„Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 12. apríl 2022 11:48 Drífa Snædal segir hópuppsögn hjá Eflingu óréttlætanlega. Vísir/Baldur Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. Starfsmenn Eflingar funduðu á skrifstofu stéttafélagsins í morgun vegna hópuppsagnarinnar, sem greint var frá á Vísi í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu var tillagan lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppsagnirnar hluti af breytingartillögu til stjórnar um umfangsmiklar skipulags- og rekstrarbreytingar á skrifstofu Eflingar og felur tillagan í sér breytingar á ráðningarkjörum allra starfsmanna. Engin leið að réttlæta hópuppsögn Drífa Snædal forseti ASÍ var viðstödd starfsmannafundinn í morgun. Fréttastofa náði af henni tali að loknum fundinum. Hún vildi ekki gefa upp hvað hafi verið rætt á fundinum. Klippa: Drífa Snædal fordæmir hópuppsagnir hjá Eflingu „Hins vegar get ég sagt það að þetta kom mér mjög á óvart. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því áratugum saman að koma í veg fyrir svona hópuppsagnir. Ég tala nú ekki um ef ástæðan er til þess að draga úr kjörum, þá er ekki nokkur leið að réttlæta þetta,“ segir Drífa. „Þetta er ömurlegur dagur. Þarna er verið að svipta fólki afkomuöryggi og atvinnuöryggi. Þarna er verið að draga úr og veikja þjónustu stéttarfélagsins gagnvart félagsmönnum og veikja verkalýðsbaráttuna.“ Hvetur stjórn Eflingar til að endurskoða ákvörðun sína Hún segir verkalýðsfólk enn vera að reyna að gera sér grein fyrir hvað hópuppsögnin þýði í raun og veru. „Það sem við vitum er að samkvæmt lögum um hópuppsagnir, sem ASÍ og verkalýðshreyfingin barðist fyrir að fá í gegn á sínum tíma, þarf að vera samráð. Það er ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara og þá á að draga úr áhrifum þeirra eins mikið og frekast er unnt,“ segir Drífa. „Að því sögðu þá hafa þessar hópuppsagnir ekki raungerst þannig að við vitum ekki hvernig þær koma til framkvæmda og hvenær og ég bara hvet stjórn Eflingar, þessa átta sem samþykktu þennan gjörning, að endurskoða ákvörðun sína.“ Óvíst hvort Efling geti sinnt skyldum gagnvart félagsmönnum Þá segir Drífa óvíst hvort stéttarfélagið geti sinnt skyldum sínum. „Það er alveg ljóst að það er mjög mikið áfall fyrir þá sem þarna vinna og fólk er misstarfhæft eftir það. Ég tala nú ekki um þegar um hópuppsagnir er að ræða. Það vita allir sem hafa lent í því að hafa komið inn í slíkar aðstæður að það eru einstaklega erfiðar aðstæður og það á eftir að koma í ljós hvort félagið geti sinnt skyldum sínum gagnvart félagsmönnum,“ segir Drífa. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að segja öllum starfsmönnum Eflingar upp störfum og eiga uppsagnirnar að taka gildi um næstu mánaðarmót. Samkvæmt tillögunni verða öll störf auglýst og gerð er krafa um að starfsmenn vinni uppsagnarfrestinn. Ástæðurnar sem eru gefnar fyrir skipulagsbreytingunni eru meðal annars jafnlaunavottun félagsins, nýjar starfslýsingar, hæfniviðmið og breytingar á launakerfi. Drífa segir það enga afsökun. „Það hefur verið gert í gegn um tíðina á ýmsum stöðum án þess að til hópuppsagna hafi komið. Þannig að það er engin afsökun.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Starfsmenn Eflingar funduðu á skrifstofu stéttafélagsins í morgun vegna hópuppsagnarinnar, sem greint var frá á Vísi í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu var tillagan lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppsagnirnar hluti af breytingartillögu til stjórnar um umfangsmiklar skipulags- og rekstrarbreytingar á skrifstofu Eflingar og felur tillagan í sér breytingar á ráðningarkjörum allra starfsmanna. Engin leið að réttlæta hópuppsögn Drífa Snædal forseti ASÍ var viðstödd starfsmannafundinn í morgun. Fréttastofa náði af henni tali að loknum fundinum. Hún vildi ekki gefa upp hvað hafi verið rætt á fundinum. Klippa: Drífa Snædal fordæmir hópuppsagnir hjá Eflingu „Hins vegar get ég sagt það að þetta kom mér mjög á óvart. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því áratugum saman að koma í veg fyrir svona hópuppsagnir. Ég tala nú ekki um ef ástæðan er til þess að draga úr kjörum, þá er ekki nokkur leið að réttlæta þetta,“ segir Drífa. „Þetta er ömurlegur dagur. Þarna er verið að svipta fólki afkomuöryggi og atvinnuöryggi. Þarna er verið að draga úr og veikja þjónustu stéttarfélagsins gagnvart félagsmönnum og veikja verkalýðsbaráttuna.“ Hvetur stjórn Eflingar til að endurskoða ákvörðun sína Hún segir verkalýðsfólk enn vera að reyna að gera sér grein fyrir hvað hópuppsögnin þýði í raun og veru. „Það sem við vitum er að samkvæmt lögum um hópuppsagnir, sem ASÍ og verkalýðshreyfingin barðist fyrir að fá í gegn á sínum tíma, þarf að vera samráð. Það er ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara og þá á að draga úr áhrifum þeirra eins mikið og frekast er unnt,“ segir Drífa. „Að því sögðu þá hafa þessar hópuppsagnir ekki raungerst þannig að við vitum ekki hvernig þær koma til framkvæmda og hvenær og ég bara hvet stjórn Eflingar, þessa átta sem samþykktu þennan gjörning, að endurskoða ákvörðun sína.“ Óvíst hvort Efling geti sinnt skyldum gagnvart félagsmönnum Þá segir Drífa óvíst hvort stéttarfélagið geti sinnt skyldum sínum. „Það er alveg ljóst að það er mjög mikið áfall fyrir þá sem þarna vinna og fólk er misstarfhæft eftir það. Ég tala nú ekki um þegar um hópuppsagnir er að ræða. Það vita allir sem hafa lent í því að hafa komið inn í slíkar aðstæður að það eru einstaklega erfiðar aðstæður og það á eftir að koma í ljós hvort félagið geti sinnt skyldum sínum gagnvart félagsmönnum,“ segir Drífa. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að segja öllum starfsmönnum Eflingar upp störfum og eiga uppsagnirnar að taka gildi um næstu mánaðarmót. Samkvæmt tillögunni verða öll störf auglýst og gerð er krafa um að starfsmenn vinni uppsagnarfrestinn. Ástæðurnar sem eru gefnar fyrir skipulagsbreytingunni eru meðal annars jafnlaunavottun félagsins, nýjar starfslýsingar, hæfniviðmið og breytingar á launakerfi. Drífa segir það enga afsökun. „Það hefur verið gert í gegn um tíðina á ýmsum stöðum án þess að til hópuppsagna hafi komið. Þannig að það er engin afsökun.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23
Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36