Veljko Birmancevic skoraði eina mark Malmö stuttu fyrir hálfleik, en Simon Olsson jafnaði metin fyrir Elfsborg snemma í síðari hálfleik.
Sveinn Aron Guðjohnsen og Hákon Rafn Valdimarsson byrjuðu báðir á varamannabekk Elfsborg, en Sveinn Aron kom inn á sem varamaður þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka.
Þá var Aron Bjarnason í byrjunarliði Sirius í markalausu jafntefli gegn Varnamo, en hann var tekinn af velli eftir klukkutíma leik.
Nú þegar tveim umferðum er lokið í sænsku úrvalsdeildinni hafa Malmö og Sirius fengið fjögur stig, en Elfsborg og Sirius eitt stig.