Skoðuðu fjórtán ábendingar sem sneru að formanni BHM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2022 11:01 Friðrik Jónsson tók við sem formaður BHM í maí í fyrra. Fjórtán ábendingar bárust til BHM vegna starfa hans í vetur. Ráðgjafafyrirtæki töldu að lokinni skoðun ekki tilefni til viðbragða. Aðsend Tvö ráðgjafafyrirtæki tóku til skoðunar fjórtán óformlegar ábendingar í vetur varðandi Friðrik Jónsson, formann BHM. Fyrirtækin töldu ekki tilefni til aðgerða vegna tilkynninganna. Kjarninn greindi frá málinu í morgun. Þar segir að í kjölfar vinnustaðaúttektar ráðgjafafyrirtækisins Auðnast árið 2017 hafi starfsmenn haft aðgang að forvarnar- og viðbragðsáætlun, EKKO, þar sem hægt sé að senda ábendingar varðandi það sem gerist á vinnustaðnum. Kjarninn segir dæmi um að ábendingarnar hafi snúið að ummælum Friðriks sem tilkynnandi hafi talið niðrandi um konur. Þórhildur Þorkelsdóttir, upplýsingafulltrúi BHM, segir í skriflegu svari til fréttastofu að BHM hafi strax gripið til ráðstafana vegna ábendinganna og formannaráð BHM tekið málið í sínar hendur. Friðrik formaður hafi verið haldið utan við vinnslu málsins. „Við nánari könnun fulltrúa Auðnast á vilja þeirra sem komið höfðu fram með ábendingar, og eftir samtöl við málsaðila, var mat Auðnast að málin væru þess eðlis að ekki væri líklegt að þau færu í formlegt ferli. Enn fremur var óháður þriðji aðili fenginn til að fara yfir málið. Niðurstaða þeirrar vinnu var að ekki var talið tilefni til aðgerða. Málinu lauk því í vor,“ segir Þórhildur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var óháði aðilinn ráðgjafafyrirtækið Attentus sem komið hefur að fjölda mála sem snúa að menningu á vinnustöðum landsins. „Enginn þessara óformlegu ábendinga leiddu þannig til formlegs EKKO máls. Þrátt fyrir það þótti formannaráði BHM eðlilegt viðbragð að kanna vinnustaðarmenninguna á breiðum grunni. Því var ákveðið að óháður aðili framkvæmi almenna úttekt á vinnustaðamenningu innan BHM og aðildarfélaga bandalagsins. Sú vinna er yfirstandandi,“ segir í svari Þórhildar. Friðrik tók við sem formaður BHM í maí í fyrra. Stéttarfélög Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Kjarninn greindi frá málinu í morgun. Þar segir að í kjölfar vinnustaðaúttektar ráðgjafafyrirtækisins Auðnast árið 2017 hafi starfsmenn haft aðgang að forvarnar- og viðbragðsáætlun, EKKO, þar sem hægt sé að senda ábendingar varðandi það sem gerist á vinnustaðnum. Kjarninn segir dæmi um að ábendingarnar hafi snúið að ummælum Friðriks sem tilkynnandi hafi talið niðrandi um konur. Þórhildur Þorkelsdóttir, upplýsingafulltrúi BHM, segir í skriflegu svari til fréttastofu að BHM hafi strax gripið til ráðstafana vegna ábendinganna og formannaráð BHM tekið málið í sínar hendur. Friðrik formaður hafi verið haldið utan við vinnslu málsins. „Við nánari könnun fulltrúa Auðnast á vilja þeirra sem komið höfðu fram með ábendingar, og eftir samtöl við málsaðila, var mat Auðnast að málin væru þess eðlis að ekki væri líklegt að þau færu í formlegt ferli. Enn fremur var óháður þriðji aðili fenginn til að fara yfir málið. Niðurstaða þeirrar vinnu var að ekki var talið tilefni til aðgerða. Málinu lauk því í vor,“ segir Þórhildur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var óháði aðilinn ráðgjafafyrirtækið Attentus sem komið hefur að fjölda mála sem snúa að menningu á vinnustöðum landsins. „Enginn þessara óformlegu ábendinga leiddu þannig til formlegs EKKO máls. Þrátt fyrir það þótti formannaráði BHM eðlilegt viðbragð að kanna vinnustaðarmenninguna á breiðum grunni. Því var ákveðið að óháður aðili framkvæmi almenna úttekt á vinnustaðamenningu innan BHM og aðildarfélaga bandalagsins. Sú vinna er yfirstandandi,“ segir í svari Þórhildar. Friðrik tók við sem formaður BHM í maí í fyrra.
Stéttarfélög Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira