Alexandra alsæl að koma heim: Þurfti að pressa smá á þá Valur Páll Eiríksson skrifar 13. maí 2022 22:15 Alexandra var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Breiðabliki í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Alexandra Jóhannsdóttir kynnti sig til leiks í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld með marki eftir aðeins fimm mínútna leik í 4-0 sigri Breiðabliks á KR í Frostaskjóli. Alexandra hafði aðeins mætt á tvær æfingar með liðinu fyrir leik kvöldsins. Alexandra gekk frá lánssamningi til Breiðabliks frá Frankfurt í Þýskalandi á lokadegi félagsskiptagluggans, á miðvikudaginn var, og mætti beint inn í byrjunarliðið. Það tók hana ekki langan tíma að þakka traustið, og þykir henni gott að mæta í heimahagana. „Þetta er bara eins og að koma heim. Mér líður ótrúlega vel með að mæta, ég þekki eiginlega allar stelpurnar í liðinu og búin að spila með þeim áður.“ „Ég náði tveimur æfingum fyrir leik, einni á þriðjudaginn og annarri í gær - en það er bara fínt að fá að byrja leikinn og komast strax inn í þetta.“ Aðspurð um leik kvöldsins sagði Alexandra: „Mér fannst við kannski hafa getað sett fleiri mörk og mátt hægja stundum aðeins á tempoinu, en þær loka samt vel og við miðjumennirnir þurftum að koma dálítið neðarlega að sækja boltann, þegar við vildum ef til vill vera ofar. En, fjögur mörk, maður getur ekki kvartað yfir því.“ KR komst nærri því að minnka muninn eftir hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og liðið hafði skapað sér góðar stöður, sem þó nýttust illa, eftir skyndisóknir. Alexandra segir Blika þurfa að bregðast við slíku. „Við töluðum einmitt um það í hálfleik, þetta er bara kollurinn á okkur sem veldur því. Bara einbeitingarleysi, sem er eitthvað sem við þurfum að laga. En við höldum ágætlega í boltann og þær skapa ekki mikið af færum,“ Erfitt að spila lítið Alexandra var lykilmaður í liði Breiðabliks sem vann Íslandsmeistaratitilinn 2020 og fór í kjölfarið til Frankfurt í Þýskalandi. Hún hefur ekki fengið mikið að spila á yfirstandandi leiktíð og óskaði eftir því að komast heim til Blika.“ Aðspurð um aðdragandann segir Alexandra: „Ég fékk þetta ekki staðfest fyrr en síðasta laugardag en þetta er búið að vera aðeins í umræðunni, svona þannig lagað, það er svolítið síðan að ég bað um að fá að fara en ég fékk ekki staðfest fyrr en í síðustu viku.“ En þurfti hún að setja mikla pressu til að ná skiptunum í gegn? „Já, ég þurfti að pressa smá á þá. En ég skil þá svo sem alveg að vilja ekki hleypa mér strax þegar það er stutt eftir af mótinu og við erum í bullandi séns á Meistaradeildarsæti,“ segir Alexandra sem segist hafa Evrópumeistaramót kvenna á Englandi í sumar hafa sitt að segja þegar að ákvörðuninni kom. „Ég er ekki búin að vera að spila mikið á tímabilinu, ég er búin að vera að koma mikið inn á og ekki byrjað marga leiki. Auðvitað er EM í huga líka að fá mínútur í lappirnar, í staðinn fyrir að vera að hlaupa núna, að fá að spila leiki og svoleiðis,“ „Auðvitað var erfitt að vera ekki að spila og maður myndi vilja hafa fengið að spila meira en svona er þetta bara.“ Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Alexandra gekk frá lánssamningi til Breiðabliks frá Frankfurt í Þýskalandi á lokadegi félagsskiptagluggans, á miðvikudaginn var, og mætti beint inn í byrjunarliðið. Það tók hana ekki langan tíma að þakka traustið, og þykir henni gott að mæta í heimahagana. „Þetta er bara eins og að koma heim. Mér líður ótrúlega vel með að mæta, ég þekki eiginlega allar stelpurnar í liðinu og búin að spila með þeim áður.“ „Ég náði tveimur æfingum fyrir leik, einni á þriðjudaginn og annarri í gær - en það er bara fínt að fá að byrja leikinn og komast strax inn í þetta.“ Aðspurð um leik kvöldsins sagði Alexandra: „Mér fannst við kannski hafa getað sett fleiri mörk og mátt hægja stundum aðeins á tempoinu, en þær loka samt vel og við miðjumennirnir þurftum að koma dálítið neðarlega að sækja boltann, þegar við vildum ef til vill vera ofar. En, fjögur mörk, maður getur ekki kvartað yfir því.“ KR komst nærri því að minnka muninn eftir hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og liðið hafði skapað sér góðar stöður, sem þó nýttust illa, eftir skyndisóknir. Alexandra segir Blika þurfa að bregðast við slíku. „Við töluðum einmitt um það í hálfleik, þetta er bara kollurinn á okkur sem veldur því. Bara einbeitingarleysi, sem er eitthvað sem við þurfum að laga. En við höldum ágætlega í boltann og þær skapa ekki mikið af færum,“ Erfitt að spila lítið Alexandra var lykilmaður í liði Breiðabliks sem vann Íslandsmeistaratitilinn 2020 og fór í kjölfarið til Frankfurt í Þýskalandi. Hún hefur ekki fengið mikið að spila á yfirstandandi leiktíð og óskaði eftir því að komast heim til Blika.“ Aðspurð um aðdragandann segir Alexandra: „Ég fékk þetta ekki staðfest fyrr en síðasta laugardag en þetta er búið að vera aðeins í umræðunni, svona þannig lagað, það er svolítið síðan að ég bað um að fá að fara en ég fékk ekki staðfest fyrr en í síðustu viku.“ En þurfti hún að setja mikla pressu til að ná skiptunum í gegn? „Já, ég þurfti að pressa smá á þá. En ég skil þá svo sem alveg að vilja ekki hleypa mér strax þegar það er stutt eftir af mótinu og við erum í bullandi séns á Meistaradeildarsæti,“ segir Alexandra sem segist hafa Evrópumeistaramót kvenna á Englandi í sumar hafa sitt að segja þegar að ákvörðuninni kom. „Ég er ekki búin að vera að spila mikið á tímabilinu, ég er búin að vera að koma mikið inn á og ekki byrjað marga leiki. Auðvitað er EM í huga líka að fá mínútur í lappirnar, í staðinn fyrir að vera að hlaupa núna, að fá að spila leiki og svoleiðis,“ „Auðvitað var erfitt að vera ekki að spila og maður myndi vilja hafa fengið að spila meira en svona er þetta bara.“
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira