Brákarey í Borgarnesi fær nýtt skipulag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2022 14:01 Byggðaráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að leita eftir áhugasömum aðilum til samvinnu um heildarskipulagningu og uppbyggingu Brákareyjar. Hugmyndir eru um að stofna jafnvel þróunarfélag sem hefði það hlutverk að vinna úr hugmyndum og íbúafundum, sem haldnir hafa verið undanfarin ár vegna starfseminnar í eyjunni. Aðsend Brákarey í Borgarnesi mun fá nýtt líf með nýju skipulagi en nú er leitað af áhugasömum aðilum til samvinnu við Borgarbyggð um heildarskipulagningu og uppbyggingu eyjunnar. Brákarey er náttúruperla með sterka menningarlega skírskotun til Íslendingasagna og þykir því vel við hæfi að henni verði gert hátt undir höfði. Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund. Nú er mikill hugur hjá forsvarsmönnum Borgarbyggðar að eyjan muni í framtíðinni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Þórdís Sif Sigurðardóttir er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Brákarey er algjörlega óslípaður demantur með fullt af möguleikum og þar er í rauninni hægt að gera hvað sem er þar. Brákarey hefur verið stolt okkar og náttúruperla og náttúrulega með menningarlega skírskotun til Íslendingasagnanna þar sem Brák var að reyna að synda út í Brákarey til þess að flýja. Þess vegna teljum við mikilvægt að við gerum henni hærra undir höfði heldur en hún er núna,“ segir Þórdís Sif. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er spennt fyrir nýju skipulagi og uppbyggingu í Brákarey í Borgarnesi.Aðsend Þórdís segir að nú hafi verið samþykkt að leita eftir einhverjum aðilum með framsæknar hugmyndir varðandi uppbyggingu á svæðinu og jafnvel standi til að stofna þróunarfélag um eyjuna. „Þannig að við leggjum áherslu á að þetta sé gert í sátt og samlyndi við þá starfsemi sem þarna er núna eftir því sem möguleiki er til. Við vitum að það þarf að rífa hluta af húsnæðinu sem er þar,“ segir Þórdís enn fremur. Þórdís Sif segir að Brákarey sé óslípaður demantur með ógrynni af möguleikum. Það er sýn sveitarfélagsins að eyjan muni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Það er mikilvægt að halda í sérkenni eyjunnar, að við íbúar upplifum Brákarey á jákvæðan hátt og að uppbyggingin þar sé falleg í takt við eyjuna og bæjarstæðið.Aðsend Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund. Nú er mikill hugur hjá forsvarsmönnum Borgarbyggðar að eyjan muni í framtíðinni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Þórdís Sif Sigurðardóttir er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Brákarey er algjörlega óslípaður demantur með fullt af möguleikum og þar er í rauninni hægt að gera hvað sem er þar. Brákarey hefur verið stolt okkar og náttúruperla og náttúrulega með menningarlega skírskotun til Íslendingasagnanna þar sem Brák var að reyna að synda út í Brákarey til þess að flýja. Þess vegna teljum við mikilvægt að við gerum henni hærra undir höfði heldur en hún er núna,“ segir Þórdís Sif. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er spennt fyrir nýju skipulagi og uppbyggingu í Brákarey í Borgarnesi.Aðsend Þórdís segir að nú hafi verið samþykkt að leita eftir einhverjum aðilum með framsæknar hugmyndir varðandi uppbyggingu á svæðinu og jafnvel standi til að stofna þróunarfélag um eyjuna. „Þannig að við leggjum áherslu á að þetta sé gert í sátt og samlyndi við þá starfsemi sem þarna er núna eftir því sem möguleiki er til. Við vitum að það þarf að rífa hluta af húsnæðinu sem er þar,“ segir Þórdís enn fremur. Þórdís Sif segir að Brákarey sé óslípaður demantur með ógrynni af möguleikum. Það er sýn sveitarfélagsins að eyjan muni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Það er mikilvægt að halda í sérkenni eyjunnar, að við íbúar upplifum Brákarey á jákvæðan hátt og að uppbyggingin þar sé falleg í takt við eyjuna og bæjarstæðið.Aðsend
Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira