Starfsmenn megi fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 09:55 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samráði við trúnaðarmenn starfsmanna sé lokið og þau komist að samkomulagi um að starfsmenn megi til dæmis fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma. Vísir/Vilhelm Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samkomulag hafi náðst við trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar um framkvæmd á skipulagsbreytingum á vinnustaðnum. Þetta segir í tilkynningu frá listanum sem barst fjölmiðlum laust fyrir níu. Greint var frá því á mánudagskvöld að meirihluti stjórnar stéttarfélagsins hafi samþykkt á fundi á mánudag að segja upp öllu starfsfólki skrifstofu Eflingar. Ástæðan segja stjórnendur skipulagsbreytingar á vinnustaðnum. Fram kemur í tilkynningunni frá B-listanum að breytingarnar feli í sér uppsögn ráðningarsamninga allra starfsmanna og auglýsingu allra starfa. „Innleidd verða ný ráðningarkjör, með gagnsæi og jafnrétti á leiðarljósi, og starfað verður undir nýju skipulagi með breyttum hæfniskröfum og verkaskiptingu. Breytingar miða að bættri þjónustu við félagsmenn og aukinni skilvirkni í rekstri,“ segir í tilkynningunni. Segir leitt að minnihluti stjórnar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla Þar segir að samráð við trúnaðarmennina hafi hafist að loknum stjórnarfundi á mánudag þar sem tillaga um skipulagsbreytingar hafi verið samþykkt. Í gærkvöldi, þegar samráði við trúnaðarmenn hafi verið fylgt eftir, hafi verið send tilkynning á Vinnumálastofnun og öllum starfsmönnum Eflingar sent uppsagnarbréf. „Samkomulagið við trúnaðarmenn felur í sér að starfsmenn sem þess óska verða leystir undan vinnuskyldu síðasta mánuð uppsagnarfrests. Öllum starfsmönnum er tryggður að lágmarki þriggja mánaða uppsagnarfrestur, einnig þeim sem ekki hafa áunnið sér hann,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að Efling muni falla frá réttindum og skyldum í tilvikum þar sem starfsmaður óski eftir að ganga í annað starf áður en uppsagnarfrestur sé liðinn. Þá verði starfsfólki þar að auki veitt aukið svigrúm til að sækjast eftir öðrum störfum á uppsagnarfresti óski það þess, til dæmis að fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma. „Ég lýsi ánægju með að samráð við trúnaðarmenn hafi skilað sér í samkomulagi. Staðið hefur verið rétt og faglega að ferlinu. Það er hins vegar mjög leitt að minnihluti stjórnar hafi ekki virt trúnað og kosið að leka upplýsingum í fjölmiðla meðan á samráði stóð. Vanstillt umræða hefur svo farið úr böndunum síðustu sólarhringa þar sem ýmsir hafa sett sig á háan hest án þess að vita nokkuð um málið. Er það engum til sóma,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar í tilkynningunni. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá listanum sem barst fjölmiðlum laust fyrir níu. Greint var frá því á mánudagskvöld að meirihluti stjórnar stéttarfélagsins hafi samþykkt á fundi á mánudag að segja upp öllu starfsfólki skrifstofu Eflingar. Ástæðan segja stjórnendur skipulagsbreytingar á vinnustaðnum. Fram kemur í tilkynningunni frá B-listanum að breytingarnar feli í sér uppsögn ráðningarsamninga allra starfsmanna og auglýsingu allra starfa. „Innleidd verða ný ráðningarkjör, með gagnsæi og jafnrétti á leiðarljósi, og starfað verður undir nýju skipulagi með breyttum hæfniskröfum og verkaskiptingu. Breytingar miða að bættri þjónustu við félagsmenn og aukinni skilvirkni í rekstri,“ segir í tilkynningunni. Segir leitt að minnihluti stjórnar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla Þar segir að samráð við trúnaðarmennina hafi hafist að loknum stjórnarfundi á mánudag þar sem tillaga um skipulagsbreytingar hafi verið samþykkt. Í gærkvöldi, þegar samráði við trúnaðarmenn hafi verið fylgt eftir, hafi verið send tilkynning á Vinnumálastofnun og öllum starfsmönnum Eflingar sent uppsagnarbréf. „Samkomulagið við trúnaðarmenn felur í sér að starfsmenn sem þess óska verða leystir undan vinnuskyldu síðasta mánuð uppsagnarfrests. Öllum starfsmönnum er tryggður að lágmarki þriggja mánaða uppsagnarfrestur, einnig þeim sem ekki hafa áunnið sér hann,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að Efling muni falla frá réttindum og skyldum í tilvikum þar sem starfsmaður óski eftir að ganga í annað starf áður en uppsagnarfrestur sé liðinn. Þá verði starfsfólki þar að auki veitt aukið svigrúm til að sækjast eftir öðrum störfum á uppsagnarfresti óski það þess, til dæmis að fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma. „Ég lýsi ánægju með að samráð við trúnaðarmenn hafi skilað sér í samkomulagi. Staðið hefur verið rétt og faglega að ferlinu. Það er hins vegar mjög leitt að minnihluti stjórnar hafi ekki virt trúnað og kosið að leka upplýsingum í fjölmiðla meðan á samráði stóð. Vanstillt umræða hefur svo farið úr böndunum síðustu sólarhringa þar sem ýmsir hafa sett sig á háan hest án þess að vita nokkuð um málið. Er það engum til sóma,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar í tilkynningunni.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00
Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18
Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11