Gagnrýndi dómarann fyrir að hlæja með Ancelotti: „Það sem þú færð í Madríd“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 08:00 Thomas Tuchel skilur ekkert í Carlo Ancelotti. EPA-EFE/Juanjo Martin Thomas Tuchel var allt annað en sáttur eftir dramatískt 3-2 tap Evrópumeistara Chelsea gegn Real Madríd eftir framlengdan leik á Spáni. Hann lét dómara leiksins heyra það eftir leik en maðurinn með flautuna sást hlæja með Carlo Ancelotti á meðan leik stóð. Chelsea mætti til Madríd eftir 3-1 tap á Brúnni en sneri taflinu við í Madríd og var 3-1 yfir eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Þeir minnkuðu muninn í 3-2 og fóru því áfram 5-4 samtals. Þjálfara Chelsea, Tuchel, var ekki skemmt og hvað þá eftir að hann sá dómarann Szymon Marciniak hlæja með Ancelotti, þjálfara Real. „Ég var svekktur að sjá að dómarinn skemhmti sér svona vel með Carlo. Þegar ég vildi þakka fyrir leikinn þá var hann brosandi og hlæjandi með þjálfara andstæðinganna. Ég tel þetta hafa verð rangan tíma til að gera það. Eftir 126 mínútur þar sem lið lögðu líkama og sál í verkefnið. Þetta var léleg tímasetning og ég lét hann vita af því,“ sagði Tuchel eftir leik. Þá var mark dæmt af Chelsea í leiknum. „Á móti Real Madríd þá reiknar þú ekki alltaf með að allir sýni hugrekki,“ sagði Tuchel og skaut bersýnilega á dómara leiksins en Marciniak fór ekki og skoðaði atvikið sjálfur. Tuchel lætur dómara leiksins vita hvað sér finnst.EPA-EFE/Sergio Perez Hann bætti þó við að þetta væri almennt staðan gegn Real og honum hefði fundist margar litlar ákvarðanir í fyrri leiknum falla þeim í hag. „Þetta er tap sem við getum kyngt. Við gáfum allt, spiluðum eins og við vildum spila. Við áttum skilið að fara áfram en vorum óheppnir og það gekk ekki upp að þessu sinni,“ sagði Tuchel að endingu. Real Madríd er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir liðið Manchester City eða Atlético Madríd. City leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Chelsea mætti til Madríd eftir 3-1 tap á Brúnni en sneri taflinu við í Madríd og var 3-1 yfir eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Þeir minnkuðu muninn í 3-2 og fóru því áfram 5-4 samtals. Þjálfara Chelsea, Tuchel, var ekki skemmt og hvað þá eftir að hann sá dómarann Szymon Marciniak hlæja með Ancelotti, þjálfara Real. „Ég var svekktur að sjá að dómarinn skemhmti sér svona vel með Carlo. Þegar ég vildi þakka fyrir leikinn þá var hann brosandi og hlæjandi með þjálfara andstæðinganna. Ég tel þetta hafa verð rangan tíma til að gera það. Eftir 126 mínútur þar sem lið lögðu líkama og sál í verkefnið. Þetta var léleg tímasetning og ég lét hann vita af því,“ sagði Tuchel eftir leik. Þá var mark dæmt af Chelsea í leiknum. „Á móti Real Madríd þá reiknar þú ekki alltaf með að allir sýni hugrekki,“ sagði Tuchel og skaut bersýnilega á dómara leiksins en Marciniak fór ekki og skoðaði atvikið sjálfur. Tuchel lætur dómara leiksins vita hvað sér finnst.EPA-EFE/Sergio Perez Hann bætti þó við að þetta væri almennt staðan gegn Real og honum hefði fundist margar litlar ákvarðanir í fyrri leiknum falla þeim í hag. „Þetta er tap sem við getum kyngt. Við gáfum allt, spiluðum eins og við vildum spila. Við áttum skilið að fara áfram en vorum óheppnir og það gekk ekki upp að þessu sinni,“ sagði Tuchel að endingu. Real Madríd er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir liðið Manchester City eða Atlético Madríd. City leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira