Náði holu í höggi en ekki fimmu frá öllum Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2022 14:59 Viktor Hovland með teighögg á The Players. Hann er í 3. sæti heimslistans í golfi. AP/Lynne Sladky Indverjinn Anirban Lahiri er enn með eins höggs forskot fyrir lokahringinn á The Players mótinu í golfi í dag en fjórir kylfingar koma fast á hæla honum. Lahiri lauk þriðja hring í dag á -5 höggum og er efstur á samtals -9 höggum. Kólumbíumaðurinn Sebastián Munoz átti enn betri hring, lék á -7 höggum, og er samtals á -8 höggum líkt og Doug Ghim, Paul Casey og Sam Burns. Norðmaðurinn Viktor Hovland á veika von fyrir lokahringinn þrátt fyrir að hafa náð holu í höggi á 17. brautinni á þriðja hringnum fyrr í dag. Hovland fagnaði högginu að sjálfsögðu með viðstöddum en þegar kom að því að gefa Kevin Streelman fimmu tókst það ekki þar sem að Streelman ákvað að stríða þeim norska, eins og sjá má á myndskeiðinu: HOLE-IN-ONE HOVLAND Ace on the par-3 8th. pic.twitter.com/Y7bOJMyfut— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Streelman er nær toppnum en Hovland eða á -6 höggum en Hovland er á -4 höggum samtals. Báðir voru þeir samtals á pari eftir fyrri tvo hringi mótsins. Keppni á The Players, sem stundum er kallað „fimmta risamótið“, dróst yfir á fimmta keppnisdag vegna slæms veðurs framan af móti. Kylfingarnir hefja lokahringinn því núna klukkan 17 að íslenskum tíma og ættu úrslitin að ráðast í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Lahiri lauk þriðja hring í dag á -5 höggum og er efstur á samtals -9 höggum. Kólumbíumaðurinn Sebastián Munoz átti enn betri hring, lék á -7 höggum, og er samtals á -8 höggum líkt og Doug Ghim, Paul Casey og Sam Burns. Norðmaðurinn Viktor Hovland á veika von fyrir lokahringinn þrátt fyrir að hafa náð holu í höggi á 17. brautinni á þriðja hringnum fyrr í dag. Hovland fagnaði högginu að sjálfsögðu með viðstöddum en þegar kom að því að gefa Kevin Streelman fimmu tókst það ekki þar sem að Streelman ákvað að stríða þeim norska, eins og sjá má á myndskeiðinu: HOLE-IN-ONE HOVLAND Ace on the par-3 8th. pic.twitter.com/Y7bOJMyfut— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Streelman er nær toppnum en Hovland eða á -6 höggum en Hovland er á -4 höggum samtals. Báðir voru þeir samtals á pari eftir fyrri tvo hringi mótsins. Keppni á The Players, sem stundum er kallað „fimmta risamótið“, dróst yfir á fimmta keppnisdag vegna slæms veðurs framan af móti. Kylfingarnir hefja lokahringinn því núna klukkan 17 að íslenskum tíma og ættu úrslitin að ráðast í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira