Guardiola segir að City þurfi tvo stórkostlega leiki en þeir ætla að vera þeir sjálfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 15:30 Pep Guardiola fylgist hér með liði Manchester City af hliðarlínunni. AP/Dave Thompson Manchester City og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni en þarna mætast liðið sem hefur verið að bíða svo lengi eftir þeim stóra á móti liðinu sem hefur unnið hann oftar en öll önnur félög í Evrópu. Manchester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Liðið tapaði þar 1-0 fyrir Chelsea og biðin lengdist því enn. Real Madrid hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða og Meistaradeildina samtals þrettán sinnum. Guardiola says Manchester City must find pleasure in Real Madrid showdown https://t.co/q7zTLFFRCB— The Guardian (@guardian) April 25, 2022 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi leikinn á blaðamannafundi í gær. „Það er engin þörf á því að tala um það hversu gott lið Real Madrid er,“ sagði Pep Guardiola. „Ef við þyrftum að keppa við söguna þeirra þá ættum við ekki möguleika. Sagan er skráð og við getum ekki breytt henni. Það verða hins vegar ellefu á móti ellefu að elta einn bolta í þessum leik,“ sagði Guardiola. „Við munum reyna að vera við sjálfir og spila vel. Við verðum að spila tvo stórkostlega leiki til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola admits Manchester City cannot compete with Real Madrid's European pedigree but says they can write a new chapter in the club's history in their Champions League semi-final against the Spanish giants, with the first leg on Tuesday https://t.co/DSLI4ySF1z #AFPSports pic.twitter.com/gW7mYBByhl— AFP News Agency (@AFP) April 25, 2022 „Það er heiður að vera hér í undanúrslitunum á móti Real Madrid. Þeir hafa verið hér svo oft en við höfum komist hingað líka á síðustu árum,“ sagði Guardiola. Manchester City sló annað spænskt lið, Atletico Madrid, út í átta liða úrslitunum, 1-0 samanlagt. Seinni leikurinn fer fram á Bernabeu-leikvanginum 4. maí en úrslitaleikurinn verður síðan á Stade de France 28. maí. Liðið sem hefur betur í leikjum Manchester City og Real Madrid mætir liðinu sem vinnur einvígi Liverpool og Villarreal. Þau spila fyrri leik sinn á morgun. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Manchester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Liðið tapaði þar 1-0 fyrir Chelsea og biðin lengdist því enn. Real Madrid hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða og Meistaradeildina samtals þrettán sinnum. Guardiola says Manchester City must find pleasure in Real Madrid showdown https://t.co/q7zTLFFRCB— The Guardian (@guardian) April 25, 2022 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi leikinn á blaðamannafundi í gær. „Það er engin þörf á því að tala um það hversu gott lið Real Madrid er,“ sagði Pep Guardiola. „Ef við þyrftum að keppa við söguna þeirra þá ættum við ekki möguleika. Sagan er skráð og við getum ekki breytt henni. Það verða hins vegar ellefu á móti ellefu að elta einn bolta í þessum leik,“ sagði Guardiola. „Við munum reyna að vera við sjálfir og spila vel. Við verðum að spila tvo stórkostlega leiki til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola admits Manchester City cannot compete with Real Madrid's European pedigree but says they can write a new chapter in the club's history in their Champions League semi-final against the Spanish giants, with the first leg on Tuesday https://t.co/DSLI4ySF1z #AFPSports pic.twitter.com/gW7mYBByhl— AFP News Agency (@AFP) April 25, 2022 „Það er heiður að vera hér í undanúrslitunum á móti Real Madrid. Þeir hafa verið hér svo oft en við höfum komist hingað líka á síðustu árum,“ sagði Guardiola. Manchester City sló annað spænskt lið, Atletico Madrid, út í átta liða úrslitunum, 1-0 samanlagt. Seinni leikurinn fer fram á Bernabeu-leikvanginum 4. maí en úrslitaleikurinn verður síðan á Stade de France 28. maí. Liðið sem hefur betur í leikjum Manchester City og Real Madrid mætir liðinu sem vinnur einvígi Liverpool og Villarreal. Þau spila fyrri leik sinn á morgun.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira