„Að ganga út á þjóðarleikvanginn sem fyrirliði í fyrsta skipti var einstakt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. mars 2022 07:01 Christian Eriksen var fyrirliði danska landsliðsins í endurkomu sinni á Parken. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images Fyrir 290 dögum fór Christian Eriksen í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM í fótbolta síðasta sumar. Í gær snéri hann aftur á sama völl með danska landsliðinu þegar hann bar fyrirliðabandið í 3-0 sigri gegn Serbíu. Þrátt fyrir að leikur Danmerkur og Serbíu hafi í raun verið þýðingarlítill vináttulandsleikur var augljós gleði meðal viðstaddra fyrir leik. Christian Eriksen var að snúa aftur á sama völl og hann hné niður á fyrir tæplega tíu mánuðum og ekki minnkaði gleðin þegar leikmaðurinn skoraði þriðja mark danska liðsins á 57. mínútu. Christian Eriksen leads out Denmark as captain on his return to Parken Stadium, the venue where he suffered cardiac arrest at the Euros last year 👏 pic.twitter.com/IXRgKVwmJR— B/R Football (@brfootball) March 29, 2022 Eriksen ræddi við fjölmiðla eftir leik og sagði að það væri einstök tilfinning að leiða liðið út á völlinn í leik sem þessum. „Þetta er ekki lokakaflinn, heldur er þetta bara byrjunin á fótboltaferli sem heldur áfram,“ sagði Eriksen að leikslokum. „Þetta var smá pása í nokkra mánuði, en nú snýst þetta um að koma fótboltanum aftur í gang.“ „Þetta var í fyrsta skipti sem ég er fyrirliði og geng út á þennan völl. Ég hef verið fyrirliði áður, en ekki hér. Að ganga út á þjóðarleikvanginn sem fyrirliði í fyrsta skipti var einstakt.“ „Það að leiða strákana út var mjög tilfinningaþrungið og eitthvað sem ég get verið stoltur af. Þetta var yndisleg tilfinning,“ sagði Eriksen meyr að lokum. Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Sjáðu endurkomu Eriksen á Parken og markið sem fullkomnaði hana Það var falleg stund er Christian Eriksen snéri aftur á Parken með danska landsliðinu í fótbolta í kvöld, 290 dögum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á sama velli á EM í fyrra. 29. mars 2022 23:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Þrátt fyrir að leikur Danmerkur og Serbíu hafi í raun verið þýðingarlítill vináttulandsleikur var augljós gleði meðal viðstaddra fyrir leik. Christian Eriksen var að snúa aftur á sama völl og hann hné niður á fyrir tæplega tíu mánuðum og ekki minnkaði gleðin þegar leikmaðurinn skoraði þriðja mark danska liðsins á 57. mínútu. Christian Eriksen leads out Denmark as captain on his return to Parken Stadium, the venue where he suffered cardiac arrest at the Euros last year 👏 pic.twitter.com/IXRgKVwmJR— B/R Football (@brfootball) March 29, 2022 Eriksen ræddi við fjölmiðla eftir leik og sagði að það væri einstök tilfinning að leiða liðið út á völlinn í leik sem þessum. „Þetta er ekki lokakaflinn, heldur er þetta bara byrjunin á fótboltaferli sem heldur áfram,“ sagði Eriksen að leikslokum. „Þetta var smá pása í nokkra mánuði, en nú snýst þetta um að koma fótboltanum aftur í gang.“ „Þetta var í fyrsta skipti sem ég er fyrirliði og geng út á þennan völl. Ég hef verið fyrirliði áður, en ekki hér. Að ganga út á þjóðarleikvanginn sem fyrirliði í fyrsta skipti var einstakt.“ „Það að leiða strákana út var mjög tilfinningaþrungið og eitthvað sem ég get verið stoltur af. Þetta var yndisleg tilfinning,“ sagði Eriksen meyr að lokum.
Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Sjáðu endurkomu Eriksen á Parken og markið sem fullkomnaði hana Það var falleg stund er Christian Eriksen snéri aftur á Parken með danska landsliðinu í fótbolta í kvöld, 290 dögum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á sama velli á EM í fyrra. 29. mars 2022 23:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Sjáðu endurkomu Eriksen á Parken og markið sem fullkomnaði hana Það var falleg stund er Christian Eriksen snéri aftur á Parken með danska landsliðinu í fótbolta í kvöld, 290 dögum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á sama velli á EM í fyrra. 29. mars 2022 23:00