Klopp: Við gerðum okkur erfitt fyrir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2022 22:45 Jürgen Klopp var vitaskuld ánægður eftir að Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leift sér að brosa eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-2 sigri gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. „Þetta er frábært. Við gerðum okkur erfitt fyrir, en við vissum það fyrir fram að svona hlutir geta gerst. Þetta snýst alltaf um hvernig þú bregst við þegar hlutirnir eru ekki að falla með þér,“ sagði Þjóðverjinn glaðbeittur eftir leik. Heimamenn í Villarreal tóku forystuna strax í upphafi leiks og Klopp hrósaði andstæðingum sínum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld. „Að fá á sig mark svona snemma er auðvitað algjör andstæða við það sem maður vill. Við verðum líka að bera virðingu fyrir Villarreal. Liðið og þjálfarinn, það er ótrúlegt hvað þeir náðu að gera í fyrri hálfleik. Þeir settu pressu á okkur og voru alltaf mættir maður á mann úti um allan völl.“ „Við spiluðum bara alls ekki fótbolta. Ég sagði við strákana að þeir [Villarreal] hefðu meðbyrinn með sér, en að þeir ættu hann ekki, við getum náð honum aftur. Við þurftum að spila á milli línanna og þvinga okkur aftur inn í leik sem byrjaði ekki vel fyrir okkur. Allt í einu þegar við spiluðum á milli línanna og teygðum meira á okkur þá komumst við inn í leikinn. Við skoruðum mörk og létum hlutina gerast.“ Þá sagði Klopp að hann og hans menn hafi vitað upp á hár hvað það hafi verið sem var að í fyrri hálfleik og að Villarreal væri á leið í úrslit ef leikurinn hefði haldið eins áfram í síðari hálfleik. „Málið er að í hálfleik vissum við hvað það var sem var að. Það var augljóst, en við gátum ekki sýnt fram á neina stöðu þar sem við vorum að spila þetta rétt. En við héldum samt ró okkar.“ „Ef Villarreal hefði spilað eins í síðari hálfleik og þeir gerðu í þeim fyrri og við hefðum haldið eins áfram þá væru þeir á leiðinni í úrslit. En við erum enn hér og við ætlum að láta vaða.“ Að lokum sagðist Klopp ætla að horfa á hinn undanúrslitaleikinn þegar Real Madrid tekur á móti Manchester City á morgun, en segir það ekki skipta öllu máli hvort liðið verður andstæðingur Liverpool í úrslitum. „Já ég ætla að horfa á hann. Sama hvort liðið fer áfram þá verður það risaleikur. Hvort liðið sem vinnur mun njóta þess og svo munum við mæta þeim í París,“ sagði Þjóðverjinn að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
„Þetta er frábært. Við gerðum okkur erfitt fyrir, en við vissum það fyrir fram að svona hlutir geta gerst. Þetta snýst alltaf um hvernig þú bregst við þegar hlutirnir eru ekki að falla með þér,“ sagði Þjóðverjinn glaðbeittur eftir leik. Heimamenn í Villarreal tóku forystuna strax í upphafi leiks og Klopp hrósaði andstæðingum sínum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld. „Að fá á sig mark svona snemma er auðvitað algjör andstæða við það sem maður vill. Við verðum líka að bera virðingu fyrir Villarreal. Liðið og þjálfarinn, það er ótrúlegt hvað þeir náðu að gera í fyrri hálfleik. Þeir settu pressu á okkur og voru alltaf mættir maður á mann úti um allan völl.“ „Við spiluðum bara alls ekki fótbolta. Ég sagði við strákana að þeir [Villarreal] hefðu meðbyrinn með sér, en að þeir ættu hann ekki, við getum náð honum aftur. Við þurftum að spila á milli línanna og þvinga okkur aftur inn í leik sem byrjaði ekki vel fyrir okkur. Allt í einu þegar við spiluðum á milli línanna og teygðum meira á okkur þá komumst við inn í leikinn. Við skoruðum mörk og létum hlutina gerast.“ Þá sagði Klopp að hann og hans menn hafi vitað upp á hár hvað það hafi verið sem var að í fyrri hálfleik og að Villarreal væri á leið í úrslit ef leikurinn hefði haldið eins áfram í síðari hálfleik. „Málið er að í hálfleik vissum við hvað það var sem var að. Það var augljóst, en við gátum ekki sýnt fram á neina stöðu þar sem við vorum að spila þetta rétt. En við héldum samt ró okkar.“ „Ef Villarreal hefði spilað eins í síðari hálfleik og þeir gerðu í þeim fyrri og við hefðum haldið eins áfram þá væru þeir á leiðinni í úrslit. En við erum enn hér og við ætlum að láta vaða.“ Að lokum sagðist Klopp ætla að horfa á hinn undanúrslitaleikinn þegar Real Madrid tekur á móti Manchester City á morgun, en segir það ekki skipta öllu máli hvort liðið verður andstæðingur Liverpool í úrslitum. „Já ég ætla að horfa á hann. Sama hvort liðið fer áfram þá verður það risaleikur. Hvort liðið sem vinnur mun njóta þess og svo munum við mæta þeim í París,“ sagði Þjóðverjinn að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53