Carragher skálaði í beinni og bauð LeBron á úrslitaleikinn í París Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2022 11:31 Jamie Carragher var í miklu stuði eftir að Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær. Hann skálaði í beinni útsendingu og bauð körfuboltasnillingnum LeBron James á úrslitaleikinn. Carragher var reyndar ekki upplitsdjarfur í hálfleik í leiknum gegn Villarreal, enda Liverpool 2-0 undir. En brúnin lyftist í seinni hálfleik sem Rauði herinn vann, 0-3. Liverpool vann einvígið, 5-2 samanlagt og komst þar með í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Carragher var sérfræðingur CBS um leikinn ásamt Thierry Henry og Micah Richards. Þeir höfðu gaman að angist Carraghers í fyrri hálfleik en hann brosti breitt á endanum og fagnaði með því opna einn bjór í myndveri. Ekki nóg með það heldur bauð Carragher einum frægasta stuðningsmanni Liverpool, sjálfum LeBron James, á úrslitaleikinn í París 28. maí. „LeBron, ef þú vilt koma til París geturðu verið með okkur í CBS-liðinu sem minn gestur. Á hliðarlínunni, ég vil hafa þig við hliðina á okkur í París. Gefðu okkur stuðninginn sem við þurfum til að vinna sjöunda Evrópumeistaratitilinn. Komdu stóri maður,“ sagði Carragher. Hey @KingJames, @carra23 has an offer for you. pic.twitter.com/JjesSngZ3S— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) May 3, 2022 LeBron, sem á hlut í Liverpool, var að sjálfsögðu ánægður með sína menn eftir sigurinn á Villarreal og deildi gleði sinni með heimsbyggðinni á Twitter. PARIS HERE WE COME!!!!!!!! @LFC — LeBron James (@KingJames) May 3, 2022 Í kvöld kemur í ljós hvort Real Madrid eða Manchester City verður andstæðingur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok þessa mánaðar. City leiðir 4-3 eftir fyrri leikinn. Leikur Real Madrid og Manchester City hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Carragher var reyndar ekki upplitsdjarfur í hálfleik í leiknum gegn Villarreal, enda Liverpool 2-0 undir. En brúnin lyftist í seinni hálfleik sem Rauði herinn vann, 0-3. Liverpool vann einvígið, 5-2 samanlagt og komst þar með í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Carragher var sérfræðingur CBS um leikinn ásamt Thierry Henry og Micah Richards. Þeir höfðu gaman að angist Carraghers í fyrri hálfleik en hann brosti breitt á endanum og fagnaði með því opna einn bjór í myndveri. Ekki nóg með það heldur bauð Carragher einum frægasta stuðningsmanni Liverpool, sjálfum LeBron James, á úrslitaleikinn í París 28. maí. „LeBron, ef þú vilt koma til París geturðu verið með okkur í CBS-liðinu sem minn gestur. Á hliðarlínunni, ég vil hafa þig við hliðina á okkur í París. Gefðu okkur stuðninginn sem við þurfum til að vinna sjöunda Evrópumeistaratitilinn. Komdu stóri maður,“ sagði Carragher. Hey @KingJames, @carra23 has an offer for you. pic.twitter.com/JjesSngZ3S— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) May 3, 2022 LeBron, sem á hlut í Liverpool, var að sjálfsögðu ánægður með sína menn eftir sigurinn á Villarreal og deildi gleði sinni með heimsbyggðinni á Twitter. PARIS HERE WE COME!!!!!!!! @LFC — LeBron James (@KingJames) May 3, 2022 Í kvöld kemur í ljós hvort Real Madrid eða Manchester City verður andstæðingur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok þessa mánaðar. City leiðir 4-3 eftir fyrri leikinn. Leikur Real Madrid og Manchester City hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira