Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Snorri Másson skrifar 12. apríl 2022 22:00 Skrifstofa Eflingar var lokuð vegna starfsmannafundar í morgun. Vísir/Sigurjón Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. Þessi ákvörðun Sólveigar hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal annars Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins, og Friðriks Jónssonar, formanns BHM. Fram undan er hörð valdabaráttu um forystu Alþýðusambandsins - kosið er um hana í október, rétt um það leyti sem samningar losna flestir. Á sama tíma heyrast engar fordæmingar frá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, eða Vilhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, þeir hafa ekkert svarað í símann. Þeir hafa verið taldir heldur í slagtogi við Sólveigu Önnu í þeim flokkadráttum sem myndast hafa innan hreyfingarinnar. Sú hefur brugðist mjög harkalega við gagnrýni Drífu; Sólveig hefur sagt gagnrýnina afhjúpa hvar stéttahollusta Drífu liggi. Óljóst hvort skrifstofan verði starfshæf Klukkan rúmlega tíu í morgun hafði skrifstofa Eflingar enn ekki opnað dyr sínar fyrir félagsmönnum, sem leituðu þangað vegna margvíslegra erinda. Allt starfsfólkið var á krísufundi á efstu hæð. Kvöldið áður höfðu þau tíðindi borist að til stæði að segja þeim öllum upp. Á meðan var starfsemi stéttarfélagsins í lamasessi, sem forseti Alþýðusambandsins óttast að geti orðið raunin næstu mánuði. „Það er alveg ljóst að það er mikið áfall að missa vinnuna sína. Fólk er misvel starfhæft eftir það, ég tala nú ekki um þegar um hópuppsögn er að ræða. Það vita það allir sem hafa lent í því að það eru einstaklega erfiðar aðstæður. Það á bara eftir að koma í ljós hvort hægt sé að sinna skyldum sínum fyrir félagsmönnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir Deilt hefur verið um lögmæti aðgerðarinnar en Sólveig segir að ferlið sé í samræmi við lög. 890 þúsund krónur fyrir að ráða framkvæmdastjóra Þótt aðgerðin sé lögmæt er ljóst að hún verður kostnaðarsöm. Starfsmenn á skrifstofu Eflingar eiga að verða fjörutíu eftir breytingar. Nú eru þeir 57, en þeir verða allir hvattir til að sækja aftur um. Ráðninguna mun Hagvangur sjá um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tilboð ráðningarstofunnar þannig að ráðgjöf við ráðningu sviðsstjóra eða framkvæmdastjóra kosti 890 þúsund, en með aðstoðarframkvæmdastjóra verða geta slíkar ráðningar orðið sex talsins. Ráðning skrifstofufólks eða sérfræðinga, sem sagt hinna þrjátíu og fjögurra starfsmannanna, mun kosta 300-445 þúsund krónur á einstakling, allt eftir því hvort fleiri en einn eru ráðnir í einu. Ef Hagvangurinn mun annast ráðningu í allar stöðurnar getur kostnaðurinn því numið rúmum 15 milljónum eða meiru. Á hinn bóginn er stefnt að því að spara 120 milljónir á ári með lækkuðum launakostnaði. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Þessi ákvörðun Sólveigar hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal annars Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins, og Friðriks Jónssonar, formanns BHM. Fram undan er hörð valdabaráttu um forystu Alþýðusambandsins - kosið er um hana í október, rétt um það leyti sem samningar losna flestir. Á sama tíma heyrast engar fordæmingar frá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, eða Vilhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, þeir hafa ekkert svarað í símann. Þeir hafa verið taldir heldur í slagtogi við Sólveigu Önnu í þeim flokkadráttum sem myndast hafa innan hreyfingarinnar. Sú hefur brugðist mjög harkalega við gagnrýni Drífu; Sólveig hefur sagt gagnrýnina afhjúpa hvar stéttahollusta Drífu liggi. Óljóst hvort skrifstofan verði starfshæf Klukkan rúmlega tíu í morgun hafði skrifstofa Eflingar enn ekki opnað dyr sínar fyrir félagsmönnum, sem leituðu þangað vegna margvíslegra erinda. Allt starfsfólkið var á krísufundi á efstu hæð. Kvöldið áður höfðu þau tíðindi borist að til stæði að segja þeim öllum upp. Á meðan var starfsemi stéttarfélagsins í lamasessi, sem forseti Alþýðusambandsins óttast að geti orðið raunin næstu mánuði. „Það er alveg ljóst að það er mikið áfall að missa vinnuna sína. Fólk er misvel starfhæft eftir það, ég tala nú ekki um þegar um hópuppsögn er að ræða. Það vita það allir sem hafa lent í því að það eru einstaklega erfiðar aðstæður. Það á bara eftir að koma í ljós hvort hægt sé að sinna skyldum sínum fyrir félagsmönnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir Deilt hefur verið um lögmæti aðgerðarinnar en Sólveig segir að ferlið sé í samræmi við lög. 890 þúsund krónur fyrir að ráða framkvæmdastjóra Þótt aðgerðin sé lögmæt er ljóst að hún verður kostnaðarsöm. Starfsmenn á skrifstofu Eflingar eiga að verða fjörutíu eftir breytingar. Nú eru þeir 57, en þeir verða allir hvattir til að sækja aftur um. Ráðninguna mun Hagvangur sjá um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tilboð ráðningarstofunnar þannig að ráðgjöf við ráðningu sviðsstjóra eða framkvæmdastjóra kosti 890 þúsund, en með aðstoðarframkvæmdastjóra verða geta slíkar ráðningar orðið sex talsins. Ráðning skrifstofufólks eða sérfræðinga, sem sagt hinna þrjátíu og fjögurra starfsmannanna, mun kosta 300-445 þúsund krónur á einstakling, allt eftir því hvort fleiri en einn eru ráðnir í einu. Ef Hagvangurinn mun annast ráðningu í allar stöðurnar getur kostnaðurinn því numið rúmum 15 milljónum eða meiru. Á hinn bóginn er stefnt að því að spara 120 milljónir á ári með lækkuðum launakostnaði.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira