Joao Felix kom heimamönnum í Atlético Madrid yfir strax á elleftu mínutu, en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksis og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Gonzalo Escalante jafnaði metin fyrir gestina eftir rúmlega klukkutíma leik, en Luis Suarez kom heimamönnum í forystu á ný með marki af vítapunktinum þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.
Joao Felix skoraði þriðja mark meistaranna á 82. mínútu og Luis Suarez gulltryggði 4-1 sigur með marki í uppbótartíma.
Atlético Madrid situr nú í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 57 stig eftir 30 leiki. Deportivo Alavés situr hins vegar sem fastast á botninum með 22 stig.