Verulega hlýtt loft á leiðinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2022 07:41 Búast má við leysingu. Vísir/Vilhelm Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. Varað er við töluverðu hvassviðri og snögghlýnun síðar í dag sem getur valdið miklum leysingum. Veðurviðvörunin tekur gildi klukkan 14 í dag og nær til klukkan þrjú í nótt á Norðurlandi eystra en til klukkan níu á morgun á Austurlandi að Glettingi. „Sunnan 15-23 og hvassir vindstrengir við fjöll. Snögg hlýnar og mikil leysing. Sýnið aðgát,“ segir á viðvörunarsíðu Veðurstofunnar um viðvörunina. Veðurviðvaranir í gildi.Veðurstofan Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nánara ljósi varpað á hvað veldur því að hlýna mun snögglega í dag. „Langt suður í hafi hreyfist lægð að landinu, en hlýskil frá lægðinni teygir sig norður yfir landið og þokast til vesturs. Skilunum fylgir víða slydda eða snjókoma framan af morgni, en síðar rigning. Í kjölfarið kemur verulega hlýtt loft yfir landið og snýst jafnframt í hvassa sunnanátt eða storm, sem veldur talsverðri eða mikilli leysingu.“ Þar kemur einnig fram að í kvöld og nótt muni dæmið snúast við, skilin hopa til austurs og verða að kuldaskilum. „Kólnar þá á landinu og úrkoman breytist aftur í slyddu eða snjókomu. Á morgun verða skilin komin austur af landinu og vindátt að vestan með éljum, en úrkomuminna eystra. Annað kvöld lægir síðan, léttir til og frystir víða. Eins og alltaf þegar hlýskil fara yfir landið að vetri þarf að vera á verðbergi gagnvart lúmskri hálku, sem myndast þá jafnan á vegum og gangstéttum.“ Veðurhorfur á landinu Norðaustan 3-10 m/s og sjókoma eða slydda S- og A-til í fyrstu, síðar rigning, fer þá að snjóa NV-til. Snýst í sunnan 15-23 m/s á A-verðu landinu eftir hádegi, en norðan og norðaustan 5-13 V-til. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast NA-lands. Rigning S-lands, snjókoma eða slydda um landið NV-vert, en annars úrkomulítið. Vestlægari og slydda eða snjókoma SV-lands seint í kvöld og kólnar aftur. Vestan 10-18 m/s og él á morgun, hvassast við NA-ströndina, en úrkomuítið eystra. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Lægir og léttir til um kvöldið og frystir. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Sunnan 10-15 m/s og rigning austast í fyrstu með hita 3 til 8 stig, en síðan vestlæg átt, 3-10 m/s og dálítil slydda eða snjókoma með köflum og hita 0 til 5 stig. Lægir, styttir upp og kólnar um land allt um kvöldið. Á mánudag: Suðaustlæg átt, 8-13 m/s með rigningu víða um land, en norðaustlægari og él NV-til. Hlýnar í veðri. Á þriðjudag: Sunnankaldi og rigning, en norðaustanhvassviðri og snjókoma eða slydda á Vestfjörðum. Úrkomulítið NA-lands. Hiti 0 til 8 stig, svalast NV-til. Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða slydda með köflum. Hiti nærri frostmark. Á fimmtudag: Útlit fyrir skammvinna norðanátt með snjókomu eða éljum N-til, en úrkomulítið syðra. Fremur svalt í veðri. Á föstudag: Líklega suðaustanátt með slyddu eða rigningu, en þurrt á N- og A-landi. Heldur hlýnandi veður. Veður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Veðurviðvörunin tekur gildi klukkan 14 í dag og nær til klukkan þrjú í nótt á Norðurlandi eystra en til klukkan níu á morgun á Austurlandi að Glettingi. „Sunnan 15-23 og hvassir vindstrengir við fjöll. Snögg hlýnar og mikil leysing. Sýnið aðgát,“ segir á viðvörunarsíðu Veðurstofunnar um viðvörunina. Veðurviðvaranir í gildi.Veðurstofan Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nánara ljósi varpað á hvað veldur því að hlýna mun snögglega í dag. „Langt suður í hafi hreyfist lægð að landinu, en hlýskil frá lægðinni teygir sig norður yfir landið og þokast til vesturs. Skilunum fylgir víða slydda eða snjókoma framan af morgni, en síðar rigning. Í kjölfarið kemur verulega hlýtt loft yfir landið og snýst jafnframt í hvassa sunnanátt eða storm, sem veldur talsverðri eða mikilli leysingu.“ Þar kemur einnig fram að í kvöld og nótt muni dæmið snúast við, skilin hopa til austurs og verða að kuldaskilum. „Kólnar þá á landinu og úrkoman breytist aftur í slyddu eða snjókomu. Á morgun verða skilin komin austur af landinu og vindátt að vestan með éljum, en úrkomuminna eystra. Annað kvöld lægir síðan, léttir til og frystir víða. Eins og alltaf þegar hlýskil fara yfir landið að vetri þarf að vera á verðbergi gagnvart lúmskri hálku, sem myndast þá jafnan á vegum og gangstéttum.“ Veðurhorfur á landinu Norðaustan 3-10 m/s og sjókoma eða slydda S- og A-til í fyrstu, síðar rigning, fer þá að snjóa NV-til. Snýst í sunnan 15-23 m/s á A-verðu landinu eftir hádegi, en norðan og norðaustan 5-13 V-til. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast NA-lands. Rigning S-lands, snjókoma eða slydda um landið NV-vert, en annars úrkomulítið. Vestlægari og slydda eða snjókoma SV-lands seint í kvöld og kólnar aftur. Vestan 10-18 m/s og él á morgun, hvassast við NA-ströndina, en úrkomuítið eystra. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Lægir og léttir til um kvöldið og frystir. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Sunnan 10-15 m/s og rigning austast í fyrstu með hita 3 til 8 stig, en síðan vestlæg átt, 3-10 m/s og dálítil slydda eða snjókoma með köflum og hita 0 til 5 stig. Lægir, styttir upp og kólnar um land allt um kvöldið. Á mánudag: Suðaustlæg átt, 8-13 m/s með rigningu víða um land, en norðaustlægari og él NV-til. Hlýnar í veðri. Á þriðjudag: Sunnankaldi og rigning, en norðaustanhvassviðri og snjókoma eða slydda á Vestfjörðum. Úrkomulítið NA-lands. Hiti 0 til 8 stig, svalast NV-til. Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða slydda með köflum. Hiti nærri frostmark. Á fimmtudag: Útlit fyrir skammvinna norðanátt með snjókomu eða éljum N-til, en úrkomulítið syðra. Fremur svalt í veðri. Á föstudag: Líklega suðaustanátt með slyddu eða rigningu, en þurrt á N- og A-landi. Heldur hlýnandi veður.
Veður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira