Geislavirkur ráðherra kominn nær því að þurfa að íhuga stöðu sína Snorri Másson skrifar 11. apríl 2022 21:19 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra kominn nær því að þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega eftir að misbrestir komu í ljós við söluna á Íslandsbanka. Stjórnarandstaðan hefur verið sögð gera of mikið mál úr bankasölunni en Kristrún segir þetta raunar ekki ánægjulegt mál til að vinna með í stjórnarandstöðu. „Þetta er alvarlegt mál fyrir trúverðugleika stjórnvalda, trúverðugleika bankakerfisins og þetta hefur bara mjög þung áhrif á samfélagið,“ segir Kristrún. Þegar séu þættir komnir fram sem varpi rýrð á ferlið, óháð því hver niðurstaða sérstakrar úttektar verði. Þar nefnir Kristrún þá staðreynd að miðlarar hafi líka verið kaupendur: „Það fer út fyrir öll eðlileg siðferðismörk í heilbrigðum viðskiptum.“ Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um framferði Bjarna Benediktssonar í tengslum við söluna á Íslandsbanka í Íslandi í dag.Vísir/Einar Kristrún nefnir einnig að erlendir sjóðir sem í síðasta útboði seldu sig hratt út úr bankanum eftir útboð hafi aftur fengið að kaupa í bankanum nú. Loks nefnir Kristrún einnig háan kostnað við útboðið sem hafi átt að vera lágkostnaðarútboð. Kristrún segir Bjarna bera fyrir sig að hann hafi raunar haft litla vitneskju um allt útboðið. „Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra er í æðsta embætti þegar kemur að sölu þessarar eignar og á að sjá um að gæta hagsmuna almennings í þessu máli. Ef fjármálaráðherra er kominn á þann stað í íslenskri pólitík að hann þyki svo geislavirkur þegar kemur að sölu banka að hann megi ekki einu sinni koma að því að sjá hverjir kaupa án þess að hafa möguleg áhrif til spillingar, þá er það bara mjög alvarlegt mál,“ segir Kristrún. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór þess sjálfur á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Nú hefur fjármálaeftirlitið einnig hafið rannsókn.Vísir/Vilhelm Minnsta skrefið sé að láta stjórnendur Bankasýslunnar víkja, sem hafi þó ekki verið gert. Á meðan veikist staða Bjarna að sögn Kristrúnar: „Á þessu stigi held ég að hann sé að komast nær því að þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega vegna þess að það virðist ekki vera vilji til að viðurkenna augljósa misbresti.“ Næsti formaður? Í öðrum fréttum af Kristrúnu Frostadóttur er það að hún er nýkomin úr hringferð um landið og á þar samtals þrjátíu og sjö fundi að baki. Það er ekki laust við að sú spurning vakni í tengslum við þá ferð hvort Kristrún hafi í hyggju að sækjast eftir formannsembætti Samfylkingarinnar á landsfundi í haust. „Auðvitað er þetta eitthvað sem ég er að velta fyrir mér. Það hafa margir komið til mín og rætt þetta við mig en ég hef enga ákvörðun tekið í þessu máli. Það er aldrei hægt að útiloka neitt.“ Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 11. apríl 2022 18:17 Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur verið sögð gera of mikið mál úr bankasölunni en Kristrún segir þetta raunar ekki ánægjulegt mál til að vinna með í stjórnarandstöðu. „Þetta er alvarlegt mál fyrir trúverðugleika stjórnvalda, trúverðugleika bankakerfisins og þetta hefur bara mjög þung áhrif á samfélagið,“ segir Kristrún. Þegar séu þættir komnir fram sem varpi rýrð á ferlið, óháð því hver niðurstaða sérstakrar úttektar verði. Þar nefnir Kristrún þá staðreynd að miðlarar hafi líka verið kaupendur: „Það fer út fyrir öll eðlileg siðferðismörk í heilbrigðum viðskiptum.“ Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um framferði Bjarna Benediktssonar í tengslum við söluna á Íslandsbanka í Íslandi í dag.Vísir/Einar Kristrún nefnir einnig að erlendir sjóðir sem í síðasta útboði seldu sig hratt út úr bankanum eftir útboð hafi aftur fengið að kaupa í bankanum nú. Loks nefnir Kristrún einnig háan kostnað við útboðið sem hafi átt að vera lágkostnaðarútboð. Kristrún segir Bjarna bera fyrir sig að hann hafi raunar haft litla vitneskju um allt útboðið. „Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra er í æðsta embætti þegar kemur að sölu þessarar eignar og á að sjá um að gæta hagsmuna almennings í þessu máli. Ef fjármálaráðherra er kominn á þann stað í íslenskri pólitík að hann þyki svo geislavirkur þegar kemur að sölu banka að hann megi ekki einu sinni koma að því að sjá hverjir kaupa án þess að hafa möguleg áhrif til spillingar, þá er það bara mjög alvarlegt mál,“ segir Kristrún. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór þess sjálfur á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Nú hefur fjármálaeftirlitið einnig hafið rannsókn.Vísir/Vilhelm Minnsta skrefið sé að láta stjórnendur Bankasýslunnar víkja, sem hafi þó ekki verið gert. Á meðan veikist staða Bjarna að sögn Kristrúnar: „Á þessu stigi held ég að hann sé að komast nær því að þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega vegna þess að það virðist ekki vera vilji til að viðurkenna augljósa misbresti.“ Næsti formaður? Í öðrum fréttum af Kristrúnu Frostadóttur er það að hún er nýkomin úr hringferð um landið og á þar samtals þrjátíu og sjö fundi að baki. Það er ekki laust við að sú spurning vakni í tengslum við þá ferð hvort Kristrún hafi í hyggju að sækjast eftir formannsembætti Samfylkingarinnar á landsfundi í haust. „Auðvitað er þetta eitthvað sem ég er að velta fyrir mér. Það hafa margir komið til mín og rætt þetta við mig en ég hef enga ákvörðun tekið í þessu máli. Það er aldrei hægt að útiloka neitt.“
Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 11. apríl 2022 18:17 Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 11. apríl 2022 18:17
Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51