Segir alla tapa á nýju skipulagi Útlendingastofnunar Smári Jökull Jónsson skrifar 5. mars 2022 20:38 Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir að nýtt skipulag talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, muni leiða til minni gæða, aukins kostnaðar, verri þjónustu og lengri málsmeðferðar. Vísir/Ernir Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir harðlega nýtt skipulag Útlendingastofnunar og dómsmálaráðuneytisins um talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hún segir alla tapa á nýju skipulagi. Í færslu sem Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, birtir á Facebook tjáir hún sig um auglýsingu um nýtt skipulag á talsmannaþjónustunni. Auglýsingin var birt á vef Útlendingastofnunar í gær. Guðríður Lára, sem er teymisstjóri teymis Rauða krossins um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að skipulagið sem kynnt var í gær sé í raun nákvæmlega sama skipulag og var við lýði áður en Rauði krossinn tók við málefninu árið 2014. Segir hún að það skipulag hafi ekki þótt gott. Hún segir að tímagjaldið hafi hækkað um 1000 krónur frá 2014 og sé enn það lægsta sem ríkið greiði fyrir vinnu lögfræðinga. „Þarna er líka hámark á tímafjölda sem ekki er í nokkrum takti við raunveruleikann en ekki var leitað til RKÍ, sem hefur sinnt þessu í bráðum sjö ár, þegar umræddur tímafjöldi var reiknaður út,“ skrifar Guðríður Lára. Þá segir hún að ekki virðist sem svo að gert sé ráð fyrir greiðslu á útlögðum kostnaði vegna túlkaþjónustu. „Þetta afhjúpar viðhorf þeirra sem ráða til verkefnisins og fólksins sem á allt sitt undir hér. Þessi tímamót eru dapurleg. Þetta skipulag mun að mínu mati leiða til minni gæða, stóraukins kostnaðar, verri þjónustu og lengri málsmeðferðar. Það tapa allir á þessu.“ Í febrúar kom fram að öllum lögfræðingum Rauða krossins hafi verið sagt upp störfum þar sem ekki væri búið að framlengja samning við dómsmálaráðuneytið. Þá sagði Guðríður Lára að það stæði til að Rauði krossinn tæki þátt í hugsanlegu útboði en það ylti á skilmálum útboðsins. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í færslu sem Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, birtir á Facebook tjáir hún sig um auglýsingu um nýtt skipulag á talsmannaþjónustunni. Auglýsingin var birt á vef Útlendingastofnunar í gær. Guðríður Lára, sem er teymisstjóri teymis Rauða krossins um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að skipulagið sem kynnt var í gær sé í raun nákvæmlega sama skipulag og var við lýði áður en Rauði krossinn tók við málefninu árið 2014. Segir hún að það skipulag hafi ekki þótt gott. Hún segir að tímagjaldið hafi hækkað um 1000 krónur frá 2014 og sé enn það lægsta sem ríkið greiði fyrir vinnu lögfræðinga. „Þarna er líka hámark á tímafjölda sem ekki er í nokkrum takti við raunveruleikann en ekki var leitað til RKÍ, sem hefur sinnt þessu í bráðum sjö ár, þegar umræddur tímafjöldi var reiknaður út,“ skrifar Guðríður Lára. Þá segir hún að ekki virðist sem svo að gert sé ráð fyrir greiðslu á útlögðum kostnaði vegna túlkaþjónustu. „Þetta afhjúpar viðhorf þeirra sem ráða til verkefnisins og fólksins sem á allt sitt undir hér. Þessi tímamót eru dapurleg. Þetta skipulag mun að mínu mati leiða til minni gæða, stóraukins kostnaðar, verri þjónustu og lengri málsmeðferðar. Það tapa allir á þessu.“ Í febrúar kom fram að öllum lögfræðingum Rauða krossins hafi verið sagt upp störfum þar sem ekki væri búið að framlengja samning við dómsmálaráðuneytið. Þá sagði Guðríður Lára að það stæði til að Rauði krossinn tæki þátt í hugsanlegu útboði en það ylti á skilmálum útboðsins.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira