Allt að 17 látnir og 22 slasaðir eftir slagsmál á fótboltaleik í Mexíkó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 13:15 Mynd frá leiknum sem um er ræðir. Getty Images Stöðva þurfti leik Queretaro og Atlas í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Mexíkó eftir að gríðarleg slagsmál brutust út á vellinum. Allt að 17 eru látnir og 22 eru slasaðir. Liðin sem um er ræðir eru erkifjendur en það var engan veginn hægt að spá fyrir um hryllinginn sem átti sér stað á Estadio Corregidora-vellinum á laugardag. Stöðva þurfti leikinn eftir rúmlega klukkustund vegna slagsmála stuðningsmanna í stúkunni. Slagsmálahundarnir enduðu inn á vellinum og meðan margir leikmenn flúðu inn í búningsklefa þá reyndu aðrir að róa mannskapinn. Það gekk ekki og talið er að allt að 17 manns hafi látið lífið í slagsmálunum og þá eru 22 slasaðir. 'Up to 17' killed and 22 injured in brawl between fans at Mexican football match https://t.co/zkhBtt2jK4 pic.twitter.com/uOxIwSmgOC— Mirror Football (@MirrorFootball) March 6, 2022 Fordæma slagsmálin „Mexíkóska knattspyrnusambandið fordæmir atburðina sem áttu sér stað á Estadio Corregidora-vellinum í Queretaro er heimamenn mættu Atlas síðari partinn á laugardaginn. Fótbolti á að vera öruggt svæði fyrir alla þar sem ofbeldi á ekki heima.“ segir í yfirlýsingu sambandsins. „Sambandið mun aðstoða við rannsókn málsins og sjá til þess að þeir sem eru ábyrgir verði dregnir fyrir dómara.“ Þá sagði forseti sambandsins, Mikel Arriola, að rannsókn sé þegar hafin á vallaraðstæðum en einkar fáir – ef einhverjir – öryggisverðir voru á vakt á téðum leik. „Öryggi leikmanna og stuðningsfólk er aðalatriði. Sem stofnun fordæmum við ofbeldi í allri sinni mynd,“ sagði í yfirlýsingu hans. Fótbolti Mexíkó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Liðin sem um er ræðir eru erkifjendur en það var engan veginn hægt að spá fyrir um hryllinginn sem átti sér stað á Estadio Corregidora-vellinum á laugardag. Stöðva þurfti leikinn eftir rúmlega klukkustund vegna slagsmála stuðningsmanna í stúkunni. Slagsmálahundarnir enduðu inn á vellinum og meðan margir leikmenn flúðu inn í búningsklefa þá reyndu aðrir að róa mannskapinn. Það gekk ekki og talið er að allt að 17 manns hafi látið lífið í slagsmálunum og þá eru 22 slasaðir. 'Up to 17' killed and 22 injured in brawl between fans at Mexican football match https://t.co/zkhBtt2jK4 pic.twitter.com/uOxIwSmgOC— Mirror Football (@MirrorFootball) March 6, 2022 Fordæma slagsmálin „Mexíkóska knattspyrnusambandið fordæmir atburðina sem áttu sér stað á Estadio Corregidora-vellinum í Queretaro er heimamenn mættu Atlas síðari partinn á laugardaginn. Fótbolti á að vera öruggt svæði fyrir alla þar sem ofbeldi á ekki heima.“ segir í yfirlýsingu sambandsins. „Sambandið mun aðstoða við rannsókn málsins og sjá til þess að þeir sem eru ábyrgir verði dregnir fyrir dómara.“ Þá sagði forseti sambandsins, Mikel Arriola, að rannsókn sé þegar hafin á vallaraðstæðum en einkar fáir – ef einhverjir – öryggisverðir voru á vakt á téðum leik. „Öryggi leikmanna og stuðningsfólk er aðalatriði. Sem stofnun fordæmum við ofbeldi í allri sinni mynd,“ sagði í yfirlýsingu hans.
Fótbolti Mexíkó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira