Gaupi fór í Kringluna og fékk svar við stóru spurningunni um þjóðaríþrótt Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 09:01 Guðjón Guðmundsson ræðir við einn viðmælanda sinn í Kringlunni. S2 Sport Árangur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í janúar vakti auðvitað mikla athygli hér á landi en þar náðu Strákarnir okkar í handboltanum enn á ný að sameina þjóðina. Guðjón Guðmundsson skellti sér í Kringluna í nýjasta Eina-innslagi sínu í Seinni bylgjunni og fékk þar svar við stóru spurningunni: Er handboltinn þjóðaríþrótt okkar Íslendinga? Gaupi hitti þá fjölda fólks á öldum aldri og spurði þó þessarar spurningar. Margir svöruðu spurningunni játandi en aðrir nefndu aðrar íþróttir. Auðvitað leiðandi spurning hjá handboltafrömuðinum en svörin oft skemmtileg. „Það fer ekki á milli mála Gaupi minn. Að sjálfsögðu. Þetta er bara eitthvað sem allir Íslendingar hafa ástríðu fyrir. Við trúum á strákana okkar,“ sagði einn. „Nei, fótboltinn,“ svaraði annar. „Já ég myndi halda það. Ég fylgist með handboltanum og með þér líka,“ svaraði sá þriðji. „Já ég held það að hann sé orðin það aftur. Fótboltinn var orðinn það á tímabili en ég held að það sé komið til baka,“ svaraði einn í viðbót. Það kom ekkert Gaupa úr jafnvægi ekki einu sinni þegar hann hitti á fólk sem hafði engan áhuga á íþróttum. „Ég hef bara litla sem enga skoðun á íþróttum,“ svaraði einn þeirra en Gaupi spurði hvernig stæði á því? „Það er bara ekki mitt áhugamál,“ svaraði þessi litli íþróttaáhugamaður. „Það er ekkert hægt að lækna þig við því,“ sagði þá Gaupi eins og honum er einum lagið og fékk viðmælanda sinn til að hlæja. Gaupi fékk líka að vita meira um viðmælendur sína og skoðanir þeirra um handbolta. Hermann Gunnarsson var í miklu uppáhaldi hjá einum. „Mér fannst Hemmi Gunn alltaf djöfull góður. Ég sá Frakkaleikinn þar sem hann skoraði átján eða nítján mörk.“ Það má sjá fleiri skemmtileg svör hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og þjóðaríþrótt okkar Íslendinga Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Kringlan Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Guðjón Guðmundsson skellti sér í Kringluna í nýjasta Eina-innslagi sínu í Seinni bylgjunni og fékk þar svar við stóru spurningunni: Er handboltinn þjóðaríþrótt okkar Íslendinga? Gaupi hitti þá fjölda fólks á öldum aldri og spurði þó þessarar spurningar. Margir svöruðu spurningunni játandi en aðrir nefndu aðrar íþróttir. Auðvitað leiðandi spurning hjá handboltafrömuðinum en svörin oft skemmtileg. „Það fer ekki á milli mála Gaupi minn. Að sjálfsögðu. Þetta er bara eitthvað sem allir Íslendingar hafa ástríðu fyrir. Við trúum á strákana okkar,“ sagði einn. „Nei, fótboltinn,“ svaraði annar. „Já ég myndi halda það. Ég fylgist með handboltanum og með þér líka,“ svaraði sá þriðji. „Já ég held það að hann sé orðin það aftur. Fótboltinn var orðinn það á tímabili en ég held að það sé komið til baka,“ svaraði einn í viðbót. Það kom ekkert Gaupa úr jafnvægi ekki einu sinni þegar hann hitti á fólk sem hafði engan áhuga á íþróttum. „Ég hef bara litla sem enga skoðun á íþróttum,“ svaraði einn þeirra en Gaupi spurði hvernig stæði á því? „Það er bara ekki mitt áhugamál,“ svaraði þessi litli íþróttaáhugamaður. „Það er ekkert hægt að lækna þig við því,“ sagði þá Gaupi eins og honum er einum lagið og fékk viðmælanda sinn til að hlæja. Gaupi fékk líka að vita meira um viðmælendur sína og skoðanir þeirra um handbolta. Hermann Gunnarsson var í miklu uppáhaldi hjá einum. „Mér fannst Hemmi Gunn alltaf djöfull góður. Ég sá Frakkaleikinn þar sem hann skoraði átján eða nítján mörk.“ Það má sjá fleiri skemmtileg svör hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og þjóðaríþrótt okkar Íslendinga
Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Kringlan Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira