Fótbolti

Agla María og Diljá á leið í úrslit eftir sigur í framlengingu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Diljá Zomers kom inn af varamannabekknum í dag.
Diljá Zomers kom inn af varamannabekknum í dag. Göteborgs Posten/Vísir

Agla María Albertsdóttir og Diljá Zomers eru á leið úr úrslit sænsku bikarkeppninnar með Häcken eftir að liðið vann 2-1 sigur gegn Hammarby í framlengdum leik í dag.

Framlengja þurfti leikinn eftir að niðurstaðan að 90 mínútum loknum varð 1-1, en bæði mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik.

Agla María kom inn af varamannabekknum eftir rétt rúmlega klukkutíma leik og Diljá kom inn á snemma í framlengingunni.

Johanna Rytting Kaneryd kom Häcken í 2-1 forystu á 109. mínútu. Þrátt fyrir að liðið hafi þurft að leika seinustu átta mínútur framlengingarinnar manni færri eftir að Anna Julia Csiki fékk að líta rauða spjaldið hafði Häcken betur 2-1 og er á leið í úrslit.

Í úrslitaleiknum mætir Häcken annaðhvort Rosengård eða Eskilstuna, en viðureign þeirra fer fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×