Bæjarar gagnrýndir fyrir að fara í fyllerísferð til Ibiza eftir vandræðalegt tap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2022 07:00 Leikmenn Bayern fóru til Ibiza eftir slæmt tap. Twitter@si_soccer Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa fengið mikla gagnrýni fyrir að fara flest allir til Ibiza og fagna meistaratitlinum þegar deildarkeppninni í Þýskalandi er ólokið. Bayern varð Þýskalandsmeistari þann 23. apríl þegar enn voru þrjár umferðir eftir af þýsku úrvalsdeildinni. Segja má að tímabilið séu vonbrigði hjá þýska risanum þar sem liðið féll úr leik gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt því að mega þola neyðarlegt 5-0 tap gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku bikarkeppninni. Það virðist sem leikmenn Bayern hafi verið töluvert annars hugar er þeir mættu Mainz um liðna helgi. Lokatölur 3-1 Mainz í vil en sigurinn var síst of stór þar sem Mainz óð í færum. Eftir leik ákvað Julian Nagelsmann – þjálfari Bayern – samt að gefa leikmönnum sínum tveggja daga frí. Nýttu margir leikmenn liðsins fríið til að skella sér til Ibiza. Hefur sú ákvörðun, sem og ákvörðun Nagelsmann að gefa leikmönnunum tveggja daga frí eftir jafn slaka frammistöðu og raun bar vitni, fallið í grýttan jarðveg. Bayern Munich stars are blasted for flying to Ibiza just hours after dismal loss to Mainz https://t.co/TbAFZ9c3fp— MailOnline Sport (@MailSport) May 2, 2022 Lothar Matthäus, fyrrverandi leikmaður Bayern og goðsögn hjá félaginu, er vægast sagt ósáttur. „Þetta er einfaldlega ekki í boði. Ef ég væri Nagelsmann hefði ég ekki gefið mönnum tveggja daga frí eftir svona frammistöðu.“ Felix Magath, þjálfari Herthu Berlínar, setur spurningamerki við hugarfar leikmanna Bayern eftir að vinna deildina. Hertha er meðal þeirra liða sem er í fallbaráttu en Bayern mætir Stuttgart, öðru liði í fallbaráttu, í lokaumferð deildarinnar. „Tímabilinu lýkur ekki fyrr en eftir síðasta leik. Ég skil ekki að lið geti bara neitað að klára mótið eins og önnur lið. Það er ekki jákvætt fyrir þýsku úrvalsdeildina,“ sagði Magath sem þjálfaði Bayern hér á árum áður og vann tvöfalt árin 2005 og 2006. „Ég hefði aldrei leyft neitt slíkt. Ég skil að menn vilji fagna titli en ekki í þrjár vikur,“ bætti Magath við að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Sjá meira
Bayern varð Þýskalandsmeistari þann 23. apríl þegar enn voru þrjár umferðir eftir af þýsku úrvalsdeildinni. Segja má að tímabilið séu vonbrigði hjá þýska risanum þar sem liðið féll úr leik gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt því að mega þola neyðarlegt 5-0 tap gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku bikarkeppninni. Það virðist sem leikmenn Bayern hafi verið töluvert annars hugar er þeir mættu Mainz um liðna helgi. Lokatölur 3-1 Mainz í vil en sigurinn var síst of stór þar sem Mainz óð í færum. Eftir leik ákvað Julian Nagelsmann – þjálfari Bayern – samt að gefa leikmönnum sínum tveggja daga frí. Nýttu margir leikmenn liðsins fríið til að skella sér til Ibiza. Hefur sú ákvörðun, sem og ákvörðun Nagelsmann að gefa leikmönnunum tveggja daga frí eftir jafn slaka frammistöðu og raun bar vitni, fallið í grýttan jarðveg. Bayern Munich stars are blasted for flying to Ibiza just hours after dismal loss to Mainz https://t.co/TbAFZ9c3fp— MailOnline Sport (@MailSport) May 2, 2022 Lothar Matthäus, fyrrverandi leikmaður Bayern og goðsögn hjá félaginu, er vægast sagt ósáttur. „Þetta er einfaldlega ekki í boði. Ef ég væri Nagelsmann hefði ég ekki gefið mönnum tveggja daga frí eftir svona frammistöðu.“ Felix Magath, þjálfari Herthu Berlínar, setur spurningamerki við hugarfar leikmanna Bayern eftir að vinna deildina. Hertha er meðal þeirra liða sem er í fallbaráttu en Bayern mætir Stuttgart, öðru liði í fallbaráttu, í lokaumferð deildarinnar. „Tímabilinu lýkur ekki fyrr en eftir síðasta leik. Ég skil ekki að lið geti bara neitað að klára mótið eins og önnur lið. Það er ekki jákvætt fyrir þýsku úrvalsdeildina,“ sagði Magath sem þjálfaði Bayern hér á árum áður og vann tvöfalt árin 2005 og 2006. „Ég hefði aldrei leyft neitt slíkt. Ég skil að menn vilji fagna titli en ekki í þrjár vikur,“ bætti Magath við að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Sjá meira