Lewandowski hefur sjálfur sagt frá því og forsvarsmenn félagsins hafa staðfest að þessi 33 ára gamli markahrókur hafi óskað eftir sölu í sumar. Bæjarar hafa þó minnt á að Lewandowski eigi eitt ár eftir af samningi sínum og það komi ekki til greina að hleypa honum auðveldlega í burtu.
Barcelona er talinn líklegasti áfangastaður Lewandowski.
Barça manager Xavi on Lewandowski deal: When it comes to signing, age doesn't concern me we signed Dani Alves when he was 38! . #FCB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 14, 2022
Players take care of themselves, they're more professional. Alves, Ibrahimovi , Modri , Cristiano or Messi are examples .@barcacentre
Xavi, stjóri Barcelona, virðist spenntur fyrir því að fá Lewandowski en hann skoraði 35 mörk í 34 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð.