Þingmenn minntust Guðrúnar Helgadóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2022 11:31 Þingmenn risu úr sætum til að minnast Guðrúnar í morgun. Vafalítið hafa margir þeirra lesið bækur Guðrúnar, sem börn eða fyrir börnin sín. Alþingi Þingmenn minntust Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundar og fyrrverandi forseta Alþingis, við upphaf þingfundar í dag. Guðrún andaðist aðfaranótt miðvikudagsins 23. mars en hún var 86 ára. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, reifaði feril Guðrúnar við upphaf þingfundar. „Guðrún Helgadóttir var fædd 7. september 1935 í Hafnarfirði og þar átti hún sterkar rætur og stóra fjölskyldu. Foreldrar hennar voru hjónin Ingigerður Eyjólfsdóttir húsmóðir og Helgi Guðlaugsson sjómaður. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og varð skömmu síðar rektorsritari við skólann og gegndi þeirri stöðu í um áratug. Frá árinu 1973 var Guðrún deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins fram til þess að hún var kjörin til setu á Alþingi í desember 1979. Stjórnmálaferill hennar hófst þó árinu áður þegar hún var kosin í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem hún sat eitt kjörtímabil. Á Alþingi átti hún sæti fram til 1995 og enn á ný stuttan tíma vorið 1999. Samhliða öðrum störfum og síðar þingmennsku sinnti Guðrún Helgadóttir ritstörfum og varð þjóðþekkt fyrir barnabækur sínar, ekki síst bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna sem komu fyrst út 1974, en fyrir þær hlaut hún miklar vinsældir meðal landsmanna. Þess naut hún og í stjórnmálum, bæði í borgarstjórn og á Alþingi, og um hana munaði hvar sem hún var. Með skeleggum málflutningi átti hún án efa mikinn þátt í kosningasigri Alþýðubandalagsins í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík 1978. Guðrún Helgadóttir er goðsögn í íslenskum bókmenntaheimi. Eftir alþingiskosningar 1987 varð Guðrún 1. varaforseti sameinaðs þings og eftir stjórnarskipti haustið 1988 var hún fyrst kvenna kosin forseti sameinað Alþingis og varð þá sem slík handhafi forsetavalds. Þingforseti var hún fram að kosningum 1991 og einn af varaforsetum Alþingis það kjörtímabil sem í hönd fór. Í forsetatíð Guðrúnar Helgadóttur voru undirbúnar miklar breytingar á skipan Alþingis og staðfestar eftir kosningar 1991, þ.e. afnám deildaskiptingar þingsins og setning nýrra þingskapa. Sjálf beitti Guðrún sér fyrir breytingum á skrifstofu þingsins, m.a. með stofnun nefndadeildar til aðstoðar þingmönnum í störfum þeirra, auk annarra umbóta. Sem alþingismaður lét Guðrún sig mestu varða heilbrigðis- og tryggingamál, þar sem hún þekkti vel til, málefni barna, menningarmál og fleira. Hún tók virkan þátt í alþjóðastarfi þingmanna, ekki síst Norðurlandasamstarfi, fram að því að hún varð þingforseti, og sat síðar í þingmannanefnd EFTA. Guðrún Helgadóttir vék af þingi við kosningarnar 1995, en var þó varamaður næsta kjörtímabil og tók á ný fast sæti við lok þess árið 1999 er aðalmaður sagði af sér. Hún var það kjörtímabil líka í útvarpsráði og tryggingaráði. Hún sat á 22 löggjafarþingum alls. Þrátt fyrir tveggja áratuga störf í fremstu víglínu stjórnmála og trúnaðarstöður á þeim vettvangi verður Guðrúnar Helgadóttur lengst minnst sem rithöfundar. Hún var margverðlaunuð fyrir bækur sínar og ávann sér sess sem þekktasti barnabókahöfundur landsins. Bækur hennar verða lengi lesnar fyrir börn og af börnum og fullorðnir munu líka lesa þær sér til yndisauka. Það gustaði um Guðrúnu Helgadóttur í þingstörfum sem í öðru sem hún fékkst við á ævi sinni. Hún var hvöss í gagnrýni á það sem henni fannst ranglátt og aðfinnsluvert í samfélaginu, en var jafnan ljúf í samstarfi, rösk og ósérhlífin og vinmörg. Hún var þingforseti á átakatímum í stjórnmálum en því embætti gegndi hún af virðingu og lagði sig fram um að þingstörf gengju greiðlega. Í því skyni lét hún m.a. gera fyrstu starfsáætlun þingsins 1988.