Langir taumar skipta máli Karl Lúðvíksson skrifar 29. apríl 2022 08:57 Bleikja sem tók Krókinn í fyrra í Úlfljótsvatni Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Nú eru vötnin að opna eitt af öðru næstu daga og þá er ekki úr vegi að nefna eitt atriði sem getur skipt sköpum í árangri í vatnaveiði. Val á flugu og hvernig hún er hreyfð í vatninu skiptir auðvitað höfuðmáli en það er annað sem líklega flestir klikka á þegar þeir kasta flugu fyrir silung og það er taumlengdin og hversu sveran taum er verið að nota. Bleikja og urriði í kyrru vatni á rólegum degi getur verið afskaplega taumstygg og þess vegna skiptir það máli að flugan sé í hæfilegri lengd frá flotlínunni en hvað er hæfileg lengd? Flestir af þeim meisturum vatnana nefna yfirleitt að taumurinn skyldi aldrei vera styttri en 9 fet en best er að vera með eina og hálfa stangarlengd eða 13-14 fet. Þeim mun betra sem veðrið er og þeim mun meiri stilla sem er fer þetta að skipta öllu máli en sverleiki taumsins líka. Grannur taumur sést verr og það er það sem við erum að reyna gera. Bera fluguna fyrir silunginn þannig að hann verði okkar ekki var. Þegar þú ert að veiða til dæmis í Elliðavatni og Þingvallavatni er hæfilegt að vera með 6 punda taum þó svo að við Þingvöll sé allt í lagi að vera með 8 punda tauma. Við erum auðvitað ekki að gera ráð fyrir því að einn af stóru urriðunum sé að fara að stökkva á fluguna heldur einbeitum okkur að bleikjunni. Grannur taumur, hæfileg taumlengd og rétt valin fluga, til dæmis púpa sem er dregin löturhægt í gegnum vatnið ætti að bæta árangur þinn. Það er að því gefnu að fiskurinn sé að taka þann daginn. Stangveiði Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði
Val á flugu og hvernig hún er hreyfð í vatninu skiptir auðvitað höfuðmáli en það er annað sem líklega flestir klikka á þegar þeir kasta flugu fyrir silung og það er taumlengdin og hversu sveran taum er verið að nota. Bleikja og urriði í kyrru vatni á rólegum degi getur verið afskaplega taumstygg og þess vegna skiptir það máli að flugan sé í hæfilegri lengd frá flotlínunni en hvað er hæfileg lengd? Flestir af þeim meisturum vatnana nefna yfirleitt að taumurinn skyldi aldrei vera styttri en 9 fet en best er að vera með eina og hálfa stangarlengd eða 13-14 fet. Þeim mun betra sem veðrið er og þeim mun meiri stilla sem er fer þetta að skipta öllu máli en sverleiki taumsins líka. Grannur taumur sést verr og það er það sem við erum að reyna gera. Bera fluguna fyrir silunginn þannig að hann verði okkar ekki var. Þegar þú ert að veiða til dæmis í Elliðavatni og Þingvallavatni er hæfilegt að vera með 6 punda taum þó svo að við Þingvöll sé allt í lagi að vera með 8 punda tauma. Við erum auðvitað ekki að gera ráð fyrir því að einn af stóru urriðunum sé að fara að stökkva á fluguna heldur einbeitum okkur að bleikjunni. Grannur taumur, hæfileg taumlengd og rétt valin fluga, til dæmis púpa sem er dregin löturhægt í gegnum vatnið ætti að bæta árangur þinn. Það er að því gefnu að fiskurinn sé að taka þann daginn.
Stangveiði Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði