Íslenska þríeykið í Bayern á glænýjum Audi Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 14:01 Þrír Íslendingar eru í liði Bayern sem fékk boð í höfuðstöðvar Audi í gær. Instagram/@fcbfrauen Eftir að hafa þurft að bíta í það súra epli um helgina að Wolfsburg skyldi verða Þýskalandsmeistari fengu leikmenn Bayern München góðar fréttir í gær. Þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir leika allar með Bayern og eru samningsbundnar félaginu næstu árin. Samningur Glódísar frá síðasta sumri gildir til ársins 2024 og þær Karólína og Cecilía fengu nýja samninga á þessu ári sem gilda til 2025 og 2026. Innifalið í samningunum eru fríðindi, til að mynda vegna samstarfs bílaframleiðandans Audi og Bayern, eins og sýndi sig í gær þegar leikmenn og þjálfarar fengu glænýja bíla afhenta. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Audi hefur undanfarin ár útvegað leikmönnum karlaliðs Bayern München Audi-bifreiðar, bæði fótbolta- og körfuboltaliðinu, þó að ekki hafi þeir allir hlýtt þeirri reglu að aka þá aðeins um á Audi. Í fyrra hóf Audi svo að styðja við kvennalið Bayern og í gær fengu leikmennirnir að heimsækja höfuðstöðvar Audi í Ingolstadt til að ná sér í glænýjar bifreiðar. Íslendingarnir þrír voru þar á meðal. Í viðtali við heimasíðu Bayern á dögunum kvartaði Cecilía þó reyndar undan því hve erfitt væri að finna bílastæði í München og Glódís rifjaði upp skondna sögu af því þegar hún ók óvart yfir lestarteina en vonandi gengur þeim betur á nýju bílunum. „Þetta er fyrsti Audi-inn minn og ég fæ rauðan TT. Það er ekki hægt að byrja betur,“ sagði Lea Schüller eftir að hafa fengið sinn bíl en bílarnir sem voru afhentir voru af gerðunum Audi A1, A3 og TT. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Tímabilinu hjá Bayern lýkur um næstu helgi þegar liðið mætir Potsdam í München. Ljóst er að Bayern endar í 2. sæti en liðið er með 52 stig eftir 21 leik, fjórum stigum á eftir nýkrýndum meisturum Wolfsburg með Sveindísi Jane Jónsdóttur innanborðs. Bayern er níu stigum á undan næsta liði sem er einmitt Potsdam. Þýski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir leika allar með Bayern og eru samningsbundnar félaginu næstu árin. Samningur Glódísar frá síðasta sumri gildir til ársins 2024 og þær Karólína og Cecilía fengu nýja samninga á þessu ári sem gilda til 2025 og 2026. Innifalið í samningunum eru fríðindi, til að mynda vegna samstarfs bílaframleiðandans Audi og Bayern, eins og sýndi sig í gær þegar leikmenn og þjálfarar fengu glænýja bíla afhenta. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Audi hefur undanfarin ár útvegað leikmönnum karlaliðs Bayern München Audi-bifreiðar, bæði fótbolta- og körfuboltaliðinu, þó að ekki hafi þeir allir hlýtt þeirri reglu að aka þá aðeins um á Audi. Í fyrra hóf Audi svo að styðja við kvennalið Bayern og í gær fengu leikmennirnir að heimsækja höfuðstöðvar Audi í Ingolstadt til að ná sér í glænýjar bifreiðar. Íslendingarnir þrír voru þar á meðal. Í viðtali við heimasíðu Bayern á dögunum kvartaði Cecilía þó reyndar undan því hve erfitt væri að finna bílastæði í München og Glódís rifjaði upp skondna sögu af því þegar hún ók óvart yfir lestarteina en vonandi gengur þeim betur á nýju bílunum. „Þetta er fyrsti Audi-inn minn og ég fæ rauðan TT. Það er ekki hægt að byrja betur,“ sagði Lea Schüller eftir að hafa fengið sinn bíl en bílarnir sem voru afhentir voru af gerðunum Audi A1, A3 og TT. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Tímabilinu hjá Bayern lýkur um næstu helgi þegar liðið mætir Potsdam í München. Ljóst er að Bayern endar í 2. sæti en liðið er með 52 stig eftir 21 leik, fjórum stigum á eftir nýkrýndum meisturum Wolfsburg með Sveindísi Jane Jónsdóttur innanborðs. Bayern er níu stigum á undan næsta liði sem er einmitt Potsdam.
Þýski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira