Brákarey í Borgarnesi fær nýtt skipulag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2022 14:01 Byggðaráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að leita eftir áhugasömum aðilum til samvinnu um heildarskipulagningu og uppbyggingu Brákareyjar. Hugmyndir eru um að stofna jafnvel þróunarfélag sem hefði það hlutverk að vinna úr hugmyndum og íbúafundum, sem haldnir hafa verið undanfarin ár vegna starfseminnar í eyjunni. Aðsend Brákarey í Borgarnesi mun fá nýtt líf með nýju skipulagi en nú er leitað af áhugasömum aðilum til samvinnu við Borgarbyggð um heildarskipulagningu og uppbyggingu eyjunnar. Brákarey er náttúruperla með sterka menningarlega skírskotun til Íslendingasagna og þykir því vel við hæfi að henni verði gert hátt undir höfði. Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund. Nú er mikill hugur hjá forsvarsmönnum Borgarbyggðar að eyjan muni í framtíðinni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Þórdís Sif Sigurðardóttir er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Brákarey er algjörlega óslípaður demantur með fullt af möguleikum og þar er í rauninni hægt að gera hvað sem er þar. Brákarey hefur verið stolt okkar og náttúruperla og náttúrulega með menningarlega skírskotun til Íslendingasagnanna þar sem Brák var að reyna að synda út í Brákarey til þess að flýja. Þess vegna teljum við mikilvægt að við gerum henni hærra undir höfði heldur en hún er núna,“ segir Þórdís Sif. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er spennt fyrir nýju skipulagi og uppbyggingu í Brákarey í Borgarnesi.Aðsend Þórdís segir að nú hafi verið samþykkt að leita eftir einhverjum aðilum með framsæknar hugmyndir varðandi uppbyggingu á svæðinu og jafnvel standi til að stofna þróunarfélag um eyjuna. „Þannig að við leggjum áherslu á að þetta sé gert í sátt og samlyndi við þá starfsemi sem þarna er núna eftir því sem möguleiki er til. Við vitum að það þarf að rífa hluta af húsnæðinu sem er þar,“ segir Þórdís enn fremur. Þórdís Sif segir að Brákarey sé óslípaður demantur með ógrynni af möguleikum. Það er sýn sveitarfélagsins að eyjan muni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Það er mikilvægt að halda í sérkenni eyjunnar, að við íbúar upplifum Brákarey á jákvæðan hátt og að uppbyggingin þar sé falleg í takt við eyjuna og bæjarstæðið.Aðsend Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira
Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund. Nú er mikill hugur hjá forsvarsmönnum Borgarbyggðar að eyjan muni í framtíðinni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Þórdís Sif Sigurðardóttir er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Brákarey er algjörlega óslípaður demantur með fullt af möguleikum og þar er í rauninni hægt að gera hvað sem er þar. Brákarey hefur verið stolt okkar og náttúruperla og náttúrulega með menningarlega skírskotun til Íslendingasagnanna þar sem Brák var að reyna að synda út í Brákarey til þess að flýja. Þess vegna teljum við mikilvægt að við gerum henni hærra undir höfði heldur en hún er núna,“ segir Þórdís Sif. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er spennt fyrir nýju skipulagi og uppbyggingu í Brákarey í Borgarnesi.Aðsend Þórdís segir að nú hafi verið samþykkt að leita eftir einhverjum aðilum með framsæknar hugmyndir varðandi uppbyggingu á svæðinu og jafnvel standi til að stofna þróunarfélag um eyjuna. „Þannig að við leggjum áherslu á að þetta sé gert í sátt og samlyndi við þá starfsemi sem þarna er núna eftir því sem möguleiki er til. Við vitum að það þarf að rífa hluta af húsnæðinu sem er þar,“ segir Þórdís enn fremur. Þórdís Sif segir að Brákarey sé óslípaður demantur með ógrynni af möguleikum. Það er sýn sveitarfélagsins að eyjan muni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Það er mikilvægt að halda í sérkenni eyjunnar, að við íbúar upplifum Brákarey á jákvæðan hátt og að uppbyggingin þar sé falleg í takt við eyjuna og bæjarstæðið.Aðsend
Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira