Ung knattspyrnukona sakar Barcelona um illa meðferð Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 11:00 Giovana Queiroz er samningsbundin Barcelona en var lánuð til Levante. Getty Giovana Queiroz, 18 ára brasilísk landsliðskona í fótbolta, hefur sakað spænska félagið Barcelona um hrottafengna meðferð en hún er leikmaður félagsins. Queiroz, sem er núna að láni hjá öðru spænsku félagi, Levante, lýsir þessu í opnu bréfi til Joan Laporta, forseta Barcelona. Queiroz segir að aðili hjá félaginu hafi „viljað eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar. Fréttir af bréfi Queiroz birtast sama dag og liðið leikur afar mikilvægan leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, gegn Real Madrid á Camp Nou þar sem uppselt er. Barcelona, sem er Evrópumeistari, vann fyrri leikinn 3-1. Segist hafa verið lokuð inni án ástæðu Queiroz segir í bréfinu að þeir erfiðleikar sem hún hafi upplifað hafi að hluta tengst því þegar hún var kölluð í brasilíska landsliðið. „Ég fór að fá öðruvísi meðhöndlun hjá félaginu. Mér var gefið til kynna að það að spila fyrir Brasilíu væri ekki gott fyrir framtíð mína hjá félaginu. Ég var króuð af með hrottafullum hætti svo að ég myndi ekki spila fyrir brasilíska landsliðið. Í febrúar 2021 var ég lokuð inni ólöglega af félaginu. Því var haldið fram að ég hefði verið í nánu samneyti við Covid-smitaðan einstakling. Eftir að ég lauk sóttkví fékk ég leyfi FIFA til að fara til móts við brasilíska landsliðshópinn í Bandaríkjunum,“ skrifaði Quieroz. Giovana Queiroz segir slæma meðferð hjá Barcelona tengjast því að hún hafi farið til að spila með brasilíska landsliðinu.Getty/Steve Christo „Þegar ég sneri aftur til félagsins var ég boðuð á fund með stjórnanda þar sem ég var ranglega sökuð um að brjóta reglur og ferðast án leyfis félagsins. Eftir þetta breyttist líf mitt til frambúðar. Ég lenti ítrekað í niðurlægjandi aðstæðum hjá félaginu, í marga mánuði. Það var greinilegt að hann vildi eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar,“ skrifaði Queiroz og bætti við: „FC Barcelona ber ekki beint ábyrgð á þessari illu meðferð en félagið ber ábyrgð á að tryggja andlegt og siðferðilegt öryggi gagnvart hvers kyns misnotkun. Minningarnar, áföllin og afleiðingarnar munu vara um árabil og mitt faglega líf og einkalíf hefur orðið fyrir miklum áhrifum.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar Í yfirlýsingu vísar Barcelona ásökunum Queiroz á bug. „Ásakanirnar um andlegt ofbeldi og áreitni á vinnustað eru ósannar. Giovana umgekkst náið aðila sem smitaðist af Covid-19 og félagið tjáði henni að hún gæti ekki ferðast til Orlando í Bandaríkjunum með brasilíska landsliðinu samkvæmt reglum spænskra stjórnvalda. Leikmaðurinn kvartaði til félagsin sog FIFA. FC Barcelona og FIFA komust að þeirri niðurstöðu að þau hefðu bæði brugðist rétt við. Málinu var lokið,“ sagði í yfirlýsingunni. Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Queiroz, sem er núna að láni hjá öðru spænsku félagi, Levante, lýsir þessu í opnu bréfi til Joan Laporta, forseta Barcelona. Queiroz segir að aðili hjá félaginu hafi „viljað eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar. Fréttir af bréfi Queiroz birtast sama dag og liðið leikur afar mikilvægan leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, gegn Real Madrid á Camp Nou þar sem uppselt er. Barcelona, sem er Evrópumeistari, vann fyrri leikinn 3-1. Segist hafa verið lokuð inni án ástæðu Queiroz segir í bréfinu að þeir erfiðleikar sem hún hafi upplifað hafi að hluta tengst því þegar hún var kölluð í brasilíska landsliðið. „Ég fór að fá öðruvísi meðhöndlun hjá félaginu. Mér var gefið til kynna að það að spila fyrir Brasilíu væri ekki gott fyrir framtíð mína hjá félaginu. Ég var króuð af með hrottafullum hætti svo að ég myndi ekki spila fyrir brasilíska landsliðið. Í febrúar 2021 var ég lokuð inni ólöglega af félaginu. Því var haldið fram að ég hefði verið í nánu samneyti við Covid-smitaðan einstakling. Eftir að ég lauk sóttkví fékk ég leyfi FIFA til að fara til móts við brasilíska landsliðshópinn í Bandaríkjunum,“ skrifaði Quieroz. Giovana Queiroz segir slæma meðferð hjá Barcelona tengjast því að hún hafi farið til að spila með brasilíska landsliðinu.Getty/Steve Christo „Þegar ég sneri aftur til félagsins var ég boðuð á fund með stjórnanda þar sem ég var ranglega sökuð um að brjóta reglur og ferðast án leyfis félagsins. Eftir þetta breyttist líf mitt til frambúðar. Ég lenti ítrekað í niðurlægjandi aðstæðum hjá félaginu, í marga mánuði. Það var greinilegt að hann vildi eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar,“ skrifaði Queiroz og bætti við: „FC Barcelona ber ekki beint ábyrgð á þessari illu meðferð en félagið ber ábyrgð á að tryggja andlegt og siðferðilegt öryggi gagnvart hvers kyns misnotkun. Minningarnar, áföllin og afleiðingarnar munu vara um árabil og mitt faglega líf og einkalíf hefur orðið fyrir miklum áhrifum.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar Í yfirlýsingu vísar Barcelona ásökunum Queiroz á bug. „Ásakanirnar um andlegt ofbeldi og áreitni á vinnustað eru ósannar. Giovana umgekkst náið aðila sem smitaðist af Covid-19 og félagið tjáði henni að hún gæti ekki ferðast til Orlando í Bandaríkjunum með brasilíska landsliðinu samkvæmt reglum spænskra stjórnvalda. Leikmaðurinn kvartaði til félagsin sog FIFA. FC Barcelona og FIFA komust að þeirri niðurstöðu að þau hefðu bæði brugðist rétt við. Málinu var lokið,“ sagði í yfirlýsingunni.
Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti