2022 Margrét segir þetta verulega sorglegt. Kjörsókn er lág í Reykjavík og víða til að mynda á Suðurnesjum þar sem hún náði ekki fimmtíu prósentum. Þar býr hátt hlutfall innflytjenda. „Þetta er bara hræðilegt,“ segir Margrét sem treystir sér ekki til að slá neinu föstu um hvað veldur þessari dræmu kjörsókn. Til þess þurfi hún að sjá gögn þar sem farið er í saumana á þessu og skoðað hvernig þetta er til að mynda milli mismunandi hópa. „Ég held að þetta sé blanda af mörgu. Stjórnmálin eru ekki að ná til innflytjenda, ekki til unga fólksins og svo erum við með hóp af fólki sem segir að þetta sé kjaftæði og það taki ekki þátt í þessu.“ Hæpið að kenna Eurovision um Margrét segir að vafasamt sé að skella skuldinni á Eurovision, þetta séu lýðræðislegar kosningar sem ekki taki langan tíma að afgreiða. Ef svo sé þá er eitthvað mikið að. En staðan sé sú að þessi 40 prósent eru hærri tala en það sem tveir stærstu flokkarnir í borginni eru að bera úr býtum. 1 af hverjum 58 íslendingum er í framboði. Það hefur enginn þeirra neitt að segja og þeir eru í viðtali um ástina. Ég skil 100% alla sem nenna ekki að fara á kjörstað. Þetta er orðin ævintýraleg þvæla.— Máni Pétursson (@Manipeturs) May 11, 2022 Margrét Lilja segist hafa rekið í það augu á samfélagsmiðlum að Máni Pétursson sjónvarps- og umboðsmaður hafi þar verið að hvetja fólk til að mæta ekki. „Ég var að velta því fyrir mér að slá því fram á Facebook að Máni væri hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna,“ segir Margrét á léttum nótum. En Máni hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að honum þyki ekki mikið til frambjóðenda og framboðanna koma. En Margrét Lilja ítrekar mikilvægi þess að fram fari rannsókn á þessari löku mætingu kjósenda. Hún segist hafa litið til talna um kosningaþátttöku 2018, hún hafi verið dræm þá og enn verri nú.
Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira