Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 09:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina hafa klúðrar sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka nokkuð hressilega. Það séu vonbrigði fyrir þau sem vilja að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir sífellt blasa skýrar við að Sjálfstæðisflokknum sé ekki með nokkru móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. „Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst,“ segir hún í aðsendri grein hér á Vísi. Hún segir hið augljósa í málinu liggja fyrir, ef lesið er á milli línanna, þrátt fyrir mótsagnakennd viðbrögð ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga,“ segir formaður Viðreisnar. Lýðræðið sé í húfi Þorgerður Katrín segir þjóðina nú kalla eftir pólitískri ábyrgð og stefnufestu og að stjórnvöld verði einfaldlega að verða við því ákalli. „Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir,“ segir hún. Þá segir hún að Viðreisn hafi saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem valdi almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Enga stefnu um slíkt sé að finna hjá ríkisstjórninni, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Ríkisstjórnin tali út og suður í málinu Þorgerður Katrín bendir á að ráðherrar séu ekki samstíga í svörum þegar kemur að sölunni á Íslandsbanka. Sigurður Ingi innviðaráðherra viðurkenni nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Fjallað var um það ósamræmi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Þá bendir Þorgerður Katrín á ummæli Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um áhyggjur ráðherra af sölunni. Bjarni Benediktsson hefur tekið fyrir þær fullyrðingar. „Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð,“ segir Þorgerður Katrín. Það sé þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni, og traust til hennar sé því horfið. Nú þurfi að rannsaka málið allt ítarlega þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti þjóðarinnar kalli eftir því. „Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað,“ segir Þorgerður Katrín að lokum. Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir sífellt blasa skýrar við að Sjálfstæðisflokknum sé ekki með nokkru móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. „Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst,“ segir hún í aðsendri grein hér á Vísi. Hún segir hið augljósa í málinu liggja fyrir, ef lesið er á milli línanna, þrátt fyrir mótsagnakennd viðbrögð ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga,“ segir formaður Viðreisnar. Lýðræðið sé í húfi Þorgerður Katrín segir þjóðina nú kalla eftir pólitískri ábyrgð og stefnufestu og að stjórnvöld verði einfaldlega að verða við því ákalli. „Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir,“ segir hún. Þá segir hún að Viðreisn hafi saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem valdi almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Enga stefnu um slíkt sé að finna hjá ríkisstjórninni, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Ríkisstjórnin tali út og suður í málinu Þorgerður Katrín bendir á að ráðherrar séu ekki samstíga í svörum þegar kemur að sölunni á Íslandsbanka. Sigurður Ingi innviðaráðherra viðurkenni nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Fjallað var um það ósamræmi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Þá bendir Þorgerður Katrín á ummæli Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um áhyggjur ráðherra af sölunni. Bjarni Benediktsson hefur tekið fyrir þær fullyrðingar. „Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð,“ segir Þorgerður Katrín. Það sé þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni, og traust til hennar sé því horfið. Nú þurfi að rannsaka málið allt ítarlega þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti þjóðarinnar kalli eftir því. „Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað,“ segir Þorgerður Katrín að lokum.
Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira