Skipulagsmál efst í huga borgarbúa fyrir kosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2022 13:33 Marktækur munur er á afstöðu fólks til málaflokka eftir búsetu. Í Reykjavík eru skipulagsmálin efst á blaði en atvinnumálin vega þyngst í huga íbúa á landsbyggðinni, einkum íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Skipulagsmál vega þyngst í huga Reykvíkinga í kosningunum samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar. Í samanburði við önnur sveitarfélög eru þeir óánægðastir með þjónustu sveitarfélagsins. Á landsbyggðinni eru atvinnumálin aftur á móti efst í huga kjósenda. Það er ekki úr vegi að kanna hug kjósenda til mikilvægustu málaflokkanna nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Rannsóknin fór fram í mars og tóku 808 manns þátt á öllu landinu. Þeir voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með þjónustu sveitarfélagsins. Í ljós kom að ánægjan er mun minni í Reykjavík en að jafnaði í öðrum sveitarfélögum. Aðeins 42% borgarbúa sögðust frekar eða mjög ánægðir. Mesta ánægjan var að finna í Garðabæ og Akureyri. Háskóli Íslands Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að óánægja í stærri sveitarfélögum sé ekki óþekkt því þar sé meiri fjarlægð á milli íbúa annars vegar og stjórnsýslunnar og kjörinna fulltrúa hins vegar. „Það eru þarna ýmis málefni í stærstu sveitar sveitarfélögunum sem eru tekin upp af pólitískum meirihluta á hverjum tíma sem eru kannski ekki þau mál sem íbúar í sínu nærumhverfi eru mest hugsi yfir og vilja að séu til umræðu og ávarps.“ Rúnar nefnir mikilvæga málaflokka á borð við mannréttindamál, fjölmenningarmál og menningarmál í þessu samhengi. „Stóru sveitarfélögin taka oft upp mál sem eru ekki hluti af lögbundnum verkefnum sveitarfélaganna og eru ekki endilega mál sem varða hverfið og nærsamfélagið hjá íbúum og þá getur myndast ákveðið bil, hugmyndabil eða umræðu-eða orðræðubil á milli stjórnenda í stórum sveitarfélögum og íbúanna í hverfunum.“ Sundurliðuð svör sýna að gatna-og vegamálin og atvinnumál draga helst úr ánægju borgarbúa. „Þetta vekur til umhugsunar bæði viðhald vega, þrif og ekki bara vega heldur gangbrauta gangstétta og gönguleiða í borgarlandinu.“ Háskóli Íslands Málefni leik- og grunnskólanna eru efst á blaði hjá nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsmálin vega þyngst í huga borgarbúa á meðan atvinnumálin, heilt yfir, eru talin mikilvægust á landsbyggðinni. „Vestfirðirnir og Vesturland að stórum hluta leggja mikla áherslu á þetta og reyndar Norðurland líka. Reyndar hafa Suðurnes þá sérstöðu að atvinnumálin eru ekki bara efsti flokkurinn heldur langefsti flokkurinn í hugum íbúa.“ „Vestfirðirnir eru þarna alveg klarlega og Vesturland að stórum hluta og reyndar Norðurland líka,og Suðurnes, ég gleymi þeim nú ekki og reyndar hefur Suðurnes þá sérstöðu að þar eru ativnnumálin ekki bara efsti flokkurinn heldur langefsti flokkurinn af einstökum málaflokkum í hugum íbúa.“ Það er líka áhugavert að skoða mismunand áherslur íbúa á stórhöfuðborgarsvæðinu. „Almenningssamgöngurnar eru mikilvægar í Reykjavík, þær eru í öðru sæti þar yfir mikilvægustu málaflokkana á eftir skipulagsmálunum en almenningssamgöngur komast bara ekki á topp fimm listann hjá íbúum í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu nema í Mosfellsbæ þar sem almenningssamgöngurnar eru í 5.