“ Að lestrinum loknum bað Birgir þingmenn um að minnast Guðrúnar með því að rísa úr sætum. Alþingi Andlát Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, reifaði feril Guðrúnar við upphaf þingfundar. „Guðrún Helgadóttir var fædd 7. september 1935 í Hafnarfirði og þar átti hún sterkar rætur og stóra fjölskyldu. Foreldrar hennar voru hjónin Ingigerður Eyjólfsdóttir húsmóðir og Helgi Guðlaugsson sjómaður. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og varð skömmu síðar rektorsritari við skólann og gegndi þeirri stöðu í um áratug. Frá árinu 1973 var Guðrún deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins fram til þess að hún var kjörin til setu á Alþingi í desember 1979. Stjórnmálaferill hennar hófst þó árinu áður þegar hún var kosin í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem hún sat eitt kjörtímabil. Á Alþingi átti hún sæti fram til 1995 og enn á ný stuttan tíma vorið 1999. Samhliða öðrum störfum og síðar þingmennsku sinnti Guðrún Helgadóttir ritstörfum og varð þjóðþekkt fyrir barnabækur sínar, ekki síst bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna sem komu fyrst út 1974, en fyrir þær hlaut hún miklar vinsældir meðal landsmanna. Þess naut hún og í stjórnmálum, bæði í borgarstjórn og á Alþingi, og um hana munaði hvar sem hún var. Með skeleggum málflutningi átti hún án efa mikinn þátt í kosningasigri Alþýðubandalagsins í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík 1978. Guðrún Helgadóttir er goðsögn í íslenskum bókmenntaheimi. Eftir alþingiskosningar 1987 varð Guðrún 1. varaforseti sameinaðs þings og eftir stjórnarskipti haustið 1988 var hún fyrst kvenna kosin forseti sameinað Alþingis og varð þá sem slík handhafi forsetavalds. Þingforseti var hún fram að kosningum 1991 og einn af varaforsetum Alþingis það kjörtímabil sem í hönd fór. Í forsetatíð Guðrúnar Helgadóttur voru undirbúnar miklar breytingar á skipan Alþingis og staðfestar eftir kosningar 1991, þ.e. afnám deildaskiptingar þingsins og setning nýrra þingskapa. Sjálf beitti Guðrún sér fyrir breytingum á skrifstofu þingsins, m.a. með stofnun nefndadeildar til aðstoðar þingmönnum í störfum þeirra, auk annarra umbóta. Sem alþingismaður lét Guðrún sig mestu varða heilbrigðis- og tryggingamál, þar sem hún þekkti vel til, málefni barna, menningarmál og fleira. Hún tók virkan þátt í alþjóðastarfi þingmanna, ekki síst Norðurlandasamstarfi, fram að því að hún varð þingforseti, og sat síðar í þingmannanefnd EFTA. Guðrún Helgadóttir vék af þingi við kosningarnar 1995, en var þó varamaður næsta kjörtímabil og tók á ný fast sæti við lok þess árið 1999 er aðalmaður sagði af sér. Hún var það kjörtímabil líka í útvarpsráði og tryggingaráði. Hún sat á 22 löggjafarþingum alls. Þrátt fyrir tveggja áratuga störf í fremstu víglínu stjórnmála og trúnaðarstöður á þeim vettvangi verður Guðrúnar Helgadóttur lengst minnst sem rithöfundar. Hún var margverðlaunuð fyrir bækur sínar og ávann sér sess sem þekktasti barnabókahöfundur landsins. Bækur hennar verða lengi lesnar fyrir börn og af börnum og fullorðnir munu líka lesa þær sér til yndisauka. Það gustaði um Guðrúnu Helgadóttur í þingstörfum sem í öðru sem hún fékkst við á ævi sinni. Hún var hvöss í gagnrýni á það sem henni fannst ranglátt og aðfinnsluvert í samfélaginu, en var jafnan ljúf í samstarfi, rösk og ósérhlífin og vinmörg. Hún var þingforseti á átakatímum í stjórnmálum en því embætti gegndi hún af virðingu og lagði sig fram um að þingstörf gengju greiðlega. Í því skyni lét hún m.a. gera fyrstu starfsáætlun þingsins 1988.“ Að lestrinum loknum bað Birgir þingmenn um að minnast Guðrúnar með því að rísa úr sætum.
Alþingi Andlát Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira