Fótbolti

Fylgdist með hetjunum sínum lyfta bikarnum fyrir 17 árum | Varð sjálfur hetja þeirra í gær

Atli Arason skrifar
Juan Miranda, leikmaður Betis, fyrir 17 árum síðan
Juan Miranda, leikmaður Betis, fyrir 17 árum síðan Twitter

Real Betis var í gær spænskur bikarmeistari eftir sigur á Valencia í vítaspyrnukeppni. Þetta er fyrsti bikarmeistara titill Betis í 17 ár. Joaquín, fyrirliði Betis, lyfti bikarnum í gær en hann var einnig í liði Betis sem vann Osasuna eftir framlengdan leik í úrslitum bikarsins fyrir 17 árum síðan.

Joaquín, sem verður 41 árs í júlí, var 23 ára þegar þessi síðasti úrslitaleikur Betis var spilaður. Á þeim leik var ungur stuðningsmaður Betis í stúkunni, Juan Miranda, sem var á þeim tíma 5 ára gamall.

Miranda er í dag 22 ára og spilar núna sem vinstri bakvörður Real Betis en Miranda skoraði úr fimmtu og síðustu spyrnu Betis sem tryggði uppeldisklúbbnum hans 5-4 sigur í vítaspyrnukeppninni. Bæði Joaquín og Miranda skoruðu úr vítum sínum í gær en það eru heil 19 ár á milli þeirra í aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×