-6. sæti þannig að við sjáum þarna mikla sérstöðu í Reykjavík,“ sagði Rúnar Vilhjálmsson, prófessor. Tengd skjöl Vidhorf_Sveitarfel_Kosningar_Skyrsla_Fyrri_hlutiDOCX220KBSækja skjal Vidhorf_Sveitarfel_Kosningar_Skyrsla_Seinni_hlutiDOCX223KBSækja skjal Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. 12. maí 2022 12:07 Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Það er ekki úr vegi að kanna hug kjósenda til mikilvægustu málaflokkanna nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Rannsóknin fór fram í mars og tóku 808 manns þátt á öllu landinu. Þeir voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með þjónustu sveitarfélagsins. Í ljós kom að ánægjan er mun minni í Reykjavík en að jafnaði í öðrum sveitarfélögum. Aðeins 42% borgarbúa sögðust frekar eða mjög ánægðir. Mesta ánægjan var að finna í Garðabæ og Akureyri. Háskóli Íslands Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að óánægja í stærri sveitarfélögum sé ekki óþekkt því þar sé meiri fjarlægð á milli íbúa annars vegar og stjórnsýslunnar og kjörinna fulltrúa hins vegar. „Það eru þarna ýmis málefni í stærstu sveitar sveitarfélögunum sem eru tekin upp af pólitískum meirihluta á hverjum tíma sem eru kannski ekki þau mál sem íbúar í sínu nærumhverfi eru mest hugsi yfir og vilja að séu til umræðu og ávarps.“ Rúnar nefnir mikilvæga málaflokka á borð við mannréttindamál, fjölmenningarmál og menningarmál í þessu samhengi. „Stóru sveitarfélögin taka oft upp mál sem eru ekki hluti af lögbundnum verkefnum sveitarfélaganna og eru ekki endilega mál sem varða hverfið og nærsamfélagið hjá íbúum og þá getur myndast ákveðið bil, hugmyndabil eða umræðu-eða orðræðubil á milli stjórnenda í stórum sveitarfélögum og íbúanna í hverfunum.“ Sundurliðuð svör sýna að gatna-og vegamálin og atvinnumál draga helst úr ánægju borgarbúa. „Þetta vekur til umhugsunar bæði viðhald vega, þrif og ekki bara vega heldur gangbrauta gangstétta og gönguleiða í borgarlandinu.“ Háskóli Íslands Málefni leik- og grunnskólanna eru efst á blaði hjá nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsmálin vega þyngst í huga borgarbúa á meðan atvinnumálin, heilt yfir, eru talin mikilvægust á landsbyggðinni. „Vestfirðirnir og Vesturland að stórum hluta leggja mikla áherslu á þetta og reyndar Norðurland líka. Reyndar hafa Suðurnes þá sérstöðu að atvinnumálin eru ekki bara efsti flokkurinn heldur langefsti flokkurinn í hugum íbúa.“ „Vestfirðirnir eru þarna alveg klarlega og Vesturland að stórum hluta og reyndar Norðurland líka,og Suðurnes, ég gleymi þeim nú ekki og reyndar hefur Suðurnes þá sérstöðu að þar eru ativnnumálin ekki bara efsti flokkurinn heldur langefsti flokkurinn af einstökum málaflokkum í hugum íbúa.“ Það er líka áhugavert að skoða mismunand áherslur íbúa á stórhöfuðborgarsvæðinu. „Almenningssamgöngurnar eru mikilvægar í Reykjavík, þær eru í öðru sæti þar yfir mikilvægustu málaflokkana á eftir skipulagsmálunum en almenningssamgöngur komast bara ekki á topp fimm listann hjá íbúum í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu nema í Mosfellsbæ þar sem almenningssamgöngurnar eru í 5.-6. sæti þannig að við sjáum þarna mikla sérstöðu í Reykjavík,“ sagði Rúnar Vilhjálmsson, prófessor. Tengd skjöl Vidhorf_Sveitarfel_Kosningar_Skyrsla_Fyrri_hlutiDOCX220KBSækja skjal Vidhorf_Sveitarfel_Kosningar_Skyrsla_Seinni_hlutiDOCX223KBSækja skjal
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. 12. maí 2022 12:07 Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. 12. maí 2022 12:07
Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02