Bæjarar gagnrýndir fyrir að fara í fyllerísferð til Ibiza eftir vandræðalegt tap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2022 07:00 Leikmenn Bayern fóru til Ibiza eftir slæmt tap. Twitter@si_soccer Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa fengið mikla gagnrýni fyrir að fara flest allir til Ibiza og fagna meistaratitlinum þegar deildarkeppninni í Þýskalandi er ólokið. Bayern varð Þýskalandsmeistari þann 23. apríl þegar enn voru þrjár umferðir eftir af þýsku úrvalsdeildinni. Segja má að tímabilið séu vonbrigði hjá þýska risanum þar sem liðið féll úr leik gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt því að mega þola neyðarlegt 5-0 tap gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku bikarkeppninni. Það virðist sem leikmenn Bayern hafi verið töluvert annars hugar er þeir mættu Mainz um liðna helgi. Lokatölur 3-1 Mainz í vil en sigurinn var síst of stór þar sem Mainz óð í færum. Eftir leik ákvað Julian Nagelsmann – þjálfari Bayern – samt að gefa leikmönnum sínum tveggja daga frí. Nýttu margir leikmenn liðsins fríið til að skella sér til Ibiza. Hefur sú ákvörðun, sem og ákvörðun Nagelsmann að gefa leikmönnunum tveggja daga frí eftir jafn slaka frammistöðu og raun bar vitni, fallið í grýttan jarðveg. Bayern Munich stars are blasted for flying to Ibiza just hours after dismal loss to Mainz https://t.co/TbAFZ9c3fp— MailOnline Sport (@MailSport) May 2, 2022 Lothar Matthäus, fyrrverandi leikmaður Bayern og goðsögn hjá félaginu, er vægast sagt ósáttur. „Þetta er einfaldlega ekki í boði. Ef ég væri Nagelsmann hefði ég ekki gefið mönnum tveggja daga frí eftir svona frammistöðu.“ Felix Magath, þjálfari Herthu Berlínar, setur spurningamerki við hugarfar leikmanna Bayern eftir að vinna deildina. Hertha er meðal þeirra liða sem er í fallbaráttu en Bayern mætir Stuttgart, öðru liði í fallbaráttu, í lokaumferð deildarinnar. „Tímabilinu lýkur ekki fyrr en eftir síðasta leik. Ég skil ekki að lið geti bara neitað að klára mótið eins og önnur lið. Það er ekki jákvætt fyrir þýsku úrvalsdeildina,“ sagði Magath sem þjálfaði Bayern hér á árum áður og vann tvöfalt árin 2005 og 2006. „Ég hefði aldrei leyft neitt slíkt. Ég skil að menn vilji fagna titli en ekki í þrjár vikur,“ bætti Magath við að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Sjá meira
Bayern varð Þýskalandsmeistari þann 23. apríl þegar enn voru þrjár umferðir eftir af þýsku úrvalsdeildinni. Segja má að tímabilið séu vonbrigði hjá þýska risanum þar sem liðið féll úr leik gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt því að mega þola neyðarlegt 5-0 tap gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku bikarkeppninni. Það virðist sem leikmenn Bayern hafi verið töluvert annars hugar er þeir mættu Mainz um liðna helgi. Lokatölur 3-1 Mainz í vil en sigurinn var síst of stór þar sem Mainz óð í færum. Eftir leik ákvað Julian Nagelsmann – þjálfari Bayern – samt að gefa leikmönnum sínum tveggja daga frí. Nýttu margir leikmenn liðsins fríið til að skella sér til Ibiza. Hefur sú ákvörðun, sem og ákvörðun Nagelsmann að gefa leikmönnunum tveggja daga frí eftir jafn slaka frammistöðu og raun bar vitni, fallið í grýttan jarðveg. Bayern Munich stars are blasted for flying to Ibiza just hours after dismal loss to Mainz https://t.co/TbAFZ9c3fp— MailOnline Sport (@MailSport) May 2, 2022 Lothar Matthäus, fyrrverandi leikmaður Bayern og goðsögn hjá félaginu, er vægast sagt ósáttur. „Þetta er einfaldlega ekki í boði. Ef ég væri Nagelsmann hefði ég ekki gefið mönnum tveggja daga frí eftir svona frammistöðu.“ Felix Magath, þjálfari Herthu Berlínar, setur spurningamerki við hugarfar leikmanna Bayern eftir að vinna deildina. Hertha er meðal þeirra liða sem er í fallbaráttu en Bayern mætir Stuttgart, öðru liði í fallbaráttu, í lokaumferð deildarinnar. „Tímabilinu lýkur ekki fyrr en eftir síðasta leik. Ég skil ekki að lið geti bara neitað að klára mótið eins og önnur lið. Það er ekki jákvætt fyrir þýsku úrvalsdeildina,“ sagði Magath sem þjálfaði Bayern hér á árum áður og vann tvöfalt árin 2005 og 2006. „Ég hefði aldrei leyft neitt slíkt. Ég skil að menn vilji fagna titli en ekki í þrjár vikur,“ bætti Magath við að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Sjá meira