Martröð nokkurra stuðningsmanna Real Madrid á draumakvöldinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 10:02 Þessi stuðningsmaður Real Madrid hefur klifrað upp í tré fyrir utan leikvanginn. Getty/Chris Brunskill Flestir stuðningsmenn Real Madrid hefðu gefið mikið til að vera í stúkunni á Santiago Bernabeu á miðvikudagskvöldið þegar liðið sneri við vonlítillri stöðu í blálokin og tókst að slá út Englandsmeistara Manchester City. Svo voru það aðrir sem áttu að vera þar en voru þar ekki þegar örlög liðsins breyttust með tveimur mörkum Rodrygo með mínútu millibili. Real var gefið eitt prósent sigurlíkur á 89. mínútu leiksins en þeim tókst að kalla fram enn eitt kraftaverkið í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Real Madrid fans left stadium early and forced to watch Man City comeback on phonehttps://t.co/W2HXeKRF8M pic.twitter.com/MNNhmtrCVu— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 Það voru þó ekki aðeins tölfræðingarnir sem voru nánast búnir að afskrifa lið Real Madrid á þessum lokamínútum. Fjölmargir stuðningsmenn Real Madrid liðsins höfðu nefnilega gefist upp og yfirgefið Bernabeu á lokamínútum leiksins. Þetta stuðningsfólk heyrði örugglega flest fagnaðarlætin þegar Real komst aftur inn í leikinn en þau máttu ekki koma aftur inn á leikvanginn. Fólkið sást snúa við á göngu sinni í átt að lestarstöðinni við leikvanginn og þjóta aftur í átt að vellinum. Stuðningsmennirnir urðu að sætta sig við það að geta bara fylgst með leiknum í símanum sínum fyrir utan. Gleðin var auðvitað mikil að Real skyldi komast í úrslitaleikinn en um leið var það martröð fyrir þessa stuðningsmenn að komast ekki aftur inn á völlinn vitandi það að þau voru þar nokkrum mínútum fyrr. The Real Madrid fans who left the stadium before the 80th minute were not allowed back in the Santiago Bernabeu to watch extra time. pic.twitter.com/zAWKI9mzqi— FootballWTF (@FootballWTF247) May 5, 2022 „Ég fór úr sæti mínum tveimur mínútum fyrir nítugustu mínútu af því að ég hélt að möguleikinn væri farinn,“ sagði einn stuðningsmaður Real Madrid. Spænskur blaðamaður hitti hann á tröppunum fyrir utan leikvanginn. „Þegar ég var að yfirgefa leikvanginn þá heyrði ég að Real skoraði. Ég reyndi að komast aftur inn á völlinn en ég mátti það ekki af öryggisástæðum. Ég hef verið ársmiðahafi í 24 ár,“ sagði stuðningsmaðurinn sem var mjög ósáttur að fá ekki að snúa aftur inn á leikvanginn. „Mér var sagt að á öllum dyrum standi það skýrt og greinilega að ef þú ferð út þá kemstu ekki aftur inn. Ég sá það samt ekki á dyrunum. Á sama tíma er ég að missa af besta leiknum á tímabilinu. Ég mun kvarta yfir þessu við félagið,“ sagði þessi svekkti stuðningsmaður Real Madrid. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Svo voru það aðrir sem áttu að vera þar en voru þar ekki þegar örlög liðsins breyttust með tveimur mörkum Rodrygo með mínútu millibili. Real var gefið eitt prósent sigurlíkur á 89. mínútu leiksins en þeim tókst að kalla fram enn eitt kraftaverkið í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Real Madrid fans left stadium early and forced to watch Man City comeback on phonehttps://t.co/W2HXeKRF8M pic.twitter.com/MNNhmtrCVu— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 Það voru þó ekki aðeins tölfræðingarnir sem voru nánast búnir að afskrifa lið Real Madrid á þessum lokamínútum. Fjölmargir stuðningsmenn Real Madrid liðsins höfðu nefnilega gefist upp og yfirgefið Bernabeu á lokamínútum leiksins. Þetta stuðningsfólk heyrði örugglega flest fagnaðarlætin þegar Real komst aftur inn í leikinn en þau máttu ekki koma aftur inn á leikvanginn. Fólkið sást snúa við á göngu sinni í átt að lestarstöðinni við leikvanginn og þjóta aftur í átt að vellinum. Stuðningsmennirnir urðu að sætta sig við það að geta bara fylgst með leiknum í símanum sínum fyrir utan. Gleðin var auðvitað mikil að Real skyldi komast í úrslitaleikinn en um leið var það martröð fyrir þessa stuðningsmenn að komast ekki aftur inn á völlinn vitandi það að þau voru þar nokkrum mínútum fyrr. The Real Madrid fans who left the stadium before the 80th minute were not allowed back in the Santiago Bernabeu to watch extra time. pic.twitter.com/zAWKI9mzqi— FootballWTF (@FootballWTF247) May 5, 2022 „Ég fór úr sæti mínum tveimur mínútum fyrir nítugustu mínútu af því að ég hélt að möguleikinn væri farinn,“ sagði einn stuðningsmaður Real Madrid. Spænskur blaðamaður hitti hann á tröppunum fyrir utan leikvanginn. „Þegar ég var að yfirgefa leikvanginn þá heyrði ég að Real skoraði. Ég reyndi að komast aftur inn á völlinn en ég mátti það ekki af öryggisástæðum. Ég hef verið ársmiðahafi í 24 ár,“ sagði stuðningsmaðurinn sem var mjög ósáttur að fá ekki að snúa aftur inn á leikvanginn. „Mér var sagt að á öllum dyrum standi það skýrt og greinilega að ef þú ferð út þá kemstu ekki aftur inn. Ég sá það samt ekki á dyrunum. Á sama tíma er ég að missa af besta leiknum á tímabilinu. Ég mun kvarta yfir þessu við félagið,“ sagði þessi svekkti stuðningsmaður Real Madrid.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira