Fótbolti

Bale: Við vitum öll hvert raunverulega sníkjudýrið er

Atli Arason skrifar
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid.
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid. Getty Images

Gareth Bale, framherji Real Madrid, hefur svarað fyrir sig á Twitter þar sem hann gagnrýnir spænska og breska fjölmiðla. Í spænska miðlinum Marca var Bale kallaður sníkjudýr sem væri að sjúga blóð í formi evra af félagsliðinu sínu.

„Í núverandi tíðaranda, þar sem fólk er að taka sitt eigið líf vegna látlausar og óvæginnar umfjöllunar fjölmiðla þá vil ég vita, hver gerir þessa fjölmiðlamenn ábyrga fyrir skrifum sínum,“ spyr Bale á Twitter.

„Sem betur fer er ég með þykkan skráp eftir minn tíma á opinberum vettvangi. Það þýðir þó ekki að skrif fjölmiðla hafi ekki áhrif og geti ekki valdið skaða til þeirra sem eru á hinum endanum á þessum illgjörnu sögusögnum.“

Myndin sem birtist í Marca af Bale sem blóðsjúgandi sníkjudýri og þykir frekar ósmekkleg að mati framherjans.Marca

Bale hefur áhyggjur af því að þessi óvægna og ósanngjarna umfjöllun muni leiða af sér slæmar afleiðingar.

„Pressan sem sett er á atvinnumenn er ótrúleg og það er augljóst hvernig neikvæð fjölmiðlaumfjöllun getur auðveldlega sett íþróttamann, sem er nú þegar á tæpasta vaði, yfir brúnina.“

„Við vitum öll hvert raunverulega sníkjudýrið er,“ skrifaði Gareth Bale, leikmaður Real Madrid. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×