Martröð nokkurra stuðningsmanna Real Madrid á draumakvöldinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 10:02 Þessi stuðningsmaður Real Madrid hefur klifrað upp í tré fyrir utan leikvanginn. Getty/Chris Brunskill Flestir stuðningsmenn Real Madrid hefðu gefið mikið til að vera í stúkunni á Santiago Bernabeu á miðvikudagskvöldið þegar liðið sneri við vonlítillri stöðu í blálokin og tókst að slá út Englandsmeistara Manchester City. Svo voru það aðrir sem áttu að vera þar en voru þar ekki þegar örlög liðsins breyttust með tveimur mörkum Rodrygo með mínútu millibili. Real var gefið eitt prósent sigurlíkur á 89. mínútu leiksins en þeim tókst að kalla fram enn eitt kraftaverkið í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Real Madrid fans left stadium early and forced to watch Man City comeback on phonehttps://t.co/W2HXeKRF8M pic.twitter.com/MNNhmtrCVu— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 Það voru þó ekki aðeins tölfræðingarnir sem voru nánast búnir að afskrifa lið Real Madrid á þessum lokamínútum. Fjölmargir stuðningsmenn Real Madrid liðsins höfðu nefnilega gefist upp og yfirgefið Bernabeu á lokamínútum leiksins. Þetta stuðningsfólk heyrði örugglega flest fagnaðarlætin þegar Real komst aftur inn í leikinn en þau máttu ekki koma aftur inn á leikvanginn. Fólkið sást snúa við á göngu sinni í átt að lestarstöðinni við leikvanginn og þjóta aftur í átt að vellinum. Stuðningsmennirnir urðu að sætta sig við það að geta bara fylgst með leiknum í símanum sínum fyrir utan. Gleðin var auðvitað mikil að Real skyldi komast í úrslitaleikinn en um leið var það martröð fyrir þessa stuðningsmenn að komast ekki aftur inn á völlinn vitandi það að þau voru þar nokkrum mínútum fyrr. The Real Madrid fans who left the stadium before the 80th minute were not allowed back in the Santiago Bernabeu to watch extra time. pic.twitter.com/zAWKI9mzqi— FootballWTF (@FootballWTF247) May 5, 2022 „Ég fór úr sæti mínum tveimur mínútum fyrir nítugustu mínútu af því að ég hélt að möguleikinn væri farinn,“ sagði einn stuðningsmaður Real Madrid. Spænskur blaðamaður hitti hann á tröppunum fyrir utan leikvanginn. „Þegar ég var að yfirgefa leikvanginn þá heyrði ég að Real skoraði. Ég reyndi að komast aftur inn á völlinn en ég mátti það ekki af öryggisástæðum. Ég hef verið ársmiðahafi í 24 ár,“ sagði stuðningsmaðurinn sem var mjög ósáttur að fá ekki að snúa aftur inn á leikvanginn. „Mér var sagt að á öllum dyrum standi það skýrt og greinilega að ef þú ferð út þá kemstu ekki aftur inn. Ég sá það samt ekki á dyrunum. Á sama tíma er ég að missa af besta leiknum á tímabilinu. Ég mun kvarta yfir þessu við félagið,“ sagði þessi svekkti stuðningsmaður Real Madrid. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Svo voru það aðrir sem áttu að vera þar en voru þar ekki þegar örlög liðsins breyttust með tveimur mörkum Rodrygo með mínútu millibili. Real var gefið eitt prósent sigurlíkur á 89. mínútu leiksins en þeim tókst að kalla fram enn eitt kraftaverkið í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Real Madrid fans left stadium early and forced to watch Man City comeback on phonehttps://t.co/W2HXeKRF8M pic.twitter.com/MNNhmtrCVu— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 Það voru þó ekki aðeins tölfræðingarnir sem voru nánast búnir að afskrifa lið Real Madrid á þessum lokamínútum. Fjölmargir stuðningsmenn Real Madrid liðsins höfðu nefnilega gefist upp og yfirgefið Bernabeu á lokamínútum leiksins. Þetta stuðningsfólk heyrði örugglega flest fagnaðarlætin þegar Real komst aftur inn í leikinn en þau máttu ekki koma aftur inn á leikvanginn. Fólkið sást snúa við á göngu sinni í átt að lestarstöðinni við leikvanginn og þjóta aftur í átt að vellinum. Stuðningsmennirnir urðu að sætta sig við það að geta bara fylgst með leiknum í símanum sínum fyrir utan. Gleðin var auðvitað mikil að Real skyldi komast í úrslitaleikinn en um leið var það martröð fyrir þessa stuðningsmenn að komast ekki aftur inn á völlinn vitandi það að þau voru þar nokkrum mínútum fyrr. The Real Madrid fans who left the stadium before the 80th minute were not allowed back in the Santiago Bernabeu to watch extra time. pic.twitter.com/zAWKI9mzqi— FootballWTF (@FootballWTF247) May 5, 2022 „Ég fór úr sæti mínum tveimur mínútum fyrir nítugustu mínútu af því að ég hélt að möguleikinn væri farinn,“ sagði einn stuðningsmaður Real Madrid. Spænskur blaðamaður hitti hann á tröppunum fyrir utan leikvanginn. „Þegar ég var að yfirgefa leikvanginn þá heyrði ég að Real skoraði. Ég reyndi að komast aftur inn á völlinn en ég mátti það ekki af öryggisástæðum. Ég hef verið ársmiðahafi í 24 ár,“ sagði stuðningsmaðurinn sem var mjög ósáttur að fá ekki að snúa aftur inn á leikvanginn. „Mér var sagt að á öllum dyrum standi það skýrt og greinilega að ef þú ferð út þá kemstu ekki aftur inn. Ég sá það samt ekki á dyrunum. Á sama tíma er ég að missa af besta leiknum á tímabilinu. Ég mun kvarta yfir þessu við félagið,“ sagði þessi svekkti stuðningsmaður Real Madrid.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira