Xavi hefur breytt öllu hjá Barcelona á aðeins 134 dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2022 12:00 Xavi Hernández hefur gert frábæra hluti með lið Barcelona. Pierre-Emerick Aubameyang hefur raðað inn mörkum síðan að hann kom til félagsins. Samsett/AP Hver hefði trúað því að aðeins 134 dögum eftir að Xavi tók við skröltandi hálfhjólalausu Barcelona liði væri hann búinn að endurvekja stolt Börsunga og nú síðast vinna 4-0 stórsigur á erkifjendunum í Real Madrid og það á sjálfum Santiago Bernabéu leikvanginum. Síðustu vikur hefur Barcelona spilað miklu skemmtilegri og árangursríkari fótbolta en undanfarin misseri. Þessi ný leikstíll Börsunga hefur auðvitað fengið viðurnefnið Xavi-bolti eftir þjálfaranum sem tók við liðinu 6. nóvember síðastliðinn. Nauðsynleg upprisa Upprisa Barcelona liðsins undir stjórn Xavi Hernández hefur verið afar nauðsynleg fyrir þetta fornfræga félag sem hefur mátt upplifa vandræðalega tíma innan sem utan vallar. Slæm fjárhagsstaða hefur jafnoft stolið fyrirsögnunum og slæm töp. Það má síðan ekki gleyma því að félagið leyfði Lionel Messi að yfirgefa félagið sitt á frjálsri sölu í haust. It s simply incredible how Xavi Hernández has changed Barcelona Football Club in 134 days. It feels completely different, on and off the pitch. #FCBDressing room atmosphere, tactics, signings, relationship with players & board and then, this Clásico. 134 days. Chapeau. pic.twitter.com/FaT5Dsd6bv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 20, 2022 Líkt og Xavi Hernández tók stjórnina á miðjunni í gullaldarliði Barcelona undir stjórn Pep Guardiola var hann frekar fljótur að ná stjórninni þegar hann mættu aftur á Nývang. Hann tók agamálin upp á allt annað stig og hafði auðvitað mikla virðingu frá bæði leikmönnum og stjórnarmönnum. Allir í Barcelona elska Xavi og elska hann ekkert minna sem knattspyrnustjóra liðsins. Mesta breytingin er auðvitað á leikstíl liðsins því Barcelona liðið er að spila miklu opnari og beittari bolta síðan hann settist í þjálfarastólinn. "This is a very good moment to celebrate" Xavi after Barça's 4-0 win in #ElClásico pic.twitter.com/L9120ieCv4— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 21, 2022 Xavi hefur í raun breytt öllu, hvort sem það er andrúmsloftið, taktíkin, leikmannakaup, samband við leikmenn og stjórn. Hann kórónaði þetta breytingaferli með því að stimpla Barcelona aftur í hóp bestu liðanna með því að rúlla upp Real Madrid í El Clásico. Tveir erfiðir mánuðir Það tók samt vissulega tvo mánuði að snúa við skútunni og þá veltu kannski margir fyrir sér að verkefnið væri jafnvel of stórt fyrir ekki reynslumeiri mann. Nú 134 dögum síðar efast líklega enginn lengur. Frá og með febrúar þá hefur Xavi komið Barcelona liðinu á fullt skrið og gott dæmi um það eru 4-2 sigur á Atlético Madrid 6. febrúar, 4-1 sigur á Valencia 20. febrúar, 4-2 sigur á Napoli 24. febrúar í Evrópudeildinni, 4-0 sigur á Athletic Bilbao 27. febrúar, 4-0 sigur á Osasuna 13. mars og loks 4-0 sigur á Real Madrid í fyrsta El Clásico Xavi í deildinni sem þjálfari. Eins og sjá má á þessari upptalningu þá er Barcelona ekki bara að vinna alla þessa leiki heldur er liðið að gera það með því að skora fullt af mörkum og vinna bestu liðin sannfærandi. What a performance from @FCBarcelona. What a display from @Auba. What a job Xavi is doing. Qué espectáculo. — Gary Lineker (@GaryLineker) March 20, 2022 „Við náðum að breyta neikvæðri reynslu okkar eftir að hafa tapað síðustu Clasico-leikjum. Við höfum sannað það að við getum keppt við bestu lið heims. Ég veit ekki hvort við getum unnið titilinn en við útilokum ekki neitt. Kannski erum við aðeins of seint á ferðinni en þetta var mjög stór sigur fyrir okkur,“ sagði Xavi Hernández eftir leikinn. Þessi úrslit geta bara hjálpað „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Þetta var El Clasico og þessi úrslit geta bara hjálpað okkur í framhaldinu. Það er samt enn mikið verk fyrir höndum,“ sagði Xavi. Barcelona liðið var í tómu tjóni undir stjórn Hollendingsins Ronald Koeman og eftir fyrsta tap liðsins í nítján ár á móti Rayo Vallecano í hans síðasta leik í lok október þá sátu Börsungar í níunda sæti spænsku deildarinnar. Meistaradeildardraumurinn dó eftir að Xavi tók við enda voru fyrstu mánuðir hans erfiðir. Liðið hefur á móti blómstrað í Evrópudeildinni þar sem liðið er komið í átta liða úrslitin. Liðið er einnig komið upp í þriðja sæti í deildinni. Barcelona liðið er vissulega enn tólf stigum á eftir toppliði Real Madrid en á einn leik inni á erkifjendur sína. Liðið hefur enn fremur fengið átta fleiri stig í síðustu fimm leikjum sínum en Sevilla á sama tíma. Sevilla er í öðru sæti. Kemur honum ekkert á óvart „Xavi kemur mér ekki á óvart,“ sagði Javier Saviola, fyrrum leikmaður Real Madrid og Barcelona. Hann sá strax þjálfarann í Xavi þegar þeir spiluðu saman í liði Barcelona. „Við sáum strax að hann hafði hæfileikana til að ná tökum á fræðunum sem eru svo flókin fyrir sumar. Hann hafði þessa taktísku sýn og sýndi það með því að staðsetja leikmennina fyrir framan sig. Við sáum þetta strax,“ sagði Saviola. „Hann hefur gefið Barcelona nýtt andlit. Nýju leikmennirnir hafa þó verið mjög mikilvægir. Þeir hafa styrkt Barcelona liðið mikið og þeir eru allir að spila á háu getustigi,“ sagði Saviola. Einn af þessum nýju leikmönnum er auðvitað, Pierre-Emerick Aubameyang, fyrrum fyrirliði Arsenal. Barcelona fékk hann á frjálsri sölu úr frystinum á Emirates og hann hefur skoraði níu mörk í fyrstu ellefu leikjum sínum með félaginu. Í gær var Aubameyang með tvö mörk og eina stoðsendingu í stórsigrinum á Real. Dembele had to fight through boo's and whistles after the winter transfer window.He now has the most assists (7) in Europe's top 5 leagues in 2022, while flourishing under Xavi.Respect pic.twitter.com/bTbqjX4OkJ— ESPN FC (@ESPNFC) March 20, 2022 Barcelona fékk líka menn eins og Ferran Torres, Adama Traoré (á láni) og Dani Alves í janúarglugganum. Liðinu tókst að styrkja sig vel og það hefur einnig hjálpa Xavi mikið. Það þurfti hins vegar nýja hugsun og nýja hugsjón á Nývangi og þar er að nægu að taka hjá Xavi. Þá má ekki gleyma hvað hann hefur gert fryir Ousmane Dembélé. Dembélé var nánast útskúfaður úr félaginu en hefur blómstrað undir stjórn Xavi. Dembélé átti meðal annars tvær stoðsendingar í gær og hefur gefið sjö slíkar á árinu 2022 sem er það mesta í fimm stærstu deildum Evrópu. Verðum að sýna þolinmæði „Við verðum samt að sýna honum þolinmæði. Ég tel að hann sé rétti stjórinn því hann fæddist hjá félaginu. Hann þekkir Barcelona heimspekina og hefur án efa allt það sem þarf til að ná árangri hjá Barcelona,“ sagði Saviola. Fyrsti leikur eftir landsleikjahlé verður einmitt á móti Sevilla og þar geta Börsungar tekið annað sætið af Andalúsíumönnum. Svo er komið að átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á móti þýska liðinu Eintracht Frankfurt en í þeirri keppni liggja kannski mestu möguleikar Xavi á að vinna stóran titil á sínu fyrsta tímabili með Barcelona liðið. Xavi has completely transformed this Barcelona team pic.twitter.com/z449xtVXoG— ESPN FC (@ESPNFC) March 20, 2022 Spænski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Síðustu vikur hefur Barcelona spilað miklu skemmtilegri og árangursríkari fótbolta en undanfarin misseri. Þessi ný leikstíll Börsunga hefur auðvitað fengið viðurnefnið Xavi-bolti eftir þjálfaranum sem tók við liðinu 6. nóvember síðastliðinn. Nauðsynleg upprisa Upprisa Barcelona liðsins undir stjórn Xavi Hernández hefur verið afar nauðsynleg fyrir þetta fornfræga félag sem hefur mátt upplifa vandræðalega tíma innan sem utan vallar. Slæm fjárhagsstaða hefur jafnoft stolið fyrirsögnunum og slæm töp. Það má síðan ekki gleyma því að félagið leyfði Lionel Messi að yfirgefa félagið sitt á frjálsri sölu í haust. It s simply incredible how Xavi Hernández has changed Barcelona Football Club in 134 days. It feels completely different, on and off the pitch. #FCBDressing room atmosphere, tactics, signings, relationship with players & board and then, this Clásico. 134 days. Chapeau. pic.twitter.com/FaT5Dsd6bv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 20, 2022 Líkt og Xavi Hernández tók stjórnina á miðjunni í gullaldarliði Barcelona undir stjórn Pep Guardiola var hann frekar fljótur að ná stjórninni þegar hann mættu aftur á Nývang. Hann tók agamálin upp á allt annað stig og hafði auðvitað mikla virðingu frá bæði leikmönnum og stjórnarmönnum. Allir í Barcelona elska Xavi og elska hann ekkert minna sem knattspyrnustjóra liðsins. Mesta breytingin er auðvitað á leikstíl liðsins því Barcelona liðið er að spila miklu opnari og beittari bolta síðan hann settist í þjálfarastólinn. "This is a very good moment to celebrate" Xavi after Barça's 4-0 win in #ElClásico pic.twitter.com/L9120ieCv4— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 21, 2022 Xavi hefur í raun breytt öllu, hvort sem það er andrúmsloftið, taktíkin, leikmannakaup, samband við leikmenn og stjórn. Hann kórónaði þetta breytingaferli með því að stimpla Barcelona aftur í hóp bestu liðanna með því að rúlla upp Real Madrid í El Clásico. Tveir erfiðir mánuðir Það tók samt vissulega tvo mánuði að snúa við skútunni og þá veltu kannski margir fyrir sér að verkefnið væri jafnvel of stórt fyrir ekki reynslumeiri mann. Nú 134 dögum síðar efast líklega enginn lengur. Frá og með febrúar þá hefur Xavi komið Barcelona liðinu á fullt skrið og gott dæmi um það eru 4-2 sigur á Atlético Madrid 6. febrúar, 4-1 sigur á Valencia 20. febrúar, 4-2 sigur á Napoli 24. febrúar í Evrópudeildinni, 4-0 sigur á Athletic Bilbao 27. febrúar, 4-0 sigur á Osasuna 13. mars og loks 4-0 sigur á Real Madrid í fyrsta El Clásico Xavi í deildinni sem þjálfari. Eins og sjá má á þessari upptalningu þá er Barcelona ekki bara að vinna alla þessa leiki heldur er liðið að gera það með því að skora fullt af mörkum og vinna bestu liðin sannfærandi. What a performance from @FCBarcelona. What a display from @Auba. What a job Xavi is doing. Qué espectáculo. — Gary Lineker (@GaryLineker) March 20, 2022 „Við náðum að breyta neikvæðri reynslu okkar eftir að hafa tapað síðustu Clasico-leikjum. Við höfum sannað það að við getum keppt við bestu lið heims. Ég veit ekki hvort við getum unnið titilinn en við útilokum ekki neitt. Kannski erum við aðeins of seint á ferðinni en þetta var mjög stór sigur fyrir okkur,“ sagði Xavi Hernández eftir leikinn. Þessi úrslit geta bara hjálpað „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Þetta var El Clasico og þessi úrslit geta bara hjálpað okkur í framhaldinu. Það er samt enn mikið verk fyrir höndum,“ sagði Xavi. Barcelona liðið var í tómu tjóni undir stjórn Hollendingsins Ronald Koeman og eftir fyrsta tap liðsins í nítján ár á móti Rayo Vallecano í hans síðasta leik í lok október þá sátu Börsungar í níunda sæti spænsku deildarinnar. Meistaradeildardraumurinn dó eftir að Xavi tók við enda voru fyrstu mánuðir hans erfiðir. Liðið hefur á móti blómstrað í Evrópudeildinni þar sem liðið er komið í átta liða úrslitin. Liðið er einnig komið upp í þriðja sæti í deildinni. Barcelona liðið er vissulega enn tólf stigum á eftir toppliði Real Madrid en á einn leik inni á erkifjendur sína. Liðið hefur enn fremur fengið átta fleiri stig í síðustu fimm leikjum sínum en Sevilla á sama tíma. Sevilla er í öðru sæti. Kemur honum ekkert á óvart „Xavi kemur mér ekki á óvart,“ sagði Javier Saviola, fyrrum leikmaður Real Madrid og Barcelona. Hann sá strax þjálfarann í Xavi þegar þeir spiluðu saman í liði Barcelona. „Við sáum strax að hann hafði hæfileikana til að ná tökum á fræðunum sem eru svo flókin fyrir sumar. Hann hafði þessa taktísku sýn og sýndi það með því að staðsetja leikmennina fyrir framan sig. Við sáum þetta strax,“ sagði Saviola. „Hann hefur gefið Barcelona nýtt andlit. Nýju leikmennirnir hafa þó verið mjög mikilvægir. Þeir hafa styrkt Barcelona liðið mikið og þeir eru allir að spila á háu getustigi,“ sagði Saviola. Einn af þessum nýju leikmönnum er auðvitað, Pierre-Emerick Aubameyang, fyrrum fyrirliði Arsenal. Barcelona fékk hann á frjálsri sölu úr frystinum á Emirates og hann hefur skoraði níu mörk í fyrstu ellefu leikjum sínum með félaginu. Í gær var Aubameyang með tvö mörk og eina stoðsendingu í stórsigrinum á Real. Dembele had to fight through boo's and whistles after the winter transfer window.He now has the most assists (7) in Europe's top 5 leagues in 2022, while flourishing under Xavi.Respect pic.twitter.com/bTbqjX4OkJ— ESPN FC (@ESPNFC) March 20, 2022 Barcelona fékk líka menn eins og Ferran Torres, Adama Traoré (á láni) og Dani Alves í janúarglugganum. Liðinu tókst að styrkja sig vel og það hefur einnig hjálpa Xavi mikið. Það þurfti hins vegar nýja hugsun og nýja hugsjón á Nývangi og þar er að nægu að taka hjá Xavi. Þá má ekki gleyma hvað hann hefur gert fryir Ousmane Dembélé. Dembélé var nánast útskúfaður úr félaginu en hefur blómstrað undir stjórn Xavi. Dembélé átti meðal annars tvær stoðsendingar í gær og hefur gefið sjö slíkar á árinu 2022 sem er það mesta í fimm stærstu deildum Evrópu. Verðum að sýna þolinmæði „Við verðum samt að sýna honum þolinmæði. Ég tel að hann sé rétti stjórinn því hann fæddist hjá félaginu. Hann þekkir Barcelona heimspekina og hefur án efa allt það sem þarf til að ná árangri hjá Barcelona,“ sagði Saviola. Fyrsti leikur eftir landsleikjahlé verður einmitt á móti Sevilla og þar geta Börsungar tekið annað sætið af Andalúsíumönnum. Svo er komið að átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á móti þýska liðinu Eintracht Frankfurt en í þeirri keppni liggja kannski mestu möguleikar Xavi á að vinna stóran titil á sínu fyrsta tímabili með Barcelona liðið. Xavi has completely transformed this Barcelona team pic.twitter.com/z449xtVXoG— ESPN FC (@ESPNFC) March 20, 2022
Spænski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira