Sitjandi formaður misnoti sjóði félaga í persónulegum hefndarleiðangri Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2022 19:06 Viðar Þorsteinsson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar. vísir/vilhelm Fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar sakar sitjandi formann félagsins um að misnota sjóði félaga Eflingar persónulegum hefndarleiðangri gegn sér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar, fer ófögrum orðum um Agnieszku Ewu Ziólkowsku, sitjandi formann félagsins, í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook. Tilefnið er lögfræðileg úttekt sem stjórn Eflingar lét framkvæma á viðskiptum félagsins við Sigur ehf. sem hannaði vefsíðu félagsins. Stjórn Eflingar birti ályktun um úttektina á vef sínum í dag. Þar segir að niðurstöður skýrslunnar séu að ákvarðanir um samningssamband félagsins við Sigur vefstofu ehf., umfang þess og kostnað hafi ekki verið bornar undir stjórn félagsins með réttum hætti. Með því hafi fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins farið gegn starfsskyldum sínum og heimildum með alvarlegum hætti. Viðar segir ályktunina vera mátulega óljósa til að gera hann og störf hans tortryggileg. Þá segist hann hvorki hafa fengið skýrsluna afhenta né hafi hann fengið að sjá hana. „Er þetta gert til að tryggja að ég geti engum eðlilegum vörnum haldið uppi fyrir mitt mannorð og starfsheiður,“ segir Viðar. Neitar sök og segir skýrsluna rógburð Viðar segist hafa vitað fyrir fram hvernig atburðarásin í tengslum við úttektina yrði enda hafi Agnieszka og félagar hennar beitt álíka aðferðum áður. „Ég neita því alfarið að hafa á nokkurn hátt „farið gegn starfsskyldum mínum og heimildum“ í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Eflingar. Þessar yfirlýsingar stjórnar Eflingar og lögmannsins Odds Ástráðssonar um mín störf eru ekkert nema innihaldslaus og ómarktækur rógburður,“ segir Viðar. Hann segist stoltur störfum sínum fyrir Eflingu og segir byltingu hafa verið gerða í sýnileika og þjónustu Eflingar í hans tíð sem framkvæmdastjóri félagsins, með nýjum vef, Mínum síðum, fjölbreyttu myndbandsefni, glæsilegum auglýsingum, gróskumikilli útgáfu og svo framvegis. „Hin raunverulega misnotkun valdheimilda sem hefur átt sér stað hjá Eflingu er ákvörðun fráfarandi formanns Eflingar að misnota sjóði félagsmanna í persónulegum hefndarleiðangri sínum gegn mér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem framdi þann glæp að hafa betur lýðræðislegum kosningum í félaginu. Skömm stjórnar Eflingar að hafa stutt fráfarandi formann í þessari vegferð er mikil,“ segir Viðar að lokum. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. 1. apríl 2022 11:12 Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. 31. mars 2022 18:39 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar, fer ófögrum orðum um Agnieszku Ewu Ziólkowsku, sitjandi formann félagsins, í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook. Tilefnið er lögfræðileg úttekt sem stjórn Eflingar lét framkvæma á viðskiptum félagsins við Sigur ehf. sem hannaði vefsíðu félagsins. Stjórn Eflingar birti ályktun um úttektina á vef sínum í dag. Þar segir að niðurstöður skýrslunnar séu að ákvarðanir um samningssamband félagsins við Sigur vefstofu ehf., umfang þess og kostnað hafi ekki verið bornar undir stjórn félagsins með réttum hætti. Með því hafi fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins farið gegn starfsskyldum sínum og heimildum með alvarlegum hætti. Viðar segir ályktunina vera mátulega óljósa til að gera hann og störf hans tortryggileg. Þá segist hann hvorki hafa fengið skýrsluna afhenta né hafi hann fengið að sjá hana. „Er þetta gert til að tryggja að ég geti engum eðlilegum vörnum haldið uppi fyrir mitt mannorð og starfsheiður,“ segir Viðar. Neitar sök og segir skýrsluna rógburð Viðar segist hafa vitað fyrir fram hvernig atburðarásin í tengslum við úttektina yrði enda hafi Agnieszka og félagar hennar beitt álíka aðferðum áður. „Ég neita því alfarið að hafa á nokkurn hátt „farið gegn starfsskyldum mínum og heimildum“ í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Eflingar. Þessar yfirlýsingar stjórnar Eflingar og lögmannsins Odds Ástráðssonar um mín störf eru ekkert nema innihaldslaus og ómarktækur rógburður,“ segir Viðar. Hann segist stoltur störfum sínum fyrir Eflingu og segir byltingu hafa verið gerða í sýnileika og þjónustu Eflingar í hans tíð sem framkvæmdastjóri félagsins, með nýjum vef, Mínum síðum, fjölbreyttu myndbandsefni, glæsilegum auglýsingum, gróskumikilli útgáfu og svo framvegis. „Hin raunverulega misnotkun valdheimilda sem hefur átt sér stað hjá Eflingu er ákvörðun fráfarandi formanns Eflingar að misnota sjóði félagsmanna í persónulegum hefndarleiðangri sínum gegn mér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem framdi þann glæp að hafa betur lýðræðislegum kosningum í félaginu. Skömm stjórnar Eflingar að hafa stutt fráfarandi formann í þessari vegferð er mikil,“ segir Viðar að lokum.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. 1. apríl 2022 11:12 Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. 31. mars 2022 18:39 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. 1. apríl 2022 11:12
Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. 31. mars 2022 18:39