Cadiz virðist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að hafa áhrif á þá baráttu því liðið vann óvæntan 1-0 útisigur gegn Barcelona fyrir rúmri viku.
Youssef En-Nesyri kom heimamönnum í Sevilla í forystu í leik kvöldsins eftir aðeins sjö mínútna leik og það mark skildi liðin að þegar flautað var til hálfleiks.
Það var svo Lucas Perez sem jafnaði metin fyrir Cadiz á 66. mínútu og þar við sat.
Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli, en stigið lyfti Sevilla upp fyrir Barcelona í annað sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 64 stig eftir 34 leiki, einu stigi meira en Börsungar. Barcelona hefur þó leikið einum leik minna.
Cadiz situr hins vegar í 17. sæti deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæði.