Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg og spilaði í 75 mínútur. Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði inn á hjá Bayern og spilaði allar 90 mínúturnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecelía Rán Rúnarsdóttir komu báðar inn á leikvöllinn í hálfleik hjá Bayern en þær náðu ekki að stöðva yfirburði Wolfsburg.
Huth, Wedemeyer og Wassmuth gerðu mörk Wolfsburg í fyrri hálfleik áður en Popp, Oberdorf og Pajor bættu við öðrum þremur mörkum í síðari hálfleik.
Eftir leikinn ef Wolfsburg eitt í efsta sæti deildarinnar með 50 stig, fjögurra stiga forskot á Bayern sem er í öðru sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.