João Félix kom heimamönnum yfir eftir aðeins þrjár mínútur. Atlético virtist ætla að vera marki yfir í hálfleik en gamla brýnið Álvaro Negredo jafnaði hins vegar metin fyrir Cádiz undir lok fyrri hálfleiks og staðan því jöfn er liðin gengu til búningsherbergja.
Argentíski miðjumaðurinn Rodrigo De Paul kom Atlético yfir um miðbik síðari hálfleiks og reyndist það sigurmark leiksins, lokatölur 2-1 og heimamenn komnir upp í 3. sæti deildarinnar.
-
— LaLiga English (@LaLigaEN) March 11, 2022
@rodridepaul got the decisive goal tonight to cap a successful evening.#LaLigaSantander | #AtletiCádiz pic.twitter.com/Lq3Xu7yusR
Javier Serrano kom inn af bekknum hjá Atlético á 83. mínútu en entist aðeins í fimm mínútur þar sem hann lét reka sig af velli. Heimamenn voru vægast sagt æstir í kvöld en ásamt rauða spjaldinu fengu þeir fimm gul.
Atlético Madríd er í 3. sæti La Liga með 51 stig eftir 28 leiki. Sevilla er í 2. sæti með 55 stig eftir 27 leiki á meðan Barcelona er í 4. sæti með 48 stig eftir 26 leiki.