Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og rætt við Jónas B. Guðmundsson formann Félags sýslumanna.
Hann staðfestir við blaðið að fundað hafi verið um málið í síðustu viku en bætir við að félagið hafi ekki náð að funda formlega um málið, sökum þess hve nýtilkomið það sé.
Hann tekur þó fram að þeir sýslumenn sem hann hafi þó rætt við séu svolítið efins, eins og hann orðar það. Í umfjöllun blaðsins segir að meðal röksemda fyrir fækkun sýslumanna sé að breyttar samfélagslegar aðstæður og tækninýjungar kalli á nýja og breytta uppbyggingu.
Jónas segir að sýslumenn muni nýta sér andmælarétt sinn í málinu og varar við að það verði keyrt í gegn.
Nú eru sýslumannsembættin níu – á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi, Vestmannaeyjum og á Suðurnesi.